Skipstjórinn í farbanni í Namibíu

Björgólfur Jóhannsson.
Björgólfur Jóhannsson. mbl.is/​Hari

Íslenski skipstjórinn sem var handtekinn í Namibíu grunaður um ólöglegar veiðar undan ströndum landsins situr ekki í varðhaldi. Hann má aftur á móti ekki fara úr landi fyrr en mál hans hefur verið leyst gagnvart namibískum yfirvöldum.

Þetta segir Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, og bætir við að málið sé „allt undir „control““. „Þetta eru ásakanir sem voru ekki að gerast í gær eða fyrradag en hann er ekki í varðhaldi eða neinu slíku.“

Ásakanir namibískra yfirvalda snúast um að hann hafi farið á skipi sínu, Heineste, yfir línu en áhöld eru uppi um það, að sögn Björgólfs.

Skipið er í eigu dótturfélags Samherja í Namibíu. Spurður út í deili á hinum skipstjóranum sem var handtekinn segir Björgólfur hann ekki vera á þeirra vegum.

„Ég reikna með því að þegar þetta mál er búið leysi hann frá skjóðunni,“ segir hann um Arngrím Brynjólfsson, en sjálfur hefur hann ekki rætt við skipstjórann.

„Eins og gerist þegar þú ert tekinn á Íslandsmiðum þurfa menn að verja sig og það er ekkert víst að skipstjórarnir séu alltaf sammála þeirri túlkun sem kemur fram,“ bætir hann við og tekur fram að lögfræðingar á vegum Samherja annist málið. „Hann er í góðu yfirlæti, það er vel hugsað um hann.“

Skipstjórarnir látnir lausir gegn tryggingu

Lögregluyfirvöld í Namibíu hafa gefið fjölmiðlum þar í landi stutta yfirlýsingu vegna málsins, sem mbl.is hefur fengið senda frá þarlendum blaðamanni hjá fjölmiðlinum Namibian.

Samkvæmt upplýsingum sem blaðamenn fengu frá lögreglu segir að Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri á Heinaste, og Iurri Festison, rússneskur skipstjóri á skipinu Venus, hafi verið handteknir á þriðjudag fyrir að hafa brotið gegn lögum um veiðar við strendur landsins, sem kveða á um að ekki sé heimilt að veiða á grynningum, innan við 200 metra frá ströndinni.

Þeir voru ákærðir hvor í sínu lagi og komu fyrir dómara í gær, áður en þeim var sleppt gegn tryggingafé sem nam 100.000 namibískum dollurum, jafnvirði rúmlega 830.000 íslenskra króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 629,30 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 415,51 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 287,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 279,87 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,68 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Steinbítur 8.204 kg
Þorskur 4.428 kg
Skarkoli 4.215 kg
Karfi 2.194 kg
Ýsa 1.184 kg
Þykkvalúra 889 kg
Samtals 21.114 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 629,30 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 415,51 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 287,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 279,87 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,68 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Steinbítur 8.204 kg
Þorskur 4.428 kg
Skarkoli 4.215 kg
Karfi 2.194 kg
Ýsa 1.184 kg
Þykkvalúra 889 kg
Samtals 21.114 kg

Skoða allar landanir »