Kvótauppboð í Namibíu í vaskinn

Forsíða The Namibian: „Uppboðið endar með tárum.“
Forsíða The Namibian: „Uppboðið endar með tárum.“

Uppboð stjórnvalda á fiskveiðikvóta í Namibíu þykir hafa farið fullkomlega í vaskinn í liðinni viku, þegar aðeins tókst að koma um 1,3% af kvótanum út. Talið er að þar hafi namibísk stjórnvöld orðið af jafnvirði um 6 milljarða króna, en að tjón hagkerfisins geti numið um 25 ma. kr.

Þetta er fyrsta kvótauppboð í Namibíu, en þar var boðinn upp kvóti í þremur tegundum, 11.000 t af lýsingi, 72.000 t af hrossamakríl og 392 t af skötusel. Aðeins voru seldar heimildir fyrir 100 t af lýsingi og 1.517 af hrossamakríl, en ekkert af skötusel. Fiskveiðar í landinu eru því í nokkru uppnámi og óljóst um framhaldið.

Þátttaka í uppboðinu var mjög dræm, mikið af nýgræðingum án skipa eða veiðireynslu. Aðeins fimm bjóðendur gátu svo staðið við tilboðin þegar á reyndi, fyrir alls 8,4 milljónir namibískra dala, en það er jafnvirði um 86,5 milljóna íslenskra króna. Stjórnvöld höfðu vænst jafnvirðis tæpra 6 ma.kr. í uppboðinu, svo þessar lyktir eru mikið áfall, bæði fyrir ríkissjóð Namibíu og fiskveiðistjórn þar, sem sætt hefur mikilli gagnrýni.

Fyrra fyrirkomulag, þar sem kvóta var úthlutað gegn gjaldi, hefði skilað um 315 milljónum namibíudala í ríkiskassann þar syðra, jafnvirði um þriggja milljarða íslenskra króna.

Félög tengd Samherja tóku ekki þátt í uppboðinu, en á föstudag lauk einmitt rannsókn á úthlutun fiskveiðiheimilda í Namibíu, þar sem grunur er uppi um spillingu á umliðnum árum. Málinu hefur nú verið komið til saksóknara.

Fjallað er um málið á vef The Namibian. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.11.24 591,42 kr/kg
Þorskur, slægður 25.11.24 655,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.11.24 404,23 kr/kg
Ýsa, slægð 25.11.24 405,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.11.24 264,73 kr/kg
Ufsi, slægður 25.11.24 315,24 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 25.11.24 271,53 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 6.591 kg
Skarkoli 215 kg
Þykkvalúra 10 kg
Samtals 6.816 kg
25.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 4.058 kg
Ýsa 3.905 kg
Samtals 7.963 kg
25.11.24 Geirfugl GK 66 Línutrekt
Þorskur 129 kg
Ýsa 13 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 151 kg
25.11.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 376 kg
Ýsa 156 kg
Langa 149 kg
Keila 33 kg
Steinbítur 24 kg
Karfi 5 kg
Samtals 743 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.11.24 591,42 kr/kg
Þorskur, slægður 25.11.24 655,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.11.24 404,23 kr/kg
Ýsa, slægð 25.11.24 405,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.11.24 264,73 kr/kg
Ufsi, slægður 25.11.24 315,24 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 25.11.24 271,53 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 6.591 kg
Skarkoli 215 kg
Þykkvalúra 10 kg
Samtals 6.816 kg
25.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 4.058 kg
Ýsa 3.905 kg
Samtals 7.963 kg
25.11.24 Geirfugl GK 66 Línutrekt
Þorskur 129 kg
Ýsa 13 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 151 kg
25.11.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 376 kg
Ýsa 156 kg
Langa 149 kg
Keila 33 kg
Steinbítur 24 kg
Karfi 5 kg
Samtals 743 kg

Skoða allar landanir »