Dapurlegt dæmi um arðrán

Indriði H. Þorláksson er hagfræðingur að mennt. Hann var ráðuneytisstjóri …
Indriði H. Þorláksson er hagfræðingur að mennt. Hann var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu og aðstoðarmaður ráðherra 2009 - 2010 og ráðgjafi Steingríms J. Sigfússonar fjármála- og sjávarútvegsráðherra til 2013. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Auðlinda­arðránið í Namib­íu í sam­vinnu ís­lensks fé­lags og spilltra stjórn­mála­manna þar í landi er dap­ur­legt dæmið um að svona arðrán dó ekki út með hruni ný­lendu­veld­anna,“ skrif­ar Indriði H. Þor­láks­son, fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri, í pistli á vef Stund­ar­inn­ar.

„Ég get ekki sagt að at­hafn­ir Sam­herja hafi komið al­veg á óvart. Starfs­um­hverfi út­gerða og um­gerð fjár­málaviðskipta hér­lend­is er með þeim hætti að ólík­legt hefði verið að eng­inn færi yfir laga­leg og siðleg mörk í gróðasókn sinni. Vís­bend­ing­ar síðustu miss­era um viðskipti tengdra fé­laga vítt um lönd hafa vakið spurn­ing­ar sem ekki hef­ur verið svarað fyrr en nú. Þar sem reyk­ur er þar er líka eld­ur stend­ur ein­hvern staðar. Það sem kom á óvart var hve upp­lýs­ing­ar Kveiks og Stund­ar­inn­ar eru um­fangs­mikl­ar og af­hjúp­andi um þá marg­brotnu og skipu­lögðu leyn­i­starf­semi sem fram fór,“ skrif­ar Indriði. 

„At­hygl­in hef­ur eðli­lega beinst að meint­um mút­um sem, ef sann­ar reyn­ast, eru refsi­vert laga­brot. En málið af­hjúp­ar margt annað sem ekki má líta fram hjá. Það gef­ur í fyrsta lagi slá­andi mynd af því arðráni sem viðgengst í þró­un­ar­lönd­un­um. Í öðru lagi sýn­ir málið brest í viðskiptasiðferði og op­in­ber­ar tvö­falt siðferði gagn­vart fá­tæk­um þró­un­ar­lönd­um. Í þriðja lagi birt­ist í því aðhald­leysi eft­ir­litsaðila. Í fjórða lagi af­hjúp­ar það varn­an­ar­leysi gagn­vart pen­ingaþvætti og skattsvik­um og síðast en ekki síst er það enn eitt dæmi um eitraðan kokkteil valds og viðskipta hér­lend­is sem er­lend­is. Þessi atriði mega ekki gleym­ast í hita leiks­ins,“ seg­ir enn frem­ur í pistl­in­um.

Hann fjall­ar um gráa lista FAFT sem Ísland var sett á ný­verið. „Féll það í grýtt­an jarðveg hér á landi og töldu stjórn­völd þá ráðstöf­un ómak­lega. Sam­herja­málið sýn­ir hins veg­ar að öll skil­yrði til pen­ingaþvætt­is eru fyr­ir hendi og vek­ur þá spurn­ingu hvort FAFT hafi ein­fald­lega verið bet­ur upp­lýst um raun­veru­legt ástand í þess­um mál­um en ís­lensk stjórn­völd. Það er göm­ul saga og ný að ís­lensk stjórn­völd hafa ætíð dregið lapp­irn­ar oft­ast vegna þrýst­ings frá „hags­munaaðilum“ þegar að aðgerðum gegn skattsvik­um og pen­ingaþvætti hef­ur komið.

Því verður ekki á móti mælt með rök­um að hér á landi er mikið ógagn­sæi í starf­semi fyr­ir­tækja einkum þeirra sem jafn­framt eru með starf­semi, raun­veru­lega eða til mála­mynda, í er­lendri lög­sögu. Skrán­ing er­lendra fé­laga í eigu ís­lenskra aðila er í mol­um, skrán­ing raun­veru­legra eig­enda og stjórn­enda sömu­leiðis og árs­reikn­ing­ar eru ófull­komn­ir og oft óaðgengi­leg­ir þótt um sé að ræða stór­fyr­ir­tæki sem sýsla með auðlind­ir þjóðar­inn­ar,“ seg­ir enn frem­ur en pist­il­inn er hægt að lesa í heild hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.4.25 561,01 kr/kg
Þorskur, slægður 2.4.25 717,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.4.25 443,42 kr/kg
Ýsa, slægð 2.4.25 373,91 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.4.25 231,48 kr/kg
Ufsi, slægður 2.4.25 263,79 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 2.4.25 227,75 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.4.25 Hlökk ST 66 Grásleppunet
Grásleppa 4.645 kg
Þorskur 2.644 kg
Rauðmagi 47 kg
Skarkoli 31 kg
Þykkvalúra 2 kg
Samtals 7.369 kg
2.4.25 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 181 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 182 kg
2.4.25 Auður HU 94 Grásleppunet
Grásleppa 1.378 kg
Þorskur 86 kg
Rauðmagi 27 kg
Skarkoli 1 kg
Sandkoli 1 kg
Samtals 1.493 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.4.25 561,01 kr/kg
Þorskur, slægður 2.4.25 717,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.4.25 443,42 kr/kg
Ýsa, slægð 2.4.25 373,91 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.4.25 231,48 kr/kg
Ufsi, slægður 2.4.25 263,79 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 2.4.25 227,75 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.4.25 Hlökk ST 66 Grásleppunet
Grásleppa 4.645 kg
Þorskur 2.644 kg
Rauðmagi 47 kg
Skarkoli 31 kg
Þykkvalúra 2 kg
Samtals 7.369 kg
2.4.25 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 181 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 182 kg
2.4.25 Auður HU 94 Grásleppunet
Grásleppa 1.378 kg
Þorskur 86 kg
Rauðmagi 27 kg
Skarkoli 1 kg
Sandkoli 1 kg
Samtals 1.493 kg

Skoða allar landanir »