Íslendingar hafi rekið fyrir þá Landhelgisgæslu, Hafrannsóknastofnun, búið til kvótakerfi fyrir þá og markaðskerfi, veiðileyfisgjaldið, sem ekki hafi tekist að koma á hér á landi.
„Við fylgdumst með því á meðan við vorum þarna hvernig þetta væri rekið og gerðum ekki athugasemdir nema mjög sjaldan. Síðan förum við 2008 og síðan kemur Samherji — og þetta er allt hrunið.“
Sighvatur segist ekki kunna að meta það hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Koma verði í ljós hvort brotin sem þarna hafi verið framin séu fyrnd. Hann segist spenntur að sjá viðbrögð þjóðarinnar því viðbrögð stjórnmálamanna fari oft eftir viðbrögðum þjóðarinnar. Þá bendir hann á að íslenska ríkisstjórnin sé núna að leggja til að lækka veiðileyfagjöld á Samherja um stórfé.