Efnt verður til sérstakrar vinnu í atvinnuvegaráðuneytinu vegna verðmunar á afla í sjávarútvegi. „Ég vænti að ég geti kynnt fljótlega á næsta ári með hvaða hætti við ætlum að standa að því verki en það er komið í ákveðið ferli og þar er miðað við að það verði óháð rannsókn sem leiði í ljós einhverjar skýringar á þeim verðmun sem hefur verið í umræðunni á Íslandi.“
Þetta kom fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Loga Einarssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.
Tilefni fyrirspurnar Loga var Samherjamálið svokallaða og velti Logi því fyrir sér hvort einhver brögð væru í tafli í íslenskum sjávarútvegi. Nefndi hann þar m.a. óútskýrða milliverðlagningu og mun á verðmæti einstakra tegunda eftir því hvort þær væru seldar hérlendis eða í nágrannalöndunum.
„Verð á makríl í Noregi árið 2018 var til að mynda 300% hærra en á Íslandi. Mikilvægt er að rannsaka málið því að ef fótur er fyrir þessu er verið að hafa fé af sjómönnum, af sveitarfélögum og af ríkinu. Þetta er því nauðsynlegt bæði fyrir almenning en ekki síður útgerðarfyrirtækin sjálf,“ sagði Logi.
Kristján Þór sagðist geta tekið undir þær athugasemdir sem komið hefðu fram um nauðsyn þess að gera á þessu hlutlæga athugun.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 23.1.25 | 594,64 kr/kg |
Þorskur, slægður | 23.1.25 | 721,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 23.1.25 | 472,40 kr/kg |
Ýsa, slægð | 23.1.25 | 398,51 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 23.1.25 | 196,44 kr/kg |
Ufsi, slægður | 23.1.25 | 276,83 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 23.1.25 | 312,01 kr/kg |
23.1.25 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Ýsa | 1.674 kg |
Þorskur | 617 kg |
Keila | 236 kg |
Hlýri | 148 kg |
Karfi | 81 kg |
Samtals | 2.756 kg |
23.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Ýsa | 476 kg |
Þorskur | 40 kg |
Karfi | 27 kg |
Steinbítur | 22 kg |
Hlýri | 16 kg |
Langa | 11 kg |
Keila | 3 kg |
Samtals | 595 kg |
23.1.25 Von HU 170 Þorskfisknet | |
---|---|
Ufsi | 2.738 kg |
Þorskur | 401 kg |
Samtals | 3.139 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 23.1.25 | 594,64 kr/kg |
Þorskur, slægður | 23.1.25 | 721,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 23.1.25 | 472,40 kr/kg |
Ýsa, slægð | 23.1.25 | 398,51 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 23.1.25 | 196,44 kr/kg |
Ufsi, slægður | 23.1.25 | 276,83 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 23.1.25 | 312,01 kr/kg |
23.1.25 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Ýsa | 1.674 kg |
Þorskur | 617 kg |
Keila | 236 kg |
Hlýri | 148 kg |
Karfi | 81 kg |
Samtals | 2.756 kg |
23.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Ýsa | 476 kg |
Þorskur | 40 kg |
Karfi | 27 kg |
Steinbítur | 22 kg |
Hlýri | 16 kg |
Langa | 11 kg |
Keila | 3 kg |
Samtals | 595 kg |
23.1.25 Von HU 170 Þorskfisknet | |
---|---|
Ufsi | 2.738 kg |
Þorskur | 401 kg |
Samtals | 3.139 kg |