Þorsteinn Már kemur aftur til starfa

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Stjórn Samherja ákvað í dag að Þorsteinn Már Baldvinsson snúi aftur til starfa og verði forstjóri við hlið Björgólfs Jóhannssonar sem gegnir forstjórastarfi sínu áfram þar til annað verður ákveðið. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 

Eins og fram hefur komið ákvað Þorsteinn Már í nóvember sl. að stíga tímabundið til hliðar sem forstjóri á meðan fram færi rannsókn á starfsemi dótturfélaga Samherja í Namibíu.

„Rannsóknin, sem er vel á veg komin, heyrir undir stjórn Samherja og er í höndum norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein. Stjórn Samherja fól Björgólfi Jóhannssyni að veita Wikborg Rein alla mögulega aðstoð í krafti stöðu sinnar sem starfandi forstjóri Samherja.

Af alkunnum ástæðum glíma þjóðir heims nú við aðstæður sem eru án hliðstæðu. Hér á landi loka fyrirtæki eða draga úr starfsemi, starfsfólk er án atvinnu og stjórnvöld grípa til stórtækari björgunaraðgerða en dæmi eru um. Fæðuöflun, matvælaframleiðsla, veiðar og vinnsla sjávarfangs munu skipta sköpum í núverandi ástandi,“ segir félagið í tilkynningunni. 

Þorsteinn leiði aðgerðir vegna Covid-19

„Þorsteinn Már Baldvinsson fær það verkefni að leiða aðgerðir Samherja vegna þeirra fáheyrðu aðstæðna sem eru uppi vegna útbreiðslu Covid-19. Stjórn Samherja telur að sterk forysta með ítarlega þekkingu á mannauði, veiðum, vinnslu, sölu, flutningum og öllum öðrum rekstri samstæðunnar muni skipta sköpum í þeim aðgerðum sem ráðast þarf í. Þorsteinn Már hefur áður stýrt Samherja í gegnum íslenska bankahrunið og alþjóðlegu fjármálakreppuna með framúrskarandi árangri. Stjórn Samherja telur því að enginn sé betur í stakk búinn að takast á við núverandi aðstæður,“ segir Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnarformaður Samherja, í tilkynningunni. 

Tekið er fram að rannsókn á starfseminni í Namibíu muni halda áfram óháð breytingum á yfirstjórn samstæðunnar. Wikborg Rein muni áfram heyra beint undir stjórn Samherja og Björgólfur Jóhannsson muni áfram veita lögmannsstofunni allar þær upplýsingar og þá aðstoð sem hún þarf.

Enn stefnt að því að ljúka rannsókninni í vor

„Þótt reikna megi með töfum á rannsókninni vegna þeirrar fáheyrðu stöðu sem er uppi er enn stefnt að því að ljúka henni í vor. Verða niðurstöðurnar kynntar fyrir stjórn Samherja og þar til bærum stjórnvöldum strax í kjölfarið.

Eins og greint var frá hinn 17. janúar hyggst Samherji innleiða sérstakt kerfi fyrir stjórnarhætti og regluvörslu. Nýja kerfið verður hluti af stjórnun Samherja samstæðunnar og mun ná til Samherja og allra dótturfélaga. Sem forstjóri við hlið Þorsteins Más mun Björgólfur Jóhannsson áfram stýra innleiðingu kerfisins. Vinnu vegna þess miðar vel og er búist við að henni ljúki síðar á þessu ári.

Um þessar mundir kappkostar Samherji að halda skipum sínum til veiða. Þá mun framleiðsla í fiskvinnsluhúsum á Dalvík og Akureyri halda áfram að því marki sem sóttvarnareglur heimila. Reynt hefur verið eftir fremsta megni að halda öllum söluleiðum opnum, bæði hér á landi og erlendis. Allt starfsfólk Samherja hefur á sinn einstaka hátt tekið þátt í miklum breytingum, óþægindum og álagi sem þessu fylgir með því staðfasta markmiði að sem minnst tjón verði fyrir samfélagið,“ segir Samherji enn fremur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.11.24 547,55 kr/kg
Þorskur, slægður 24.11.24 642,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.11.24 374,21 kr/kg
Ýsa, slægð 24.11.24 408,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.11.24 149,57 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 24.11.24 393,12 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.305 kg
Þorskur 904 kg
Keila 95 kg
Hlýri 57 kg
Ufsi 17 kg
Karfi 7 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.388 kg
23.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 5.110 kg
Þorskur 3.886 kg
Langa 62 kg
Steinbítur 50 kg
Karfi 22 kg
Keila 13 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 9.145 kg
23.11.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.191 kg
Ýsa 90 kg
Keila 88 kg
Hlýri 51 kg
Karfi 33 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.457 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.11.24 547,55 kr/kg
Þorskur, slægður 24.11.24 642,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.11.24 374,21 kr/kg
Ýsa, slægð 24.11.24 408,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.11.24 149,57 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 24.11.24 393,12 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.305 kg
Þorskur 904 kg
Keila 95 kg
Hlýri 57 kg
Ufsi 17 kg
Karfi 7 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.388 kg
23.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 5.110 kg
Þorskur 3.886 kg
Langa 62 kg
Steinbítur 50 kg
Karfi 22 kg
Keila 13 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 9.145 kg
23.11.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.191 kg
Ýsa 90 kg
Keila 88 kg
Hlýri 51 kg
Karfi 33 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.457 kg

Skoða allar landanir »