Styrkurinn í fiskveiðikerfinu

Ólafur Helgi Marteinsson framkvæmdastjóri Ramma og formaður Samtaka fyrirtækja í …
Ólafur Helgi Marteinsson framkvæmdastjóri Ramma og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi

„Forveri minn á stóli formanns vann mjög gott starf. Ég mun reyna að halda því starfi áfram og rísa undir minni ábyrgð, sem er að hlusta á sjónarmið félagsmanna og vinna að framgangi þeirra allra. Það á við um útgerð, vinnslu, sölu og fiskeldi,“ svarar Ólafur Helgi Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf., spurður hvort hann hafi einhverjar sérstakar áherslur sem hann muni vinna að sem formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, en hann var kjörinn nýr formaður samtakanna á aðalfundi þeirra í síðustu viku.

Alla tíð við sjávarútveg

„Það skiptir ekki máli hver á í hlut, enda bauð ég mig fram til að þjóna öllum í samtökunum. Ég held að aðalatriðið sé að reyna að gera hlutina vel og vanda sig í öllu sem maður tekur sér fyrir hendur. Það er að mínu viti eitt stærsta hagsmunamál samtaka í sjávarútvegi að sjávarauðlindin sé nýtt í sátt við umhverfi og virði hennar sé sem mest fyrir þjóðarhag. Það er eðlilegt að tekist sé á um hvernig því verði best fyrir komið. Í slíkri umræðu á megináhersla SFS að vera á upplýsandi og skýra miðlun upplýsinga,“ segir hann.

Hinn nýi formaður hefur verið framkvæmdastjóri Ramma frá árinu 1991 og kveðst hafa verið tengdur hafinu um langt skeið. „Ég hef alla tíð starfað við sjávarútveg og unnið þar flest störf til sjós og lands. Ég keypti minn fyrsta bát 1983 ásamt föður mínum og bróður. Það má segja að þá hafi teningunum verið kastað. Breytingarnar sem orðið hafa í sjávarútvegi frá því kvótakerfið var sett á eru gríðarlega miklar. Framþróunin á flestum sviðum er nánast ótrúleg. Það er auðvelt að heillast af atvinnugrein sem þessari,“ segir hann.

Mjótt á munum

Ólafur Helgi sigraði í formannskjörinu með naumindum er hann fékk 49,99% atkvæða, en Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., hlaut 49,05% atkvæða. Tók Ólafur Helgi því við embætti formanns af Jens Garðari Helgasyni sem gegnt hefur starfinu frá stofnun samtakanna árið 2014.

Um er að ræða sögulegan aðalfund fyrir þær sakir að þetta var í fyrsta sinn í sögu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem kosið var milli frambjóðenda. Einnig má geta þess að heldur sjaldgæft var að kosningar væru haldnar um formannsembættið hjá fyrirrennara samtakanna, LÍÚ.

Spurður hvort jöfn úrslit séu til marks um skort á samstöðu innan samtakanna, segir Ólafur Helgi svo ekki vera. „Nei, kosningin er ekki til marks um að það sé léleg samstaða innan samtakanna. Það er styrkur fyrir samtökin að menn bjóði sig fram í trúnaðarstörf, slíkt sýnir að menn láta sér annt um þau. Styrkur okkar er að geta rætt málin, kosið og komist að niðurstöðu og unnið út frá henni.“

Þegar litið er fram á við segir Ólafur Helgi ljóst hver helstu verkefni verða á næstunni enda hafa kjarasamningar sjómanna verið lausir frá því í desember. „Það sem blasir við núna er að viðræður við sjómenn um kjarasamning munu taka tíma á næstunni. Viðræður hafa legið aðeins í láginni vegna ástandsins á undanförnum vikum. En ég geri ekki ráð fyrir öðru en að menn fari að taka upp þráðinn á nýjan leik.“

Gera meira úr hverjum fiski

Það er óhætt að segja að veturinn sem nú er að baki hafi haft veruleg áhrif á íslenska hagkerfið og allar útflutningsgreinarnar að einhverju leyti. Fiskur hefur þó haldið áfram að vera fluttur á erlenda markaði þrátt fyrir að magn og umgjörð flutninganna kunni að hafa breyst.

„Það má kannski segja að veiðar, vinnsla og sala á fiski sé eitthvað sem við Íslendingar kunnum harla vel. Og okkur tekst að gera meira úr hverjum fiski en flestum öðrum þjóðum. Grundvöllurinn að sterkri stöðu okkar er það kerfi sem við höfum á veiðunum og það hefur komið berlega í ljós á undanförnum mánuðum,“ segir Ólafur Helgi.

Spurður hvernig sé best að hlúa að atvinnugreininni nú, svarar hann: „Besti stuðningurinn sem hægt er að biðja um í rekstri fyrirtækja er að fyrirsjáanleikinn sé tryggður. Það á ekki bara við um rekstur fyrirtækja í sjávarútvegi og fiskeldi, heldur í rekstri allra fyrirtækja. Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að 98% íslenskra sjávarafurða eru seld á erlendum mörkuðum. Þar er samkeppnin hörð um hylli viðskiptavina. Þess þarf því að gæta að rekstrarumhverfi sjávarútvegs hér á landi íþyngi ekki um of.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 591,17 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 338,94 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 263,82 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 274,10 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,78 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.684 kg
Ýsa 2.107 kg
Langa 53 kg
Samtals 9.844 kg
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 8.433 kg
Ýsa 689 kg
Steinbítur 209 kg
Karfi 58 kg
Langa 14 kg
Keila 9 kg
Sandkoli 2 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 9.415 kg
9.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 123 kg
Þorskur 118 kg
Langa 95 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 364 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 591,17 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 338,94 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 263,82 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 274,10 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,78 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.684 kg
Ýsa 2.107 kg
Langa 53 kg
Samtals 9.844 kg
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 8.433 kg
Ýsa 689 kg
Steinbítur 209 kg
Karfi 58 kg
Langa 14 kg
Keila 9 kg
Sandkoli 2 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 9.415 kg
9.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 123 kg
Þorskur 118 kg
Langa 95 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 364 kg

Skoða allar landanir »