Segir að ummælin hafi verið oftúlkuð

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, forstjóri Vinnslustöðvarinnar.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, forstjóri Vinnslustöðvarinnar. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að orð hans úr viðtali við Sprengisand á Bylgj­unni hafi verið oftúlkuð.

Í viðtal­inu var Sig­ur­geir spurður hvort hann færi sömu leið og fimm út­gerðarfé­lög, sem ákveðið hafa að draga til baka skaðabóta­kröfu sína á hend­ur rík­inu vegna út­hlut­un­ar mak­ríl­kvóta árin 2011-2014. Svaraði hann því neit­andi.

Sig­ur­geir seg­ir hins veg­ar að þar með sé ekki sagt að fé­lagið hafi tekið ákvörðun um að halda kröf­unni til streitu. „Stjórn­in [Vinnslu­stöðvar­inn­ar] fundaði á föstu­dag um málið. Menn ákváðu að gefa sér tíma í þetta enda ekk­ert sem hleyp­ur frá okk­ur,“ seg­ir Sig­ur­geir. Eitt eða tvö ár geti liðið þar til dóm­ur fell­ur, ef tek­in er ákvörðun um að halda því áfram.

Enn hafi sum­sé ekki verið tek­in ákvörðun um hvort Vinnslu­stöðin falli frá skaðabóta­kröfu á hend­ur rík­inu.

Hæstirétt­ur hef­ur þegar viður­kennt bóta­skyldu ís­lenska rík­is­ins vegna út­hlut­un­ar kvót­ans, sem ekki er tal­in hafa verið sam­kvæmt lög­um. Vinnslu­stöðin ger­ir kröfu um rúm­an millj­arð króna, sem hún seg­ir tjón sitt af lög­brot­inu, en það kem­ur í hlut dómskvaddra mats­manna að skera úr um tjónið.

Aðspurður seg­ir Sig­ur­geir að hann hafi skiln­ing á sjón­ar­miðum þeirra fimm út­gerða sem þegar hafa fellt niður skaðabóta­kröf­ur sín­ar. Sömu­leiðis skilji hann þá sem séu sár­ir og reiðir út í fé­lag hans vegna bóta­kröf­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 560,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 623,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 348,93 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,64 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 235,96 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Ýsa 3.137 kg
Þorskur 2.648 kg
Langa 1.247 kg
Ufsi 138 kg
Keila 115 kg
Steinbítur 54 kg
Karfi 47 kg
Samtals 7.386 kg
28.3.25 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 844 kg
Ufsi 130 kg
Samtals 974 kg
28.3.25 Neisti HU 5 Þorskfisknet
Grásleppa 26 kg
Samtals 26 kg
28.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 293 kg
Keila 68 kg
Þorskur 33 kg
Ýsa 29 kg
Hlýri 24 kg
Samtals 447 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 560,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 623,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 348,93 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,64 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 235,96 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Ýsa 3.137 kg
Þorskur 2.648 kg
Langa 1.247 kg
Ufsi 138 kg
Keila 115 kg
Steinbítur 54 kg
Karfi 47 kg
Samtals 7.386 kg
28.3.25 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 844 kg
Ufsi 130 kg
Samtals 974 kg
28.3.25 Neisti HU 5 Þorskfisknet
Grásleppa 26 kg
Samtals 26 kg
28.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 293 kg
Keila 68 kg
Þorskur 33 kg
Ýsa 29 kg
Hlýri 24 kg
Samtals 447 kg

Skoða allar landanir »

Loka