„Láttu ekki svona, Einar“

Kristján Þór var gestur í Kastljósi í kvöld.
Kristján Þór var gestur í Kastljósi í kvöld. Skjáskot/RÚV

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra fékk fyrst vitneskju um meinta spillingu í starfsemi Samherja í Namibíu þegar hann fékk tölvupóst frá Stundinni í síðustu viku. Hann hafði enga aðkomu að viðskiptum Samherja í Namibíu eða upplýsingar um þau þegar hann hitti þremenninga frá Namibíu, James, Tamson og Sacky, á skrifstofu Þorsteins Más Baldvinssonar árið 2014.

Þetta kom fram í máli Kristjáns Þórs í Kastljósi kvöldsins, þar sem hann var gestur Einars Þorsteinssonar þáttastjórnanda vegna tengsla ráðherrans við Samherja. Kristján Þór var stjórnarformaður Samherja fyrir 19 árum.

Kvaðst ráðherra hafa komið á fund Þorsteins Más í persónulegum erindagjörðum umrætt skipti árið 2014, en hann gegndi embætti heilbrigðisráðherra á þessum tíma, og að í lok fundar hafi Þorsteinn Már boðið honum að hitta umrædda menn. Þeir hafi spjallað um daginn og veginn í um 10 mínútur.

Verði að spyrja Þorstein Má hvernig nota megi tilveru einstaklinga

Samkvæmt upplýsingum frá uppljóstraranum Jóhannesi Stefánssyni mun Þorsteinn Már hafa kynnt Kristján Þór sem „sinn mann í ríkisstjórninni“. Kristján Þór þvertók fyrir það að vera nokkurs manns maður nema sjálfs síns og fjölskyldu sinnar, og aðspurður hvort Þorsteinn Már hafi með þessu verið að nota hann og hans stjórnmálaferil kvaðst Kristján Þór ekki geta svarað því. Menn yrðu að spyrja Þorstein Má eða aðra hvernig hægt væri að nota tilveru annarra einstaklinga.

Í þættinum viðurkenndi ráðherra að hann bæri enn sterkar taugar til Samherja, enda væri hann fæddur og uppalinn Dalvíkingur. Aðspurður hvort honum væri treystandi sem sjávarútvegsráðherra, í ljósi þessara sterku tengsla við stórt sjávarútvegsfyrirtæki, sagði Kristján Þór að tengslin hafi alltaf legið fyrir og að hingað til hafi honum verið treyst.

Þá vakti þáttastjórnandi máls á því að ráðherra hefði verið til sjós hjá Samherja árin 2010 og 2012, þrátt fyrir að hafa þegar hafið störf í pólitík, og spurði Kristján Þór hvort það væri ekki einkennilegt.

Ráðherra sagði eðlilegt að fólk reyndi að tengja þetta saman en sagðist einfaldlega hafa brennandi áhuga á sjávarútvegi og að hann hefði viljað prófa að fara til makrílveiða. „Það hefur ekki verið í Namibíu?“ spurði Einar þá.

„Nei, láttu ekki svona, Einar,“ svaraði sjávarútvegsráðherra til.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 538,11 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,10 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 538,11 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,10 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »