Segir búið að flæma einstaklinga úr greininni

Hermann Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur, segir útgerðum með smærri báta hafi …
Hermann Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur, segir útgerðum með smærri báta hafi verið gert erfitt fyrir með veiðigjöldum þar sem fyrirtækin í krókaaflamarkskerfinu geta ekki hagrætt. mbl.is/RAX

Stakkavík í Grindavík hefur dregið saman seglin, minnkað skuldir og passað að offjárfesta ekki í búnaði, að sögn Hermanns Ólafssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins.

Hermann segir að unnið hafi verið að því að aðlaga reksturinn breyttu rekstrarumhverfi eftir að framboð á mörkuðum fór að minnka og verð að hækka. „Við sáum bara fram á það að sitja hérna fisklausir og með allt fólkið. Það bara gengur ekki til lengdar og við urðum að bregðast við.“

Stakkavík hefur ekki sóst eftir frekari aflaheimildum til þess að auka aðgengi að hráefni, heldur hafi verið lögð áhersla á fullnýtingu afurðarinnar, að sögn framkvæmdastjórans enda þykir honum mikilvægt að reksturinn beri sem minnstar skuldir og sé efnahagslega sjálfbær. „Við höfum verið með þurrkverksmiðju þar sem við þurrkum hausa og bein. Við höfum aðeins hallað okkur á þá hliðina og aukið í þar. Það fyllir í dauða tíma og þetta passar vel saman.“

„Við vorum áður fyrr að kaupa um 50% af hráefninu af markaði, en nú er verðið orðið þannig að við höfum ekki bolmagn til þess að kaupa á þessu verði. Ég veit ekki hvort það tengist því að menn eru farnir að flytja óunnið út, en við verðum þá bara að treysta á okkar báta. Við höfum minnkað aðeins framleiðsluna og höfum aðeins fækkað fólki. Við verðum bara að sníða okkur stakk eftir vexti. En okkur vantar þessi 50% sem við keyptum á markaði. Við erum að kaupa um 5% núna. Svo eru svo fáir einstaklingar eftir í útgerð að það minnkar sífellt það magn sem kemur á markaðinn.“

Veiðigjöldin sliga smærri aðila

Hermann segir að búið sé að flæma einstaklinga úr greininni og að kvótinn færist á færri hendur. „Þær hendur sem eignast kvóta í dag láta ekki neitt frá sér. Það er ástæðan fyrir því að það fæst svo lítið á markaði. Af einhverjum ástæðum hafa þessir einstaklingar gefist upp og selt.“

Framkvæmdastjórinn bendir jafnframt á að það hafi verið vond tíð fyrir sjósókn í lengri tíma sem einnig dragi úr framboði á mörkuðum. „Það hafa verið brælur í allt haust. Í desember voru bara tveir róðrardagar á litlu bátunum, en við höfum kannski verið heppin með veður undanfarin ár. Þegar ég byrjaði til sjós var bræla janúar, febrúar og fram í mars. Það er ekkert gefið að það sé gott veður.“

Óli á Stað, einn krókabáta Stakkavíkur.
Óli á Stað, einn krókabáta Stakkavíkur. Sigurður Bogi Sævarsson

Spurður hvaða skýring sé að baki því að einstaklingum hafi fækkað svarar framkvæmdastjórinn: „Veiðileyfagjöldin höfðu gríðarleg áhrif í smábátakerfinu. Í krókakerfinu megum við aðeins veiða á króka en í stærra kerfinu má nota öll veiðarfæri, þannig að í krókakerfinu gátum við ekki hagrætt neitt vegna þessara takmarkanna. Það er dýrt að veiða á línu, beita og annað er dýrt. Þannig að í raun hafa menn verið að borga allt of há gjöld miðað við það að menn voru ekki með frjálsræði í veiðum. Það hefði hjálpað mörgum ef þeir gætu til dæmis farið á net og tekið hluta af kvótanum þannig.“

Hátt verð komið til að vera

En það er fleira en veiðigjöld sem hafa truflað rekstur þeirra sem gera út línubáta að sögn Hermanns og vísar hann til mikillar skerðingu á ýsukvóta, en ýsan er óhjákvæmilegur fylgifiskur þegar línuveiðar eru stundaðar og verða bátarnir því að hafa nægilegan ýsukvóta ef þeir á annað borð ætla að veiða á línu. „Það er bara ýsa úti um allt. Kvótinn var aukinn og svo skertur aftur, þessi skerðing átti greinilega ekkert rétt á sér. Menn eru að veiða miklu meira af ýsu, þrátt fyrir að þeir séu að reyna að forðast hana. Hún er óverjandi. Það eru allir að reyna að sneiða hjá henni, en menn eru að fá allt of mikið af henni og eru í vandræðum.“

Verð á fiskmörkuðum hefur hækkað mikið undanfarin misseri, sérstaklega á þorski. Inntur álits á verðþróuninni segir Hermann verðið hafa lækkað eitthvað undanfarna daga, en að verð muni alltaf verða mjög hátt á fiskmörkuðum. „Ég held að það sé komið til að vera vegna þess að það eru svo fáir á markaðnum. Svo hafa þeir sem kaupa og flytja fisk óunninn út verið nokkuð brattir,“ staðhæfir framkvæmdastjórinn.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Afleiðingar eldgoss

Spurður hvort hann hafi áhyggjur af aukinni skjálftavirkni og kvikusöfnun í grennd við Grindavík, kveðst hann hafa blendnar tilfinningar, enda hafi hann verið kokhraustur þar til hann upplifði að miðpunktur stórs skjálfta var nánast undir heimili hans. Hermann segir engar sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar hjá fyrirtækinu vegna mögulegs eldgoss, en ef þyrfti að rýma bæinn gerir hann ráð fyrir að bátunum yrði siglt í aðrar hafnir. „Auðvitað getur orðið eldgos sem hefði áhrif á vatn og rafmagn í bænum, ef þetta myndi gerast þá lamast allt í Grindavík. Auðvitað halda menn bara áfram að veiða kvótann og selja á markað eða finna eitthvað að gera við fiskinn. Þá yrði allavega nóg á markaðnum og verð myndi lækka, það er alveg ljóst enda engar smá útgerðir í þessum bæ,“ segir hann og hlær.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »