Í dag verður seiðaeldisstöð fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Tálknafirði opnuð með formlegum hætti. Sjö ár eru frá því að undirbúningur fyrir uppbyggingu stöðvarinnar hófst og er hún nú stærsta bygging á Vestfjörðum.
Fimmtán starfsmenn eru að jafnaði í seiðaeldisstöð Arctic Fish en auk þess voru ráðnir tíu sumarstarfsmenn hjá fyrirtækinu síðastliðið sumar. „Þetta gerir okkur að stærsta einstaka atvinnurekanda á Tálknafirði,“ hafði 200 mílur eftir Sigurð Pétursson, framkvæmdastjóra hjá Arctic Fish, í vikunni.
„Þetta markar þau tímamót að við erum komin með fullkláraða stöð sem afkastar yfir fjórum milljónum seiða. Við erum með tvær fullbúnar eldisbyggingar sem þá eru komnar í fulla notkun, vatnshreinsistöð sem og stöð sem vinnur úr öllum lífrænum úrgangi,“ sagði Sigurður. „Þó við séum vel í stakk búin til þess að stækka enn frekar þá er þetta ákveðinn áfangi sem höfum verið að stefna að, og erum að klára í þessum mánuði,“ bætir hann við.
Spurður hvort langur aðdragandi hafi verið svaraði Sigurður því játandi. „Það má alveg segja það, sjö ár. Þetta er mjög flókin stöð sem byggir á svokallaðri vatnsendurnýtingartækni og er eina stöðin sinnar tegundar á Íslandi.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 10.1.25 | 529,01 kr/kg |
Þorskur, slægður | 10.1.25 | 665,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 10.1.25 | 311,22 kr/kg |
Ýsa, slægð | 10.1.25 | 245,41 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 10.1.25 | 269,28 kr/kg |
Ufsi, slægður | 10.1.25 | 298,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 10.1.25 | 352,07 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
10.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 693 kg |
Ýsa | 26 kg |
Samtals | 719 kg |
10.1.25 Vigur SF 80 Lína | |
---|---|
Þorskur | 1.173 kg |
Langa | 69 kg |
Ýsa | 39 kg |
Keila | 36 kg |
Steinbítur | 18 kg |
Ufsi | 9 kg |
Samtals | 1.344 kg |
10.1.25 Sæþór EA 101 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 886 kg |
Ufsi | 506 kg |
Karfi | 63 kg |
Ýsa | 22 kg |
Langa | 12 kg |
Samtals | 1.489 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 10.1.25 | 529,01 kr/kg |
Þorskur, slægður | 10.1.25 | 665,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 10.1.25 | 311,22 kr/kg |
Ýsa, slægð | 10.1.25 | 245,41 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 10.1.25 | 269,28 kr/kg |
Ufsi, slægður | 10.1.25 | 298,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 10.1.25 | 352,07 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
10.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 693 kg |
Ýsa | 26 kg |
Samtals | 719 kg |
10.1.25 Vigur SF 80 Lína | |
---|---|
Þorskur | 1.173 kg |
Langa | 69 kg |
Ýsa | 39 kg |
Keila | 36 kg |
Steinbítur | 18 kg |
Ufsi | 9 kg |
Samtals | 1.344 kg |
10.1.25 Sæþór EA 101 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 886 kg |
Ufsi | 506 kg |
Karfi | 63 kg |
Ýsa | 22 kg |
Langa | 12 kg |
Samtals | 1.489 kg |