„Láttu ekki svona, Einar“

Kristján Þór var gestur í Kastljósi í kvöld.
Kristján Þór var gestur í Kastljósi í kvöld. Skjáskot/RÚV

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra fékk fyrst vitn­eskju um meinta spill­ingu í starf­semi Sam­herja í Namib­íu þegar hann fékk tölvu­póst frá Stund­inni í síðustu viku. Hann hafði enga aðkomu að viðskipt­um Sam­herja í Namib­íu eða upp­lýs­ing­ar um þau þegar hann hitti þre­menn­inga frá Namib­íu, James, Tam­son og Sacky, á skrif­stofu Þor­steins Más Bald­vins­son­ar árið 2014.

Þetta kom fram í máli Kristjáns Þórs í Kast­ljósi kvölds­ins, þar sem hann var gest­ur Ein­ars Þor­steins­son­ar þátta­stjórn­anda vegna tengsla ráðherr­ans við Sam­herja. Kristján Þór var stjórn­ar­formaður Sam­herja fyr­ir 19 árum.

Kvaðst ráðherra hafa komið á fund Þor­steins Más í per­sónu­leg­um er­inda­gjörðum um­rætt skipti árið 2014, en hann gegndi embætti heil­brigðisráðherra á þess­um tíma, og að í lok fund­ar hafi Þor­steinn Már boðið hon­um að hitta um­rædda menn. Þeir hafi spjallað um dag­inn og veg­inn í um 10 mín­út­ur.

Verði að spyrja Þor­stein Má hvernig nota megi til­veru ein­stak­linga

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá upp­ljóstr­ar­an­um Jó­hann­esi Stef­áns­syni mun Þor­steinn Már hafa kynnt Kristján Þór sem „sinn mann í rík­is­stjórn­inni“. Kristján Þór þver­tók fyr­ir það að vera nokk­urs manns maður nema sjálfs síns og fjöl­skyldu sinn­ar, og aðspurður hvort Þor­steinn Már hafi með þessu verið að nota hann og hans stjórn­mála­fer­il kvaðst Kristján Þór ekki geta svarað því. Menn yrðu að spyrja Þor­stein Má eða aðra hvernig hægt væri að nota til­veru annarra ein­stak­linga.

Í þætt­in­um viður­kenndi ráðherra að hann bæri enn sterk­ar taug­ar til Sam­herja, enda væri hann fædd­ur og upp­al­inn Dal­vík­ing­ur. Aðspurður hvort hon­um væri treyst­andi sem sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, í ljósi þess­ara sterku tengsla við stórt sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, sagði Kristján Þór að tengsl­in hafi alltaf legið fyr­ir og að hingað til hafi hon­um verið treyst.

Þá vakti þátta­stjórn­andi máls á því að ráðherra hefði verið til sjós hjá Sam­herja árin 2010 og 2012, þrátt fyr­ir að hafa þegar hafið störf í póli­tík, og spurði Kristján Þór hvort það væri ekki ein­kenni­legt.

Ráðherra sagði eðli­legt að fólk reyndi að tengja þetta sam­an en sagðist ein­fald­lega hafa brenn­andi áhuga á sjáv­ar­út­vegi og að hann hefði viljað prófa að fara til mak­ríl­veiða. „Það hef­ur ekki verið í Namib­íu?“ spurði Ein­ar þá.

„Nei, láttu ekki svona, Ein­ar,“ svaraði sjáv­ar­út­vegs­ráðherra til.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 573,75 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 323,88 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 214,59 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 299,26 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Dagur ÞH 110 Línutrekt
Þorskur 7.514 kg
Steinbítur 373 kg
Ýsa 55 kg
Ufsi 27 kg
Samtals 7.969 kg
26.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 4.658 kg
Þorskur 3.266 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 7.927 kg
26.3.25 Elfa HU 191 Grásleppunet
Grásleppa 528 kg
Þorskur 36 kg
Rauðmagi 12 kg
Steinbítur 2 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 579 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 573,75 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 323,88 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 214,59 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 299,26 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Dagur ÞH 110 Línutrekt
Þorskur 7.514 kg
Steinbítur 373 kg
Ýsa 55 kg
Ufsi 27 kg
Samtals 7.969 kg
26.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 4.658 kg
Þorskur 3.266 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 7.927 kg
26.3.25 Elfa HU 191 Grásleppunet
Grásleppa 528 kg
Þorskur 36 kg
Rauðmagi 12 kg
Steinbítur 2 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 579 kg

Skoða allar landanir »