Kafbátur Þjóðverja að Skarfabakka

Kafbáturinn sigldi inn Faxaflóa og kom til hafnar að Skarfabakka …
Kafbáturinn sigldi inn Faxaflóa og kom til hafnar að Skarfabakka í Sundahöfn í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það vakti töluverða athygli þegar þýski kafbáturinn U-36 kom til hafnar við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. Kafbáturinn mun taka þátt í NATO-æfingu sem fer fram við Íslandsstrendur 29. júní til 10. júlí.

U-36 er af nýjustu gerð kafbáta, af gerðinni 212 sem hönnuð er af Howaldtswerke-Deutsche Werft AG fyrir þýska og ítalska sjóherinn. Kafbátar af þessari gerð eru 57 metra langir og 6,8 metra að breidd og búast má við að það sé þröngt um áhöfnina.

Tíu slíkir kafbátar hafa verið framleiddir og er gert ráð fyrir að 16 bætist við á næstu árum. Ekki er um að ræða ódýr tæki og kostar hver bátur kostar á bilinu 280 til 560 milljónir evra eftir því hvernig hann er búinn, jafnvirði 44 til 88 milljarða íslenskra króna.

U-36 er í fyrstu kafbátasveit þýska sjóhersins og er með heimahöfn í Eckernförde í Schleswig-Holstein.

Freigátur, kafbátar og flugvélar

Æfingunni Dynamic Mongoose er ætlað að þjálfa áhafnir herskipa og flugvéla í átökum við kafbáta og upplýsir utanríkisráðuneytið að „auk Íslands taka sex ríki Atlantshafsbandalagsins þátt í æfingunni; Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kanada, Noregur, Þýskaland, Bretland og Kanada. Þau leggja til fimm kafbáta, fimm freigátur og fimm kafbátaleitarflugvéla.“

Þá segir að „æfingar af þessu tagi hafa verið haldnar árlega undan ströndum Noregs frá árinu 2012 nema þegar hún fór fram hér á landi árið 2017. Ákveðið hefur verið að framvegis verði æfingarnar haldnar til skiptis á Íslandi og í Noregi. Íslendingar leggja til aðstöðu á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og Landhelgisgæsla Íslands tekur þátt í æfingunni, m.a. með stjórnstöð á öryggissvæðinu auk þess sem varðskip og þyrlur munu taka þátt í þeim hluta æfingarinnar sem tengjast hefðbundnum verkefnum stofnunarinnar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 566,18 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 375,12 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 317,13 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 391,91 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 6.669 kg
Þorskur 3.635 kg
Langa 255 kg
Ufsi 54 kg
Karfi 29 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 22 kg
Samtals 10.688 kg
21.11.24 Petra ÓF 88 Landbeitt lína
Þorskur 4.603 kg
Ýsa 2.549 kg
Karfi 11 kg
Keila 5 kg
Samtals 7.168 kg
21.11.24 Hilmir ST 1 Línutrekt
Ýsa 3.675 kg
Þorskur 3.273 kg
Samtals 6.948 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 566,18 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 375,12 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 317,13 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 391,91 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 6.669 kg
Þorskur 3.635 kg
Langa 255 kg
Ufsi 54 kg
Karfi 29 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 22 kg
Samtals 10.688 kg
21.11.24 Petra ÓF 88 Landbeitt lína
Þorskur 4.603 kg
Ýsa 2.549 kg
Karfi 11 kg
Keila 5 kg
Samtals 7.168 kg
21.11.24 Hilmir ST 1 Línutrekt
Ýsa 3.675 kg
Þorskur 3.273 kg
Samtals 6.948 kg

Skoða allar landanir »