Iceland Seafood kaupir spænskt saltfiskfélag

Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood International.
Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood International. mbl.is/Hari

Iceland Seafood International hefur náð samkomulagi við félögin GPG seafood ehf. og IceMar ehf. um kaup á spænska fyrirtækinu Elba S.L., sem framleiðir og selur léttsaltaðar þorskafurðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Iceland Seafood, en þar segir einnig að kaupin séu háð hefbundnum fyrirvörum um áreiðanleikakönnun og samþykki stjórnar.

Kaupverðið hljóðar upp á 4,4 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 600 milljóna íslenska króna og greiðist það að hálfu með reiðufé og að hálfu með nýjum hlutabréfum í Iceland Seafood. GPG seafood og IceMar munu þannig eignast um 1,2% hlut í Iceland Seafood þegar og ef salan gengur í gegn, en áformað er að Iceland Seafood taki við spænska fyrirtækinu í árslok.

Framleiðir og selur léttsaltaðar þorskafurðir

„Staða Elbu á Spánarmarkaði er sterk en félagið framleiðir og selur léttsaltaðar þorskafurðir. Félagið er staðsett í Barcelona og selur um 2.200 tonn af afurðum á ársgrundvelli. Félagið selur vörur undir vörumerkinu ElBa, sem hefur sterka ímynd á markaði sem gæðavara. Áætluð sala félagsins er um €14,5 milljónir í ár og EBITDA er áætluð um €450 þúsund,“ segir í tilkynningu Iceland Seafood um þessa væntanlegu eign félagsins.

Bjarni ánægður með kaupin

„Elba verður frábær viðbót við þá starfsemi sem við rekum á Spáni og gerir okkur kleift að nýta enn frekar okkar sterku dreifileiðir og framleiðslu á þessum stærsta markaði fyrir íslenskar þorskafurðir. Við trúum því að þessi viðskipti verði til hagsbótar fyrir hluthafa okkar, viðskiptavini og birgja. Kaupin eru í fullu samræmi við stefnu okkar um að leggja áherslu á vöxt á okkar lykilmörkuðum þar sem við höfum nú þegar sterkan grunn og markaðsstöðu. Á sama tíma vil ég bjóða GPG Seafood og IceMar velkomin í hluthafahópinn og við bjóðum starfsmenn Elba á Spáni velkomin í Iceland Seafood fjölskylduna. Við hlökkum til samstarfsins,“ haft eftir Bjarna Ármannsyni, forstjóra Iceland Seafood í tilkynningu.

Þar lýsa þeir Gunnlaugur Hreinsson og Gunnar Örlygsson, stjórnarformenn GPG Seafood og IceMar einnig yfir ánægju með viðskiptin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.11.24 591,42 kr/kg
Þorskur, slægður 25.11.24 655,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.11.24 404,23 kr/kg
Ýsa, slægð 25.11.24 405,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.11.24 264,73 kr/kg
Ufsi, slægður 25.11.24 315,24 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 25.11.24 271,53 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 4.058 kg
Ýsa 3.905 kg
Samtals 7.963 kg
25.11.24 Geirfugl GK 66 Línutrekt
Þorskur 129 kg
Ýsa 13 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 151 kg
25.11.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 376 kg
Ýsa 156 kg
Langa 149 kg
Keila 33 kg
Steinbítur 24 kg
Karfi 5 kg
Samtals 743 kg
25.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.418 kg
Ýsa 4.229 kg
Keila 422 kg
Langa 311 kg
Karfi 57 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 12.453 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.11.24 591,42 kr/kg
Þorskur, slægður 25.11.24 655,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.11.24 404,23 kr/kg
Ýsa, slægð 25.11.24 405,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.11.24 264,73 kr/kg
Ufsi, slægður 25.11.24 315,24 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 25.11.24 271,53 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 4.058 kg
Ýsa 3.905 kg
Samtals 7.963 kg
25.11.24 Geirfugl GK 66 Línutrekt
Þorskur 129 kg
Ýsa 13 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 151 kg
25.11.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 376 kg
Ýsa 156 kg
Langa 149 kg
Keila 33 kg
Steinbítur 24 kg
Karfi 5 kg
Samtals 743 kg
25.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.418 kg
Ýsa 4.229 kg
Keila 422 kg
Langa 311 kg
Karfi 57 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 12.453 kg

Skoða allar landanir »