Samkvæmt gögnum sem ViðskiptaMogginn hefur undir höndum hafa þeir Höskuldur Þór Þórhallsson, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, og Guðmundur Örn Guðjónsson, starfsmaður Samherja í Afríku til 14 ára, leitað fjárfesta vegna áforma um að kaupa verksmiðjutogara með frystigetu fyrir allt að 150 tonn á dag fyrir 12 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 1,5 milljarða íslenskra króna.
Fyrirhuguð kaup átti að gera á þessu ári með það fyrir sjónum að hefja veiðar á brynstirtlu, einnig þekkt sem hrossamakríl, við strendur Máritaníu í Vestur-Afríku í nóvember þessa árs. Áformunum er meðal annars lýst í áætlun um rekstur félags sem ekki hefur verið stofnað og á að bera heitið North Seafood ehf.
Höskuldur kveðst ekki geta tjáð sig um málið þar sem hann sé lögmaður og bundinn trúnaði. Guðmundur Örn segist ekkert kannast við málið, en það stangast á við frásagnir þeirra sem ViðskiptaMogginn hefur rætt við.
Áætlunin nær til ársins 2027 og á þeim tíma eiga fjárfestar að fá greitt 32% af öllum arði úr félaginu. Ekki liggur fyrir hvort þeir Höskuldur og Guðmundur myndu fá þau 68% sem eftir standa, en það myndu vera um 7 milljarðar króna.
Er leitað var til Höskuldar til þess að afla upplýsinga um verkefnið sagði hann: „Ég er lögmaður og tek að mér alls kyns verkefni, en ég er bundinn trúnaði.“
Nánar er fjallað um málið í ViðskiptaMogganum í dag.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 23.1.25 | 594,52 kr/kg |
Þorskur, slægður | 23.1.25 | 721,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 23.1.25 | 471,08 kr/kg |
Ýsa, slægð | 23.1.25 | 398,51 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 23.1.25 | 195,61 kr/kg |
Ufsi, slægður | 23.1.25 | 276,83 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 23.1.25 | 311,11 kr/kg |
23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Þorskur | 344 kg |
Ýsa | 48 kg |
Steinbítur | 25 kg |
Langa | 15 kg |
Samtals | 432 kg |
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 3.941 kg |
Ýsa | 673 kg |
Hlýri | 295 kg |
Karfi | 97 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Samtals | 5.021 kg |
23.1.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 2.215 kg |
Þorskur | 1.741 kg |
Steinbítur | 540 kg |
Sandkoli | 350 kg |
Ýsa | 144 kg |
Grásleppa | 63 kg |
Samtals | 5.053 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 23.1.25 | 594,52 kr/kg |
Þorskur, slægður | 23.1.25 | 721,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 23.1.25 | 471,08 kr/kg |
Ýsa, slægð | 23.1.25 | 398,51 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 23.1.25 | 195,61 kr/kg |
Ufsi, slægður | 23.1.25 | 276,83 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 23.1.25 | 311,11 kr/kg |
23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Þorskur | 344 kg |
Ýsa | 48 kg |
Steinbítur | 25 kg |
Langa | 15 kg |
Samtals | 432 kg |
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 3.941 kg |
Ýsa | 673 kg |
Hlýri | 295 kg |
Karfi | 97 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Samtals | 5.021 kg |
23.1.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 2.215 kg |
Þorskur | 1.741 kg |
Steinbítur | 540 kg |
Sandkoli | 350 kg |
Ýsa | 144 kg |
Grásleppa | 63 kg |
Samtals | 5.053 kg |