„Ómerkilegur blekkingaleikur hjá Ágústi Ólafi“

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnhagsráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnhagsráðherra. mbl.is/Hari

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráðherra sak­ar Ágúst Ólaf Ágústs­son þing­mann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um „ómerki­leg­an blekk­inga­leik“ í umræðu um veiðigjöld. Ágúst Ólaf­ur, sem sit­ur í fjár­laga­nefnd þings­ins, sagði við Rík­is­út­varpið í dag að meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar hefði lagt til að lækka veiðileyf­a­gjaldið. Bjarni seg­ir það rangt.

„Þetta er ómerki­leg­ur blekk­inga­leik­ur hjá Ágústi Ólafi,“ ritaði ráðherra á Face­book-síðu sína. „Það ligg­ur ekki fyr­ir þing­inu nein til­laga um að lækka veiðigjaldið. Það er hins veg­ar að koma fram áætl­un um hvaða tekj­ur muni skila sér á næsta ári, og þær eru að lækka vegna mik­illa fjár­fest­inga í grein­inni, sem hafa áhrif á niður­stöðuna. Yfir lengri tíma jafn­ast svona lagað út. Ef regl­um um veiðigjald hefði ekki verið breytt á fyrra þingi hefði gjaldið orðið enn lægra á næsta ári,“ skrifaði Bjarni.

„Ég þooooli ekki svona stjórn­mál“

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata. mbl.is/​Eggert

Bjarni er ekki einn um að telja Ágúst Ólaf hafa hallað réttu máli í sam­tali við RÚV í dag. Í sama streng tek­ur Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata.

„Ég þooooli ekki svona stjórn­mál,“ skrif­ar Björn Leví á Face­book-síðu sína. „Þessi lækk­un er vegna þess að út­gerðin fór í meiri fjár­fest­ingu en gert var ráð fyr­ir sem lækk­ar stofn­inn til veiðigjalds. Það má al­veg deila um það fram og til baka hvort það sé gott fyr­ir­komu­lag á veiðigjöld­un­um og þá hvort það hafi verið góð laga­setn­ing stjórn­ar að fjár­fest­ing kæmi niður á auðlinda­gjöld­un­um, sem er þá eins kon­ar rík­is­styrk­ing á fjár­fest­ingu út­gerðar­inn­ar. En rétt skal vera rétt, rík­is­stjórn­in er ekki að lækka veiðigjöld­in held­ur er þetta út­reiknuð stærð miðað við upp­setn­ingu laga,“ skrif­ar Björn Leví.

„Veiðileyf­a­gjaldið þarf að vera hærra“

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. mbl.is/​Hari

Ágúst Ólaf­ur hef­ur brugðist við gagn­rýni Bjarna á Face­book-síðu sinni og seg­ir þar mik­il­vægt að átta sig á aðal­atriðum þess­ar­ar­ar umræðu. Þingmaður­inn seg­ir hinn póli­tíska kjarna máls­ins vera veiðileyf­a­gjaldið þurfi að vera hærra.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.3.25 546,49 kr/kg
Þorskur, slægður 23.3.25 634,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.3.25 306,62 kr/kg
Ýsa, slægð 23.3.25 233,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.3.25 206,33 kr/kg
Ufsi, slægður 23.3.25 244,50 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 23.3.25 241,92 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 170 kg
Skarkoli 38 kg
Ýsa 14 kg
Keila 5 kg
Samtals 227 kg
22.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 5.565 kg
Þorskur 958 kg
Skarkoli 23 kg
Keila 16 kg
Samtals 6.562 kg
22.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Grálúða 3.238 kg
Steinbítur 1.055 kg
Ýsa 929 kg
Þorskur 688 kg
Keila 368 kg
Hlýri 191 kg
Karfi 55 kg
Samtals 6.524 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.3.25 546,49 kr/kg
Þorskur, slægður 23.3.25 634,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.3.25 306,62 kr/kg
Ýsa, slægð 23.3.25 233,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.3.25 206,33 kr/kg
Ufsi, slægður 23.3.25 244,50 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 23.3.25 241,92 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 170 kg
Skarkoli 38 kg
Ýsa 14 kg
Keila 5 kg
Samtals 227 kg
22.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 5.565 kg
Þorskur 958 kg
Skarkoli 23 kg
Keila 16 kg
Samtals 6.562 kg
22.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Grálúða 3.238 kg
Steinbítur 1.055 kg
Ýsa 929 kg
Þorskur 688 kg
Keila 368 kg
Hlýri 191 kg
Karfi 55 kg
Samtals 6.524 kg

Skoða allar landanir »