Eva Joly dáist að hugrekki Jóhannesar

Mál Samherja í Namibíu er helsta umræðuefnið á samfélagsmiðlum þessa stundina eftir að Kveikur fjallaði um málið í gærkvöldi og Stundin í dag. Meðal annars kemur fram að Eva Joly muni vera í lögfræðiteymi Jóhannesar Stefánssonar.

Þetta skrifar Gunnar Hrafn við færslu Illuga Jökulssonar á Facebook.
Þetta skrifar Gunnar Hrafn við færslu Illuga Jökulssonar á Facebook. Skjáskot af Facebook

Þetta kemur fram í færslu Gunnars Hrafns Jónssonar, blaðamanns á Stundinni og fyrrverandi þingmanns Pírata.

Guðmundur Andri Thorsson.
Guðmundur Andri Thorsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á Facebook Samherja hafa fengið auðlindina í Namibíu á silfurfati. 

„Fyrir utan strendur Namibíu eru gríðarlega auðug fiskimið og fyrir nokkrum árum voru landsmenn þar í svipuðum sporum og Íslendingar voru öldum saman, höfðu ekki verkþekkingu, flota eða framtak til að nýta sér þá miklu gullkistu. Íslendingar áttu auðvelt með að spegla sig í því og hrundu af stað verkefni sem snerist um að kenna þarlendum vinnubrögð í sjávarútvegi, senda skip — já og koma á kvótakerfi og afhenda svo Samherja auðlindina á silfurfati í samstarfi við gráðuga stjórnmálastétt í landi þar sem einn flokkur ræður meira og minna öllu, – flytja svo auðinn úr landi, allt eftir bókinni. Namibíumenn fá ekki einu sinni flugeldasýningu.“

Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins.
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins. mbl.is/Ófeigur

Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir þetta sýna karla sem þykjast samfélagslega ábyrgir hér á landi en gæti ekki verið meira sama um aðstæður þjóðar suður í Afríku.

„Myndin sem Kveikur og Stundin teikna upp er af heimsvaldasinnuðum, gráðugum arðræningjum sem einskis svífast. Körlum sem þykjast samfélagslega ábyrgir hér á landi en gæti ekki verið meira sama um aðstæður þjóðar suður í Afríku. Körlum sem komu í kjölfar vel heppnaðar þróunarsamvinnu og ryksuguðu upp auðlindir í eigin þágu, höguðu sér eins og svívirðilegustu nýlenduherrar. Þróunarsamvinnunni var hætt vegna hrunsins sem varð einmitt vegna svona hegðunar. Ógeðslegt!“
Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir ógeðslegt að misfara með auðlindir fátækrar þjóðar.

„Það er einkar ógeðslegt að misfara með auðlindir þjóðar sem var tiltölulega nýlega búin að ná sjálfstæði eftir nýlendutímann með því arðráni sem honum fylgdi. Og að svíkja í þokkabót undan skatti — í landi með veika innviði, spillingu og mikla fátækt.

En við erum líka dálítið eins og vanþróað ríki þegar kemur að fiskveiðiauðlindinni okkar. Fáir einstaklingar hagnast gríðarlega á henni og hreiðra um sig, í skjóli hans, út um allt í atvinnulífinu.

Ekkert gengur að fá úthlutunarkerfi kvótans breytt og auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Og gjaldið sem er tekið fyrir afnotin er orðið svo lágt að það stendur ekki einu sinni undir kostnaði ríkisins af rannsóknum, eftirliti og umsjón með greininni. Svo lágt að það er lægra en einn útgerðarmaður fékk í arð á síðasta ári.“

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir var þingmaður Samfylkingarinnar.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir var þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir að hingað til hafi fáir þorað að vekja athygli á málum Samherja hér á landi.

„Því miður virðist ýmislegt af því sem í kvöld var afhjúpað varðandi viðskiptahætti Samherja í Namibíu eiga sér samsvaranir hér á Íslandi þó að birtingarmyndin sé eitthvað frábrugðin. Samherji "á" sína menn, bæði á vettvangi stjórnmála og stjórnsýslu, og fær sitt fram með fjárframlögum til stofnana, félagasamtaka og stjórnmálaflokka. Hingað til hafa fáir þorað að vekja athygli á þeirri staðreynd enda hafa Samherjamenn beitt áhrifum sínum gegn fólki persónulega um leið og þeir hafa skarað eld að köku sinni og hagrætt sér vel í samfélaginu. Þetta vita margir en fáir þora að tala um það upphátt.

Hvers vegna viðgengst þetta? Jú, hér á Íslandi er engin stofnun sem hefur það hlutverk að uppræta spillingu. Þvert á móti er Ísland á gráa listanum yfir þjóðir sem ekki beita sér gegn peningaþvætti. Þær fáu stofnanir bera við að kanna starfshætti Samherja fá "gúmorinn" og forstöðumenn þeirra mæta ógnunum og munnsöfnuði líkt og við sáum í tilfelli Seðlabankans nýlega. Þannig er nú bara staðan því miður.

Íslensk stjórnvöld eru gegnsýrð af spillingu og þess vegna þjóna þau þessu fyrirtæki leynt og ljóst. Ár eftir ár lækka veiðileyfagjöldin svo nemur milljörðum sem annars ættu að renna í samfélagssjóðinn. Væntanlega hækka framlög Samherja til viðeigandi stjórnmálaflokka í réttu hlutfalli við slakann sem fyrirtækinu er gefinn varðandi arðgreiðslur til þjóðarinnar. Allt er það þyngra en tárum taki.

Namibía - Ísland. "Bitamunur en ekki fjár".“

Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi ráðherra og yfirmaður Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, sagðist í fréttum Sjónvarpsins í gærkvöldi ekki kunna að meta það hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Koma verði í ljós hvort brotin sem þarna hafi verið framin séu fyrnd.  Hann segist spenntur að sjá viðbrögð þjóðarinnar því viðbrögð stjórnmálamanna fari oft eftir viðbrögðum þjóðarinnar. Þá bendir hann á að  íslenska ríkisstjórnin sé núna að leggja til að lækka veiðileyfagjöld á Samherja um stórfé. 

Þjóðin hafði þetta að segja um málið á Twitter: 














mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.1.25 451,04 kr/kg
Þorskur, slægður 15.1.25 618,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.1.25 395,27 kr/kg
Ýsa, slægð 15.1.25 251,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.1.25 226,39 kr/kg
Ufsi, slægður 15.1.25 255,74 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 15.1.25 174,42 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 2.805 kg
Samtals 2.805 kg
15.1.25 Friðrik Sigurðsson ÁR 17 Þorskfisknet
Sandkoli 63 kg
Ýsa 25 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 91 kg
15.1.25 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 4.621 kg
Ufsi 939 kg
Ýsa 369 kg
Karfi 92 kg
Samtals 6.021 kg
15.1.25 Fjóla SH 7 Plógur
Breiðasundsskel 1.110 kg
Ígulker Bf A 412 kg
Samtals 1.522 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.1.25 451,04 kr/kg
Þorskur, slægður 15.1.25 618,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.1.25 395,27 kr/kg
Ýsa, slægð 15.1.25 251,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.1.25 226,39 kr/kg
Ufsi, slægður 15.1.25 255,74 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 15.1.25 174,42 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 2.805 kg
Samtals 2.805 kg
15.1.25 Friðrik Sigurðsson ÁR 17 Þorskfisknet
Sandkoli 63 kg
Ýsa 25 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 91 kg
15.1.25 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 4.621 kg
Ufsi 939 kg
Ýsa 369 kg
Karfi 92 kg
Samtals 6.021 kg
15.1.25 Fjóla SH 7 Plógur
Breiðasundsskel 1.110 kg
Ígulker Bf A 412 kg
Samtals 1.522 kg

Skoða allar landanir »