Útgerðarfyrirtæki notuð í umfangsmiklu svindli

Erlendir kaupendur telja sig vera að panta norskar afurðir, en …
Erlendir kaupendur telja sig vera að panta norskar afurðir, en þær berast aldrei. Yfir 40 kærur hafa borist lögreglu og hafa fleiri aðilar verið handteknir. mbl.is/Helgi Bjarnason

Fleiri en 40 kærur hafa ratað inn á borð norsku lögreglunnar frá erlendum fyrirtækjum sem telja sig kaupa vörur frá norskum eldis- og sjávarútvegsfyrirtækjum, en viðskiptin reynast vera hluti af stærri svikamyllu, að því er fram kemur í umfjöllun iLaks.

Lögreglan kveðst hafa handtekið fleiri aðila sem hafa sinnt peningaþvætti í tengslum við málið víðs vegar um Noreg. Þá er talið að umfang þessa glæpa sé mun meira en það sem kært er til lögreglu.

Trúverðugir og bjóða góð verð

„Svindlararnir koma upp fölskum vefsíðum þar sem þeir nýta nöfn raunverulegra norskra sjávarútvegsfyrirtækja og nöfn stjórnenda og starfsmanna. Vefsíðurnar líta trúverðugar út,“ segir Marthe G. Birkeland, deildarstjóri efnahagsbrotadeildar hjá umdæmi lögreglunnar í Vestur-Noregi.

Marthe G. Birkeland.
Marthe G. Birkeland. Ljósmynd/Politiet

„Vandamálið með vefsíðurnar er að upplýsingarnar um það hvernig skal hafa samband eru rangar. Hefur maður samband mun maður hitta á mjög almennilega sölumenn sem bjóða mjög gott verð á sjávarafurðum,“ útskýrir Birkeland.

Það eru sérstaklega nöfn fyrirtækja á vesturströnd Noregs sem notuð eru í svindlinu. Lögreglan biður kaupendur um að fara varlega í samskiptum við seljendur, meðal annars með því að fylgja varúðarreglum svo sem að eiga samskipti í gegnum myndsamtal, varast greiðslur á reikninga utan Noregs, forðast vefsíður sem enda ekki með .no og hafa ekki norska útgáfu af vefsíðunni, auk þess er mikilvægt að kanna hvort norska númerið sé að finna í norsku símaskránni.

Geta glatað þúsundum evra

Dæmi eru um að svikahrappar hafa náð að næla sér í þúsundir evra í stökum viðskiptum og tapaði til að mynda breska félagið Quay Meats 36 þúsund evrum, jafnvirði 5,7 milljóna íslenskra króna, þegar fyrirtækið festi kaup á makríl og lax sem átti að senda til Gana í Afríku.

Fram kemur í umfjöllun iLaks um þetta tiltekna mál að það hafi verið stimpill á upprunavottun afurðanna sem hafi vakið athygli Christopher Haworths, eigenda Quay Meats, en vörurnar voru vottaðar fyrir „Lýðveldið Noreg“, en Noregur er eins og þekkt er ekki lýðveldi heldur konungsríki. Auk þess þótti honum nöfn þeirra sem kvittuðu undir pappírana ekki hljóma norsk, Ngø Edmonds Rivælle og Dean Padmashreze.

Birta lista

Norska lögreglan fullyrðir að neðangreindar síður eru meðal þeirra sem svindlararnir nota:

  • www.espevaerlaks.com
  • www.viemkcofisk.com
  • www.inkanorge.com
  • www.sunseaseafood.com
  • www.hansonfishingas.com
  • www.fjoksak.com
  • www.torsvagbruket.com
  • www.verager.pl
  • www.alincoas.com
  • www.langenesas.com
  • www.diamondshipping.org
  • www.norwegian-seafoodsupply.com
  • www.aschumsseafoodab.com
  • www.kjpedesen.com
  • www.sjotrollhavbrukas.com

Uppfært 10. júlí kl: 11:40

Sæmkvæmt upplýsingum frá Héraðsaksóknara, sem fer með efnahagsbrotamál hér á landi, hafa ekki komið upp sambærileg mál er tengjast íslenskum fyrirtækjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.1.25 575,34 kr/kg
Þorskur, slægður 14.1.25 663,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.1.25 381,89 kr/kg
Ýsa, slægð 14.1.25 233,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.1.25 168,21 kr/kg
Ufsi, slægður 14.1.25 216,28 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 14.1.25 217,80 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.1.25 Birtingur NK 119 Botnvarpa
Steinbítur 411 kg
Samtals 411 kg
14.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 877 kg
Karfi 138 kg
Steinbítur 114 kg
Langa 110 kg
Hlýri 43 kg
Þorskur 42 kg
Keila 22 kg
Samtals 1.346 kg
14.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.502 kg
Ýsa 626 kg
Steinbítur 45 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 2.196 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.1.25 575,34 kr/kg
Þorskur, slægður 14.1.25 663,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.1.25 381,89 kr/kg
Ýsa, slægð 14.1.25 233,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.1.25 168,21 kr/kg
Ufsi, slægður 14.1.25 216,28 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 14.1.25 217,80 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.1.25 Birtingur NK 119 Botnvarpa
Steinbítur 411 kg
Samtals 411 kg
14.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 877 kg
Karfi 138 kg
Steinbítur 114 kg
Langa 110 kg
Hlýri 43 kg
Þorskur 42 kg
Keila 22 kg
Samtals 1.346 kg
14.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.502 kg
Ýsa 626 kg
Steinbítur 45 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 2.196 kg

Skoða allar landanir »