Katrín hefur áhyggjur af orðspori Íslands

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ef ásakanir á hendur Samherja séu á rökum reistar sé það mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt atvinnulíf og til skammar fyrir Samherja. Málið geti haft áhrif á þjóðina í heild sinni. Katrín treystir sjávarútvegsráðherra þrátt fyrir hans tengsl við Samherja.

Í fréttaskýringaþættinum Kveik sem sýndur var í gærkvöldi var hulunni svipt af meintum mútugreiðslum Samherja sem hafi endað í vös­um ráðamanna í Namib­íu í skipt­um fyr­ir kvóta og al­menna vel­vild. 

Spurð hver ábyrgð ríkisstjórnarinnar í málinu sé segir Katrín:

„Það eru auðvitað lög og reglur í þessu landi sem varða til að mynda mútugreiðslur til opinberra starfsmanna og við ætlumst auðvitað til þess að íslensk fyrirtæki fylgi þessum lögum, hvort sem það er á Íslandi, eða annars staðar þar sem þau starfa.“

Skoða málið ofan í kjölinn

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra var áður stjórnarformaður Samherja og starfaði hjá fyrirtækinu í þinghléum. Í þætti Kveiks var sagt að Kristján hefði mætt á fund Samherja og ráðamanna í Namibíu. Katrín segist þó treysta Kristjáni. 

„Hann hefur mitt traust. Það er ekkert í þessum gögnum sem bendir til þess að sjávarútvegsráðherra hafi haft vitneskju um málið.“

Kristján Þór Júlíusson hefur tengsl við fyrirtækið.
Kristján Þór Júlíusson hefur tengsl við fyrirtækið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um fundinn segir Katrín: „Það kemur fram í frásögn uppljóstrarans að sjávarútvegsráðherra hafi ekki setið þennan fund heldur einungis birst þar í tíu mínútur og átt þar kurteisishjal, eins og það er orðað í frásögninni. Ég get auðvitað bara dæmt þetta út frá þeim gögnum sem hafa birst. Það er ekkert í þessum gögnum sem bendir til þess að hann hafi setið neina fundi eða haft neina vitneskju um þetta.“

Katrín telur nauðsynlegt að málið verði rannsakað en það sé nú gert.

„Þetta verður rannsakað af til þess bærum yfirvöldum sem eru héraðssaksóknari sem hefur tekið málið til meðferðar, skattrannsóknarstjóri hefur fengið gögn tengd þessu máli til skoðunar. Nú þarf málið bara að hafa sinn gang með viðeigandi hætti og það þarf að ráðast í vandaða rannsókn þar sem þetta mál er skoðað ofan í kjölinn.“

Ekki lýsandi fyrir íslenskt samfélag

Ísland var sett á gráan lista FATF, alþjóðlegs starfs­hóps um aðgerðir gegn pen­ingaþvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka, fyrir tæpum mánuði. Nú er eitt stærsta fyrirtæki landsins, Samherji, bendlað við alþjóðlegar mútugreiðslur og að nýta sér leiðir til að komast hjá skattgreiðslum. Um það hvort þetta bendi ekki sterklega til þess að hnökrar séu á íslensku eftirlitskerfi segir Katrín:

„Ég vil byrja á að segja að íslensk stjórnvöld og íslenska ríkisstjórnin hafa undanfarna átján mánuði frá því að úttekt FATF kom út unnið að því að gera nauðsynlegar úrbætur á okkar kerfi og ég tel að við höfum lyft grettistaki í þeim málum. Það voru vonbrigði að lenda á þeim lista en ég hlýt að hafa áhyggjur af okkar orðspori í tengslum við bæði þessi mál.“

Katrín segir að mál Samherja sé ekki lýsandi fyrir íslenskt samfélag í heild. „Auðvitað er þetta mál ekki íslenskt samfélag, þetta er eitt fyrirtæki sem um ræðir og við erum að sjálfsögðu eins og ég sagði með laga- og regluverk og við getum ekki alfarið komið í veg fyrir það að lög séu brotin.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 561,53 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 376,64 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 317,61 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,70 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Jökull ÞH 299 Grálúðunet
Þorskur 18.300 kg
Grálúða 13.585 kg
Samtals 31.885 kg
22.11.24 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 374 kg
Ýsa 24 kg
Karfi 20 kg
Steinbítur 12 kg
Ufsi 4 kg
Hlýri 4 kg
Keila 2 kg
Samtals 440 kg
21.11.24 Kvika SH 23 Lína
Ýsa 3.107 kg
Þorskur 105 kg
Steinbítur 48 kg
Langa 31 kg
Keila 8 kg
Sandkoli 4 kg
Karfi 3 kg
Samtals 3.306 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 561,53 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 376,64 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 317,61 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,70 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Jökull ÞH 299 Grálúðunet
Þorskur 18.300 kg
Grálúða 13.585 kg
Samtals 31.885 kg
22.11.24 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 374 kg
Ýsa 24 kg
Karfi 20 kg
Steinbítur 12 kg
Ufsi 4 kg
Hlýri 4 kg
Keila 2 kg
Samtals 440 kg
21.11.24 Kvika SH 23 Lína
Ýsa 3.107 kg
Þorskur 105 kg
Steinbítur 48 kg
Langa 31 kg
Keila 8 kg
Sandkoli 4 kg
Karfi 3 kg
Samtals 3.306 kg

Skoða allar landanir »