Þorsteinn sakar RÚV um óheiðarleg vinnubrögð

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Ljósmynd/Úr myndskeiði Samherja

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sendir fréttastofu RÚV tóninn í nýju myndskeiði sem fyrirtækið hefur birt á YouTube. Þar fjallar hann um nýfundið skjal Verðlagsstofu skiptaverðs um karfaútflutning Samherja, en Þorsteinn sakar RÚV um óheiðarleg vinnubrögð. 

Þorsteinn bendir á að umrætt skjal, sem RÚV byggði umfjöllun sína á í mars 2012 hafi ekki verið skýrsla heldur heldur þriggja blaðsíðna óundirritað og ódagsett vinnuskjal um karfaútflutning frá Verðlagsstofu skiptaverðs, að því er fram kemur á vef Samherja

„Mér brá verulega þegar ég fór að skoða tölurnar í þessu skjali vegna þess að þær staðfesta, það sem við höfum haldið fram, að þær ásakanir sem voru settar fram í þessum þætti eru allar rangar,“ segir Þorsteinn Már í myndskeiðinu. 

Hann bendir m.a. á að Samherji eigi ekki þrjú af þeim skipum sem fjallað er um í skjalinu. Auk þess hafi komið í ljós við lestur skjalsins að Ríkisútvarpið hafi slitið upplýsingar úr því úr samhengi á mjög grófan hátt.

Þar hafi verið um að ræða efnisgrein sem fjallaði um verð sem ferskur karfi var seldur á. Ríkisútvarpið hafi aðeins birt fyrstu setninguna í efnisgreininni stytta en ekki efnisgreinina í heild sinni og gjörbreytti þannig efnislegu inntaki hennar.

„Þetta sýnir í hnotskurn þau óheiðarlegu vinnubrögð sem við höfum mátt þola af hálfu Ríkisútvarpsins síðastliðin átta ár,“ segir Þorsteinn Már. 

Kanna hvort skjalavarslan hafi verið í samræmi við lög

Í gær var greint frá því, að Þjóðskjala­safn Íslands hafi hafið at­hug­un á hvort að skjala­varsla og skjala­stjórn Verðlags­stofu skipta­verðs hefði verið í sam­ræmi við lög. Er þetta vegna vegna frétta og yf­ir­lýs­ing­ar Verðlags­stofu skipta­verðs á vef stofn­un­ar­inn­ar 25. ág­úst um til­urð skjals sem fannst ný­lega á af­lögðu gagna­drifi stofn­un­ar­inn­ar. 

Endurspeglar dómgreindarbrest

Þá greindi Kjarninn frá því í gær að Jón Óttar Ólafsson, sem hefur starfað fyrir Samherja, hafi ítrekað sent fréttamanninum Helga Selja skila­boð, bæði í gegnum SMS og Face­book-­reikn­ing eig­in­konu sinn­ar. Ingi Freyr Vil­hjálms­son, blaða­maður á Stund­inni sem fjallað hefur um Sam­herja, fékk einnig send skila­boð þar sem honum var hótað „um­fjöll­un“, að því er Kjarninn greinir frá

Jón Óttar Ólafsson.
Jón Óttar Ólafsson. Ljósmynd/Úr myndskeiði Samherja

Jón Óttar sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hann viðurkenndi að það hefði verið rangt að senda umrædd skila­boð, „þau end­ur­spegla dóm­greind­ar­brest af minni hálfu og ég sé mikið eftir því að hafa sent þau. Ég vil nota þetta tæki­færi til þess að biðja Helga Seljan afsök­unar á þessum send­ing­um,“ segir í yfirlýsingunni. 

„Eins og greint hefur verið frá í fjöl­miðlum hef ég sinnt ráð­gjöf fyrir Sam­herja hf. sem verk­taki. Tekið skal fram að stjórn­endur félags­ins höfðu ekki vit­neskju um skila­boð mín til Helga. Mér finnst miður ef þessi gagn­rýni­verða hátt­semi mín verði á ein­hvern hátt bendluð við félagið og starfs­fólk þess því hún er alfarið á mína ábyrgð,“ sagði Jón ennfremur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.11.24 591,22 kr/kg
Þorskur, slægður 25.11.24 655,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.11.24 404,52 kr/kg
Ýsa, slægð 25.11.24 405,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.11.24 264,73 kr/kg
Ufsi, slægður 25.11.24 315,24 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 25.11.24 271,71 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.11.24 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Ýsa 2.032 kg
Þorskur 870 kg
Samtals 2.902 kg
25.11.24 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 4.176 kg
Ýsa 2.165 kg
Samtals 6.341 kg
25.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Ýsa 2.655 kg
Þorskur 1.024 kg
Samtals 3.679 kg
25.11.24 Sólrún EA 151 Lína
Ýsa 3.815 kg
Þorskur 1.068 kg
Hlýri 6 kg
Samtals 4.889 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.11.24 591,22 kr/kg
Þorskur, slægður 25.11.24 655,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.11.24 404,52 kr/kg
Ýsa, slægð 25.11.24 405,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.11.24 264,73 kr/kg
Ufsi, slægður 25.11.24 315,24 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 25.11.24 271,71 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.11.24 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Ýsa 2.032 kg
Þorskur 870 kg
Samtals 2.902 kg
25.11.24 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 4.176 kg
Ýsa 2.165 kg
Samtals 6.341 kg
25.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Ýsa 2.655 kg
Þorskur 1.024 kg
Samtals 3.679 kg
25.11.24 Sólrún EA 151 Lína
Ýsa 3.815 kg
Þorskur 1.068 kg
Hlýri 6 kg
Samtals 4.889 kg

Skoða allar landanir »