Áfram unnið að því að hætta starfsemi í Namibíu

Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja.
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja. mbl.is/​Hari

Samherji mun alfarið hætta starfsemi í Namibíu á næstunni, en unnið er að því þessi misserin. Af þeim þremur skipum sem félagið á og hafa verið starfrækt við strönd Namibíu eru tvö þegar farin í burtu og unnið er að því að finna lausnir með þriðja skipið í samráði við namibísk stjórnvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu fyrirtækisins í dag.

Greint var frá því að togararnir tveir, Geysir og Saga, væru farnir frá Namibíu í þessari og síðustu viku. Saga fór í slipp til Las Palmas en Geysir var sendur á veiðar í Máritaníu. Greint var frá því í namibískum miðlum að á þriðja hundrað sjómenn á togurunum séu nú í óvissu vegna málsins.

Haft er eftir Björgólfi Jóhannssyni, starfandi forstjóra Samherja, í tilkynningunni að félagið hafi fundað með þeim sjómönnum sem eiga í hlut og fulltrúum stéttarfélaga þeirra og muni Samherji leitast við að veita eins mörgum þeirra áframhaldandi vinnu og mögulegt er. Líklegast er að það muni tengjast Heinaste, þriðja togara fyrirtækisins, en hann er enn við Namibíu. „Áður en Samherjasamstæðan mun alfarið hætta starfsemi í Namibíu munu dótturfyrirtæki samstæðunnar í landinu uppfylla allar skyldur gagnvart skipverjum sem hafa unnið fyrir þessi fyrirtæki,“ segir þar.

Segir í tilkynningunni að unnið sé með stjórnvöldum að því að finna viðeigandi lausn í því máli, að minnsta kosti tímabundið með leigu verksmiðjutogarans til namibískra aðila sem stunda útgerð í landinu.

Í gær var Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heinaste, dæmdur til að greiða átta milljónir króna í sekt eftir að hafa verið fundinn sekur um ólöglegar veiðar í nóvember. „Það er mjög ánægjulegt að mál vegna skipsins Heinaste og skipstjóra þess var leitt til lykta fyrir dómi í Namibíu á miðvikudag. Þetta skapar ný tækifæri í rekstri skipsins og við viljum að þau verði nýtt í Namibíu,“ er haft eftir Björgólfi í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 538,11 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,10 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 538,11 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,10 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »