Flutningaskip Samherja um Magellansund

Harengus, annað flutningaskipa Samherja, mun flytja fjögur þúsund tonn af …
Harengus, annað flutningaskipa Samherja, mun flytja fjögur þúsund tonn af uppsjávarfiski milli Síle og Nígeríu. Ljósmynd/Samherji

Í tilefni þess að í ár eru liðin 500 ár frá því að portúgalski landkönnuðurinn Ferdinand Magellan sigldi í fyrsta sinn í gegnum sundið sem tengir Kyrrahaf og Atlantshaf í suðri, og síðar var kallað Magellansund, var ákveðið að mynda siglingu Harengus, annars flutningaskipa Samherja, í gegnum Magellansund á leið sinni vestur fyrir Suður-Ameríku.

Harengus er í leiguverkefnum hjá Green Sea í Belgíu og hefur lestað 4.000 tonn af uppsjávarfiski í San Vicente í Síle sem á að fara á markað í Nígeríu, að því er fram kemur á vef Samherja. Þar segir að lestun á farminum hafi „gengið vel og á Harengus að sigla til baka í gegnum Magellansund eftir nokkra daga. Sjóleiðin frá San Vicente til Nígeríu er nærri 6.400 mílur og mun siglingin taka um þrjár vikur“.

Flutningaskipið Harengus er útbúið frystilestum þar sem kössum er laushlaðið um borð. Uppsjávarfiskur er venjulega fluttur frá Suður-Ameríku í frystigámum, en vegna gámaskorts sem skapast hefur vegna kórónuveirufaraldursins var Harengus fengið í verkið.

Skipið var smíðað árið 1992 og er skráð í Færeyjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.11.24 570,75 kr/kg
Þorskur, slægður 12.11.24 583,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.11.24 361,40 kr/kg
Ýsa, slægð 12.11.24 377,14 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.11.24 304,09 kr/kg
Ufsi, slægður 12.11.24 317,50 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 12.11.24 352,61 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 147 kg
Keila 146 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 489 kg
12.11.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Þorskur 802 kg
Ýsa 537 kg
Skarkoli 260 kg
Sandkoli 45 kg
Samtals 1.644 kg
12.11.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 310 kg
Ýsa 170 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 6 kg
Samtals 521 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.11.24 570,75 kr/kg
Þorskur, slægður 12.11.24 583,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.11.24 361,40 kr/kg
Ýsa, slægð 12.11.24 377,14 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.11.24 304,09 kr/kg
Ufsi, slægður 12.11.24 317,50 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 12.11.24 352,61 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 147 kg
Keila 146 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 489 kg
12.11.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Þorskur 802 kg
Ýsa 537 kg
Skarkoli 260 kg
Sandkoli 45 kg
Samtals 1.644 kg
12.11.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 310 kg
Ýsa 170 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 6 kg
Samtals 521 kg

Skoða allar landanir »

Loka