Það sem kom fram í Kastljósi hafi verið rétt

Helgi Seljan.
Helgi Seljan. Skjáskot/RÚV

„Það er verið að bera saman útflutning á óunnum karfa sem er fluttur til Þýskalands milli fyrirtækja og samkvæmt þessari skoðun var Samherji að greiða lægstu verðin, en þeir voru að selja sjálfum sér aflann.

Ég veit ekki hvað hefði þurft að vera skýrara eða hvað er óskýrt í því. Nákvæmlega það sem var sagt í þættinum er auðvitað það sem kemur fram í skjalinu.“

Þetta segir Helgi Seljan, fréttamaður RÚV, í samtali við mbl.is um staðhæfingar Samherja, um það sem fram kemur í skjali, sem Verðlagsstofa skiptaverðs vann og var grundvöllur umfjöllunar Kastljóss árið 2012.

Ætlar ekki að rífast við Samherjamenn um lesskilning

Skjalið, sem Helgi var sagður hafa falsað og átt við, var birt fyrr í dag með yfirlýsingu Samherja. Í henni segir að skjalið sé nú komið í leitirnar og ekki sé um skýrslu að ræða heldur „óundirritað og ódagsett vinnuskjal um karfaútflutning án efnislegrar niðurstöðu.“

Þar segir einnig að „ekkert í hinu nýfundna vinnuskjali Verðlagsstofu staðfestir þær ásakanir sem voru fluttar í þætti Kastljóss.“ 

Í skjalinu sem ber yfirskriftina „Greining á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009 segir meðal annars:

„Í ljós kemur að Samherji hf. er að greiða lægstu verðin en það fyrirtæki er eina fyrirtækið sem er að selja karfa í eigin vinnslu í Þýskalandi það er um að ræða beina sölu. Þau verð eru þó langt yfir þeim verðum sem fengust fyrir karfann í beinni sölu innanlands.“

„Nú ætla ég ekki að fara rífast við þá um lesskilning en ef að menn lesa skjalið þá sjá þeir það - sem var sagt í þættinum varðandi þetta skjal – það var sagt að í skýrslu sem Verðlagsstofa skiptaverðs gerði, og fjallaði um árin þar á undan þ.e.a.s. árin 2008 og 2009, kom fram að Samherji hefði verið að selja á lægstu verðunum. Það er það sem kemur fram í þessari skýrslu,“ segir Helgi.

Gerir athugasemd við vinnubrögð Verðlagsstofu

Hvað varðar þær fregnir að Verðlagsstofa hafi fundið skjalið eða skýrsluna, eftir að hafa í svari sínu til Samherja sagt að hún hafi aldrei verið unnin, segir Helgi að það komi sér lítið á óvart.

„Það á ekkert að koma mönnum á óvart að þetta skjal sé til. Það eru fjölmargir búnir að staðfesta það fyrir öllum nema þeim sem vilja ekki trúa því og héldu því fyrst fram að það væri falsað eða því væri breytt,“ segir Helgi.

Hann bætir því við að hann sé hugsi yfir vinnubrögðum Verðlagsstofu bæði hvað varðar svörin til Samherja um að skjalið væri ekki til og að stofnunin kalli skjalið vinnuskjal. Hann segir eðlilegt að stofnunin útskýri hvernig atburðarásin hefur verið hvað þetta varðar og veltir því fyrir sér hvenær Verðlagsstofu varð ljóst að skjalið væri til hjá stofnuninni.

„Það er náttúrulega rosalega sérstakt að þeir skuli fara ganga inn í það að kalla skjal, sem fer milli tveggja stjórnvalda, vinnuskjal og þar af leiðandi einhvern veginn að gera minna úr því. Þetta eru upplýsingar sem eru teknar saman fyrir úrskurðarnefnd [sjómanna og útvegsmanna] til að byggja ákvarðanir sínar á. Það hvað þetta kallast hefur ekkert með innihaldið að gera og þýðingu þess.“

Hefur ekki þýðingu fyrir efni skjalsins

Eins og áður segir kemur fram í yfirlýsingu Samherja að skjalið sé „óundirritað og ódagsett“. Helgi segist ekki vita til þess að það hafi nokkra þýðingu fyrir efni skjalsins. Verklagið sé þannig að Verðlagsstofa kalli eftir upplýsingum frá Fiskistofu, sem koma frá útgerðunum, taki þær saman og leggi fyrir úrskurðarnefndina til að auðvelda henni að taka ákvarðanir sínar.

„Og þetta var unnið svona. Hvort að skjalið hafi verið undirritað eða hvort að lógóið sé á því eða ekki. Þetta er skjal sem eitt stjórnvald, Verðlagsstofa skiptaverðs, leggur fyrir annað stjórnvald, sem er úrskurðarnefndin,“ segir hann og heldur áfram:

„Ég held að menn verði líka að muna að fyrir tveimur vikum þá vaknaði þjóðin upp við það að Fréttablaðið fullyrti það á forsíðu sinni að við hefðum verið að falsa gögn. Hvort að skjalið hafi verið óundirritað eða ódagsett – ef það er það sem menn ætla að hanga á núna þá er það eitthvað sem þeir verða að ræða við aðra en mig.“

Hvað stendur eftir af stóryrðum Samherjamanna?

Spurður hvort að birting skjalsins sýni það þá og sanni í eitt skipti fyrir öll að hann hafi ekki falsað það, segir Helgi að það hafi ekki verið að koma í ljós fyrst núna. Það hafi verið öllum ljóst sem sáu Kastljósþáttinn árið 2012. Hann segir að birting skjalsins staðfesti það fyrst og fremst að það sem kom fram í Kastljósþættinum hafi verið rétt.

„Ég held að stóru spurningarnar sem standa eftir séu þær hvað standi eftir af upphaflegum stóryrðum Samherjamanna og hvort að Verðlagsstofa sjái virkilega ekki ástæðu til að útskýra aðeins betur hvernig henni dettur í hug að svara eins og hún gerði.“

Þá segir Helgi skort á því að rætt sé um upplýsingarnar sem komi fram í skjalinu. Það séu upplýsingar sem Verðlagsstofa skiptaverðs lagði fyrir úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna svo hún gæti tekið ákvörðun um það hvort að laun sjómanna hjá Samherja væru hugsanlega lægri en þau ættu að vera. Það sé mergur málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 583,09 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 339,18 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 261,13 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 275,16 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,47 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.684 kg
Ýsa 2.107 kg
Langa 53 kg
Samtals 9.844 kg
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 8.433 kg
Ýsa 689 kg
Steinbítur 209 kg
Karfi 58 kg
Langa 14 kg
Keila 9 kg
Sandkoli 2 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 9.415 kg
9.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 123 kg
Þorskur 118 kg
Langa 95 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 364 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 583,09 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 339,18 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 261,13 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 275,16 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,47 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.684 kg
Ýsa 2.107 kg
Langa 53 kg
Samtals 9.844 kg
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 8.433 kg
Ýsa 689 kg
Steinbítur 209 kg
Karfi 58 kg
Langa 14 kg
Keila 9 kg
Sandkoli 2 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 9.415 kg
9.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 123 kg
Þorskur 118 kg
Langa 95 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 364 kg

Skoða allar landanir »