Rannsókn Wikborg Rein á Samherja lokið

Rannsókn Wikborg Rein á starfsemi Samherja í Namibíu er lokið. …
Rannsókn Wikborg Rein á starfsemi Samherja í Namibíu er lokið. Enn er þó að bíða þess að niðurstaðan verði kynnt.

Norska lög­manns­stof­an Wik­borg Rein hef­ur lokið rann­sókn sinni á starf­semi Sam­herja í Namib­íu og hef­ur kynnt niður­stöðuskýrslu fyr­ir stjórn fé­lags­ins. Sam­herji ætl­ar ekki að kynna niður­stöðurn­ar að svo stöddu, en það verður metið að nýju í haust eft­ir fund full­trúa Wik­borg Rein með full­trú­um yf­ir­valda hér á landi. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Sam­herja vegna máls­ins.

Sam­herji réð Wik­borg Rein til að rann­saka ásak­an­ir sem komu fram á fyr­ir­tækið í kjöl­far um­fjöll­un­ar Kveiks í vet­ur sem unn­in var í sam­starfi við Al Jazeera og Stund­ina. Var fé­lagið bendlað við mút­ur í Namib­íu til handa stjórn­mála­mönn­um og tengd­um aðilum til að fá hesta­mak­ríl­kvóta þar í landi á und­ir­verði. Þá eru skatta­mál fyr­ir­tæk­is­ins til rann­sókn­ar bæði hér á landi og í Namib­íu.

Í til­kynn­ingu Sam­herja kem­ur fram að fé­lagið muni „áfram eiga sam­skipti við þar til bær stjórn­völd sem sýnt hafa vilja til gagn­kvæmr­ar sam­vinnu og bjóða fram aðstoð vegna rann­sókna á ásök­un­um sem tengj­ast starf­sem­inni í Namib­íu“. Er tekið fram að lög­menn Wik­borg Rein muni funda með full­trú­um embætt­is héraðssak­sókn­ara með haust­inu. Einnig er upp­lýst um að nokkr­ir fund­ir hafi verið haldn­ir með full­trú­um namib­ískra stjórn­valda til að „kanna grund­völl fyr­ir svipuðu sam­starfi við þau“.

Í kjöl­far fund­anna muni svo þurfa að taka af­stöðu til fjöl­margra atriða. „Þar á meðal hvaða niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar er hægt að birta op­in­ber­lega og hvernig. Í því sam­bandi þarf að meta hvort birt­ing kunni að hafa áhrif á rann­sókn­ir í öðrum ríkj­um. Þá þarf að meta hvort birt­ing á upp­lýs­ing­um gangi í ber­högg við lög og regl­ur vegna þeirra ein­stak­linga sem kunna að koma við sögu. Ýmis fleiri atriði þarf að taka til skoðunar í þessu sam­bandi,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Ei­rík­ur S. Jó­hanns­son, stjórn­ar­formaður Sam­herja, hafn­ar í til­kynn­ing­unni al­farið að stjórn­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafi nokkru sinni hlutast til um að nokk­urt dótt­ur­fyr­ir­tæki þess stundaði vafa­sama viðskipta­hætti, meðal ann­ars mútu­greiðslur eða pen­ingaþvætti. Hins veg­ar kem­ur ekk­ert nán­ar fram um niður­stöðu Wik­borg Rein þar að lút­andi, annað en að mögu­lega verði greint nán­ar frá niður­stöðum síðar.

Boðar Ei­rík­ur að fyr­ir­tækið muni á næstu vik­um tjá sig nán­ar um ein­staka hluta máls­ins: „Að sama skapi vilj­um við að rann­sókn­ir op­in­berra aðila gangi eðli­lega fyr­ir sig. Engu að síður mun­um við á næstu vik­um taka skýr­ari af­stöðu op­in­ber­lega til ein­stakra mála og fjalla nán­ar um ein­stök atriði en við höf­um gert hingað til,“ er haft eft­ir hon­um.

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja steig til hliðar úr forstjórastóli …
Þor­steinn Már Bald­vins­son for­stjóri Sam­herja steig til hliðar úr for­stjóra­stóli þegar málið kom upp. Hann starfar nú sem for­stjóri sam­hliða Björgólfi Jó­hanns­syni. mbl.is/​​Hari

Til­kynn­ing Sam­herja í heild sinni:

Wik­borg Rein hef­ur nú kynnt niður­stöður skýrslu, sem unn­in var vegna rann­sókn­ar á starf­semi Sam­herja í Namib­íu, fyr­ir stjórn fé­lags­ins.

Í nóv­em­ber 2019 voru sett­ar fram ásak­an­ir á hend­ur Sam­herja vegna rekstr­ar­ins í Namib­íu. Stjórn Sam­herja fól í kjöl­farið norsku lög­manns­stof­unni Wik­borg Rein að aðstoða við rann­sókn á starf­sem­inni og að leiða í ljós all­ar staðreynd­ir um hana. Wik­borg Rein er leiðandi lög­manns­stofa á Norður­lönd­un­um á þessu sviði og í rann­sókn­um af þessu tagi. Lög­menn stof­unn­ar búa að ára­tuga reynslu af sam­bæri­legri vinnu fyr­ir stjórn­völd í nor­ræn­um ríkj­um og fyr­ir alþjóðleg fyr­ir­tæki.

„Strax í byrj­un vor­um við sann­færð um að sum­ar þess­ara ásak­ana væru til­hæfu­laus­ar og ættu ekki við nein rök að styðjast. Eitt slíkt dæmi varðar áhafn­ar­leig­una Cape Cod sem er í þýskri eigu. Fyr­ir­tækið annaðist einkum greiðslu launa til skip­verja í nokkr­um ríkj­um en í um­fjöll­un fjöl­miðla var fé­lagið sagt hafa verið notað í marg­vís­leg­um ólög­mæt­um til­gangi í tengsl­um við rekst­ur­inn í Namib­íu. Þá var okk­ur frek­lega mis­boðið með full­yrðing­um um að við hefðum arðrænt þró­un­ar­ríki og tekið stór­an hluta hagnaðar úr landi. Heild­ar­skatt­ar sem fé­lög tengd Sam­herja greiddu í Namib­íu í gegn­um árin, þar með talið tekju­skatt­ur, launa­tengd­ir skatt­ar, út­flutn­ings­gjöld, inn­flutn­ings­gjöld, og fjöldi annarra greiðslna til rík­is­sjóðs Namib­íu, voru sam­tals að jafn­v­irði um fjög­urra millj­arða króna. Það er í sjálfu sér merki­legt í ljósi þess að þegar upp var staðið var ta­prekst­ur af starf­sem­inni,“ seg­ir Ei­rík­ur S. Jó­hanns­son, formaður stjórn­ar Sam­herja.

„Aðrar ásak­an­ir vörðuðu lít­inn hluta er­lendr­ar starf­semi okk­ar á öðru menn­ing­ar­svæði, fjarri Íslandi. Við áttuðum okk­ur á að við þurft­um á ut­anaðkom­andi aðstoð að halda til að kom­ast til botns í þeim. Þegar við stóðum frammi fyr­ir al­var­leg­um en brota­kennd­um ásök­un­um þá var mjög gagn­legt fyr­ir stjórn Sam­herja að fá yf­ir­grips­mikla og yf­ir­vegaða út­tekt á starf­sem­inni í Namib­íu frá Wik­borg Rein,“ seg­ir Ei­rík­ur.

Starfs­menn Wik­borg Rein fóru yfir og greindu meira en eina millj­ón skjala á meðan rann­sókn­in stóð yfir. Þá tóku þeir viðtöl við all­marga starfs­menn Sam­herja og fram­kvæmdu rann­sókn­ir í mörg­um lönd­um, þar á meðal í Namib­íu. Samið var við end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tækið For­ensic Risk Alli­ance (FRA), sem sér­hæf­ir sig í rétt­ar­reikn­ings­skil­um, um að yf­ir­fara og greina fjölda milli­færslna sem tengj­ast starf­sem­inni í Namib­íu. Að lok­inni átta mánaða vinnu hef­ur Wik­borg Rein skilað ít­ar­legri skýrslu með helstu niður­stöðum.

„Það er ekk­ert nýtt fyr­ir Sam­herja að skipu­lag og starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins sæti ít­ar­legri skoðun.  Í Seðlabanka­mál­inu var starf­semi Sam­herja til rann­sókn­ar í sjö ár og lauk henni með al­gjör­um fullnaðarsigri fyr­ir­tæk­is­ins. Að þessu sinni hóf­um við okk­ar eig­in at­hug­un til að kom­ast til botns í þeim ásök­un­um sem sett­ar voru fram á hend­ur fyr­ir­tæk­inu. Við höf­um varið mikl­um tíma og fjár­mun­um í þetta ferli. Jafn­vel þótt ásak­an­irn­ar hafi dregið upp af­bakaða mynd af starf­semi Sam­herja var mik­il­vægt fyr­ir fyr­ir­tækið að sýna öll­um viðskipta­vin­um, sam­starfsaðilum og öðrum að við tök­um slík­um ásök­un­um mjög al­var­lega,“ seg­ir Ei­rík­ur.

Löngu áður en niður­stöður Wik­borg Rein lágu fyr­ir hrinti Sam­herji í fram­kvæmd ráðstöf­un­um sem miða að því að verja fyr­ir­tækið fyr­ir mis­gjörðum ein­stakra starfs­manna. Hinn 17. janú­ar á þessu ári kynnti Sam­herji áform um inn­leiðingu á sér­stöku kerfi fyr­ir stjórn­ar­hætti og reglu­vörslu en það mun ná til sam­stæðunn­ar allr­ar. Vinna við inn­leiðingu kerf­is­ins er vel á veg kom­in og er stefnt að því að taka það í notk­un síðar á þessu ári. Mark­miðið er að Sam­herji verði leiðandi á sviði stjórn­un­ar- og innra eft­ir­lits í sjáv­ar­út­veg­in­um á heimsvísu. Þá var starf­sem­inni í Namib­íu hætt fyr­ir árs­lok 2019.

Sam­herji mun áfram eiga sam­skipti við þar til bær stjórn­völd sem sýnt hafa vilja til gagn­kvæmr­ar sam­vinnu og bjóða fram aðstoð vegna rann­sókna á ásök­un­um sem tengj­ast starf­sem­inni í Namib­íu. Nú þegar ligg­ur fyr­ir sam­komu­lag um að lög­menn Wik­borg Rein eigi fund með embætti héraðssak­sókn­ara með haust­inu. Þá hafa nokkr­ir fund­ir verið haldn­ir með full­trú­um namib­ískra stjórn­valda til að kanna grund­völl fyr­ir svipuðu sam­starfi við þau.

Þegar Wik­borg Rein hef­ur fundað með full­trú­um viðeig­andi stjórn­valda þarf að taka af­stöðu til fjöl­margra atriða. Þar á meðal hvaða niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar er hægt að birta op­in­ber­lega og hvernig. Í því sam­bandi þarf að meta hvort birt­ing kunni að hafa áhrif á rann­sókn­ir í öðrum ríkj­um. Þá þarf að meta hvort birt­ing á upp­lýs­ing­um gangi í ber­högg við lög og regl­ur vegna þeirra ein­stak­linga sem kunna að koma við sögu. Ýmis fleiri atriði þarf að taka til skoðunar í þessu sam­bandi.

„Við mun­um fjalla nán­ar um niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar og hrekja þær ásak­an­ir sem vöktu hörð viðbrögð hjá okk­ur strax þegar þær voru sett­ar fram í fyrra. Við höf­um virt allt þetta ferli og leyft rann­sókn­inni að hafa sinn gang. Af þess­um sök­um höf­um við ekki brugðist op­in­ber­lega við öll­um ásök­un­um þrátt fyr­ir að full ástæða hafi verið til þess frá upp­hafi. Að sama skapi vilj­um við að rann­sókn­ir op­in­berra aðila gangi eðli­lega fyr­ir sig.  Engu að síður mun­um við á næstu vik­um taka skýr­ari af­stöðu op­in­ber­lega til ein­stakra mála og fjalla nán­ar um ein­stök atriði en við höf­um gert hingað til. Þá ber að und­ir­strika að Sam­herji hafn­ar því al­farið að stjórn­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafi nokkru sinni hlutast til um að nokk­urt dótt­ur­fyr­ir­tækja þess stundaði vafa­sama viðskipta­hætti, þar á meðal mútu­greiðslur eða pen­ingaþvætti, í því skyni að ná fram fjár­hags­leg­um ávinn­ingi og mun and­mæla kröft­ug­lega frek­ari ásök­un­um í þá veru,“ seg­ir Ei­rík­ur S. Jó­hanns­son.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.4.25 556,74 kr/kg
Þorskur, slægður 1.4.25 722,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.4.25 426,95 kr/kg
Ýsa, slægð 1.4.25 421,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.4.25 161,04 kr/kg
Ufsi, slægður 1.4.25 267,84 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 1.4.25 330,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.4.25 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 2.672 kg
Þorskur 448 kg
Samtals 3.120 kg
1.4.25 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 5.340 kg
Ýsa 420 kg
Þorskur 343 kg
Skarkoli 165 kg
Grásleppa 71 kg
Sandkoli 67 kg
Samtals 6.406 kg
1.4.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 10.861 kg
Skarkoli 211 kg
Steinbítur 137 kg
Ýsa 50 kg
Grásleppa 13 kg
Sandkoli 11 kg
Skrápflúra 1 kg
Samtals 11.284 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.4.25 556,74 kr/kg
Þorskur, slægður 1.4.25 722,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.4.25 426,95 kr/kg
Ýsa, slægð 1.4.25 421,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.4.25 161,04 kr/kg
Ufsi, slægður 1.4.25 267,84 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 1.4.25 330,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.4.25 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 2.672 kg
Þorskur 448 kg
Samtals 3.120 kg
1.4.25 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 5.340 kg
Ýsa 420 kg
Þorskur 343 kg
Skarkoli 165 kg
Grásleppa 71 kg
Sandkoli 67 kg
Samtals 6.406 kg
1.4.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 10.861 kg
Skarkoli 211 kg
Steinbítur 137 kg
Ýsa 50 kg
Grásleppa 13 kg
Sandkoli 11 kg
Skrápflúra 1 kg
Samtals 11.284 kg

Skoða allar landanir »

Loka