Upplýsingar hafi verið settar fram á villandi hátt

Samherji hefur gefið út annan þátt á Youtube-rás félagsins.
Samherji hefur gefið út annan þátt á Youtube-rás félagsins. mbl.is/Sigurður Bogi

Útgerðarfélagið Samherji birti í dag þátt á Youtube-rás félagsins sem ber titilinn „Skýrslan sem hvergi finnst“. Í þættinum er fjallað um ástæður þess að Samherji lét framleiða þáttinn og viðbrögð Ríkisútvarpsins eftir að hann var sýndur. 

Fyrri þáttur Samherja fjallaði um upphafið Seðlabankamálsins svokallaða og vinnubrögð fréttamanna RÚV við gerð Kastljósþáttar um Samherja sem sýndur var 27. mars 2012. 

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, sagði í þættinum sem birtist í dag að ástæða gerðar fyrri þáttarins væri að sýna fram á vinnubrögð RÚV. 

„Það var svo sem engin ávinningur fyrir Samherja að ýfa upp þetta mál en miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir í höndum Samherja, sem eru þá upptökur af fréttamanninum sem var lykillinn í Kastljósi, þá töldum við að þessi þáttur ætti erindi til almennings til þess að sýna fram á vinnubrögð sem geta ekki talist eðlileg og það væri í raun nauðsynlegt fyrir almenning að átta sig á hvernig vinnubrögðin fóru fram,“ sagði Björgólfur. 

Ekki var skrifuð sérstök skýrsla

Í þættinum er fjallað um viðbrögð RÚV og Helga Seljan í kjölfar fyrri þáttar Samherja 11. ágúst. Þá er einnig fjallað um yfirlýsingu Verðlagsstofu skiptaverðs frá 12. ágúst þar sem segir: „Ekki var skrifuð sérstök skýrsla af hálfu Verðlagsstofu af þessu tilefni og ekki lagt efnislegt mat á þær upplýsingar sem þarna voru dregnar saman og sendar úrskurðarnefnd,“ en í yfirlýsingu Verðlagsstofu sagði enn fremur að um hafi verið að ræða Excel-skjal sem unnið var af starfsmanni stofnunarinnar og innihélt upplýsingar sem unnar voru upp úr gagnagrunnum Fiskistofu. 

Í þættinum spyr Samherji hvers vegna RÚV birti ekki umrædda skýrslu ef að hún hafi í reynd verið samin og er til. Þá er það einnig gagnrýnt í þættinum að fréttamaður RÚV hafi tjáð sig opinberlega um fyrri þátt Samherja á samfélagsmiðlum, en síðan fjallað um málið í sjónvarpsfréttum. 

Þá segir Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur, að eins og þær upplýsingar sem fram komu í umræddu Excel-skjali voru settar fram í þætti Kastljóss var gefin villandi mynd af málefninu að hans mati. „Þú ert að gefa í skyn að gagn sem þú ert að vinna með er sterkara sönnunargagn en tilefni er til að ætla,“ sagði Helgi. 

„Kastljós vísaði ítrekað til „skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs“ í þætti sínum. Eftir að þáttur Samherja var sýndur sagði RÚV í yfirlýsingu að skýrslan væri til. Starfsfólk RÚV sagði þá að um hafi verið að ræða þriggja blaðsíðna skýrslu sem var undirrituð af forstjóra Verðlagsstofu. Verðlagsstofa segir að um hafi verið að ræða óundirritað Excel-skjal án efnislegrar niðurstöðu. Skjalið finnst ekki hjá RÚV,“ sagði enn fremur í þættinum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.1.25 598,84 kr/kg
Þorskur, slægður 6.1.25 659,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.1.25 408,73 kr/kg
Ýsa, slægð 6.1.25 430,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.1.25 261,56 kr/kg
Ufsi, slægður 6.1.25 324,16 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 6.1.25 232,22 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Ýsa 5.739 kg
Þorskur 504 kg
Keila 162 kg
Hlýri 74 kg
Steinbítur 22 kg
Langa 15 kg
Samtals 6.516 kg
6.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 18.429 kg
Þorskur 5.897 kg
Karfi 1.098 kg
Samtals 25.424 kg
6.1.25 Áskell ÞH 48 Botnvarpa
Þorskur 23.410 kg
Karfi 13.550 kg
Ýsa 3.339 kg
Steinbítur 2.900 kg
Ufsi 1.389 kg
Skarkoli 376 kg
Hlýri 286 kg
Langa 272 kg
Þykkvalúra 158 kg
Blálanga 35 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 45.723 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.1.25 598,84 kr/kg
Þorskur, slægður 6.1.25 659,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.1.25 408,73 kr/kg
Ýsa, slægð 6.1.25 430,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.1.25 261,56 kr/kg
Ufsi, slægður 6.1.25 324,16 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 6.1.25 232,22 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Ýsa 5.739 kg
Þorskur 504 kg
Keila 162 kg
Hlýri 74 kg
Steinbítur 22 kg
Langa 15 kg
Samtals 6.516 kg
6.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 18.429 kg
Þorskur 5.897 kg
Karfi 1.098 kg
Samtals 25.424 kg
6.1.25 Áskell ÞH 48 Botnvarpa
Þorskur 23.410 kg
Karfi 13.550 kg
Ýsa 3.339 kg
Steinbítur 2.900 kg
Ufsi 1.389 kg
Skarkoli 376 kg
Hlýri 286 kg
Langa 272 kg
Þykkvalúra 158 kg
Blálanga 35 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 45.723 kg

Skoða allar landanir »