Þurfa að vera heiðarleg í markaðsstarfinu

Eiríkur Már Guðleifsson, ráðgjafi hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu, segir það …
Eiríkur Már Guðleifsson, ráðgjafi hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu, segir það verða æ brýnna fyrir bæði stök fyrirtæki og fyrir greinina alla að huga vel að vörumerkjum sínum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Marg­ir telja stór tæki­færi fólg­in í því að bæta markaðssetn­ingu ís­lenskra sjáv­ar­af­urða og skapa þeim þannig meiri sér­stöðu á er­lend­um mörkuðum. Ei­rík­ur Már Guðleifs­son, ráðgjafi hjá aug­lýs­inga­stof­unni Hvíta hús­inu, seg­ir það verða æ brýnna fyr­ir bæði stök fyr­ir­tæki og fyr­ir grein­ina alla að huga vel að vörumerkj­um sín­um og fyr­ir hvað þau standa því neyt­end­ur geri æ rík­ari kröf­ur til selj­enda og leiti í vör­ur sem þeir geti treyst að full­nægi ekki aðeins kröf­um um gæði og heil­næmi held­ur líka ósk­um þeirra um t.d. já­kvæð áhrif á sam­fé­lag og um­hverfi.

Ei­rík­ur fjallaði um þetta í er­indi sem hann flutti á sjáv­ar­út­vegs­ráðstefn­unni í nóv­em­ber síðastliðnum og seg­ir hann að þegar litið sé yfir sviðið megi sjá að víða hafi verið unnið gott starf við að skapa sterk vörumerki í kring­um ís­lensk­ar sjáv­ar­af­urðir, þó einkum í viðskipt­um á milli fyr­ir­tækja (e. b2b). Þá hafa sum­ir fram­leiðend­ur náð góðum ár­angri með metnaðarfull­um verk­efn­um sem beint er að neyt­end­um. „Mörg ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki búa að sterk­um vörumerkj­um en vert er að huga að því hvernig má gera enn bet­ur, s.s. þegar kem­ur að því að skilja þarf­ir neyt­enda og reyna að svara þeim sem best,“ út­skýr­ir Ei­rík­ur.

Morg­un­blaðið/​Al­fons

Bæt­ir hann við að reikna megi með að það muni hafa sí­fellt meira vægi í vali milliliða eins og heild­sala og stór­markaða að selj­end­ur sjáv­ar­af­urða hafi öðlast já­kvæða sér­stöðu í hug­um neyt­enda: „Neyt­and­inn vill ekki bara fisk á hag­stæðu verði, held­ur ger­ir hann kröfu um að sjáv­ar­fangið komi úr hrein­um sjó og sé veitt með ábyrg­um hætti. Hann vill að fram­leiðend­ur standi fyr­ir meira en bara mat­væla­fram­leiðslu.“

Saga sem neyt­end­ur vilja heyra

Ei­rík­ur bend­ir á hvernig ís­lensk­ir fram­leiðend­ur hafa nú þegar, þökk sé þrot­lausu starfi og lang­tíma-upp­bygg­ingu, náð að skapa vör­um sín­um sterkt orðspor á er­lend­um mörkuðum fyr­ir sjáv­ar­af­urðir svo að marg­ir kaup­end­ur taka ís­lensk­an fisk fram yfir fisk frá öðrum þjóðum enda geti þeir treyst á gæði vör­unn­ar og stöðugt fram­boð. Hann seg­ir ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg líka hafa góða sögu að segja neyt­end­um og víða séu höfð að leiðarljósi já­kvæð gildi sem hægt sé að hampa.

Ef það tak­ist að koma þess­um sög­um á fram­færi við neyt­end­ur og tengja þau við vörumerki til­tek­inna fyr­ir­tækja, eða við ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg í heild sinni, megi reikna með að það veiti ís­lensk­um sjáv­ar­af­urðum aukið sam­keppn­is­for­skot og skapi grund­völl fyr­ir hærra verði. „Það blas­ir við að sjáv­ar­út­veg­ur­inn er ein mik­il­væg­asta at­vinnu­grein lands­ins og ef það tekst að auka verðmæti ís­lensks fisks með þess­um hætti mun það hafa veru­leg áhrif á þjóðar­hag,“ seg­ir Ei­rík­ur.

En hvernig ætti að standa að vörumerkjaþróun og markaðsstarfi sjáv­ar­út­vegs­ins? Ei­rík­ur seg­ir marg­ar leiðir fær­ar en miklu skipti að fyr­ir­tæk­in og grein­in öll séu heiðarleg. „Það á við um markaðsstarf sjáv­ar­út­vegs­ins líkt og um markaðsstarf allra annarra greina að sú saga sem fyr­ir­tæk­in vilja segja þarf að vera sönn. Ef fyr­ir­tæki eru ekki „þau sjálf“ í markaðsefni sínu kem­ur sann­leik­ur­inn fljótt í ljós enda búum við í sítengd­um heimi þar sem eng­inn get­ur falið sig. Ef fyr­ir­tæki seg­ist gera eitt en ger­ir svo annað þá vita það all­ir á ör­skot­stundu og það get­ur gert út af við vörumerkið,“ út­skýr­ir hann en legg­ur jafn­framt á það áherslu að fyr­ir­tæki komi til dyr­anna eins og þau eru klædd.

„Þau þurfa að vera trú­verðug og stund­um þarf að leggj­ast í smá sjálf­skoðun til að finna sann­leik­ann, frek­ar en að byggja markaðsmá­l­in á grunn­um og sjálf­miðuðum full­yrðing­um um vör­una eða rekst­ur­inn.“

Gull­mol­arn­ir koma fljótt í ljós

Ef þeir les­end­ur sem starfa í sjáv­ar­út­vegi eru, þegar hér er komið sögu, farn­ir að ótt­ast að það sem Ei­rík­ur legg­ur til muni kosta bæði mikla vinnu og pen­inga, þá seg­ir hann hægt að hug­hreysta ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg með því að víðast hvar hafi verið lagður vandaður grunn­ur til að byggja á og ekki sé erfitt fyr­ir vant markaðsfólk að koma auga á góðar sög­ur til að segja. „Þegar við setj­umst niður með þeim sem leiða þessi fyr­ir­tæki og biðjum þau að segja okk­ur frá rekstr­in­um kem­ur strax í ljós hvað fólkið í grein­inni vinn­ur af mik­illi ástríðu og metnaði, og þau bera á borð enda­laus­an flaum gull­mola fyr­ir okk­ur að vinna með. Það þarf bara að setja frá­sögn­ina í aðeins betri bún­ing og láta hana tala bet­ur í gegn­um markaðsefnið.“

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 348,92 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.25 Gestur SH 187 Handfæri
Ufsi 123 kg
Samtals 123 kg
28.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Ýsa 3.137 kg
Þorskur 2.648 kg
Langa 1.247 kg
Ufsi 138 kg
Keila 115 kg
Steinbítur 54 kg
Karfi 47 kg
Samtals 7.386 kg
28.3.25 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 844 kg
Ufsi 130 kg
Samtals 974 kg
28.3.25 Neisti HU 5 Þorskfisknet
Grásleppa 26 kg
Samtals 26 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 348,92 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.25 Gestur SH 187 Handfæri
Ufsi 123 kg
Samtals 123 kg
28.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Ýsa 3.137 kg
Þorskur 2.648 kg
Langa 1.247 kg
Ufsi 138 kg
Keila 115 kg
Steinbítur 54 kg
Karfi 47 kg
Samtals 7.386 kg
28.3.25 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 844 kg
Ufsi 130 kg
Samtals 974 kg
28.3.25 Neisti HU 5 Þorskfisknet
Grásleppa 26 kg
Samtals 26 kg

Skoða allar landanir »