„Mér finnst eins og þetta sé gleymdur heimur“

„Mér finnst eins og þetta sé gleymdur heimur, hvernig þetta …
„Mér finnst eins og þetta sé gleymdur heimur, hvernig þetta var á árum áður á sjó,“ segir Steingrímur Helguson, sjómaður og hlaðvarpsstjórnandi. Hann safnar sögum sjómanna í hlaðvarpsþættinum Sjóarinn. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Það hafa verið skrifaðar ófáar sögur af sjómönnum eða einstökum atvikum og björgunaraðgerðum á sjó, erfiðara er að finna sögur af sjómannsferli sjómanna sagðar af sjómönnunum sjálfum. Sjómaðurinn Steingrímur Helguson sá ástæðu til að gera eitthvað í þessu og hefur hafið útgáfu hlaðvarpsþátta þar sem sjómenn sjálfir segja sína sögu.

Það er ekki hægt að þykja annað en að það hafi verið viðeigandi að hugmyndin að hlaðvarpsþáttunum Sjóarinn hafi orðið til á sjó. Steingrímur segist hafa setið ásamt vinnufélögum að ræða hlaðvörp og þá hafi komið til tals skortur á hlaðvarpi um sjómennsku, sérstaklega sögur sjómanna sjálfra. Umræðurnar fóru þá fljótt að snúast um hvernig væri hægt að gera slíkan þátt. Hann lét ekki þar við sitja og hóf vinnu að útgáfu hlaðvarps.

Ljósmynd/Þröstur Njálsson

„Svona hlaðvarp er ekki til og sjaldan rætt um þessa sjómennsku sem var hérna á árunum 1950, 1960 og 1970,“ segir Steingrímur sem kveðst leggja áherslu á að taka viðtöl við sjómenn sem voru á sjó á þessum árum. „Þeir hafa verið að segja frá atvikum og hlutum sem þeir hafa lent í,“ segir Steingrímur og bætir við að það hafi meðal annars verið sagðar sögur af háska, slysförum, siglingum, eldsvoða og svo líka skemmtilegar sögur af lífinu á sjó.

Gleymdur heimur

Þá er lögð sérstök áhersla á að sjómennirnir sem rætt er við segi sögur af sjálfum sér og reynt að forðast að nafngreina aðra sem kunna að koma við sögu, enda getur verið um erfiða lífsreynslu að ræða. „Mér finnst eins og þetta sé gleymdur heimur, hvernig þetta var á árum áður á sjó. Aðbúnaðurinn var allt annar um borð, öryggið var nánast ekki neitt. Maður heyrir aldrei þessar sögur nema maður hitti þessa karla og það eru ekkert mörg ár þar til þessir menn hverfa og það er svo dýrmætt að heyra þetta frá þeim sjálfum,“ útskýrir Steingrímur.

„Svo ætla ég að taka líka viðtöl við yngri kynslóðina og þeirra upplifun. Ég er sjómaður sjálfur og veit alveg upp á hár hvernig þetta er, en það eru fleiri sem eru að hlusta á þetta sem þekkja þetta ekki. Svo er líka planið að tala við maka sem eru í landi um hvernig líf þeirra er, því það er aldrei talað um það. Sá þáttur er oft mjög vanmetinn, að sinna heimilinu og annar aðilinn alltaf á sjó.“

Hlaðvarpsþáttastjórnandinn heitir áhugaverðum viðtölum en hingað til hefur Björgvin Sigurjónsson, einnig þekktur sem Kúti, verið viðmælandi Steingríms og sagt frá sínum ferli, en hann er þekktastur fyrir hönnun á Björgvinsbeltinu sem hefur bjargað 22 mannslífum. Einnig hefur Magnús Þorsteinsson sagt sína sögu en hann er 84 ára og á 56 ára sjómennsku að baki.

Enginn vandi

Hann segir viðtökurnar hafa verið mun betri en hann reiknaði með. „Maður byrjaði á því að hringja í menn sem maður kannaðist við og spyrja hvort þeir hefðu áhuga á að koma í viðtal. Einhverjir sem hafa lent í einhverju slæmu höfðu ekki áhuga á að rifja upp sínar sögur en svakalega margir hafa tekið vel í þetta. Síðan setti ég fyrsta þáttinn á netið og þarna voru komnar einhverjar 500 hlustanir á um viku. Margir hafa haft samband og sagst ánægðir með þetta því þetta er hvergi til annars staðar. Svo er ég að fá endalausar ábendingar um viðmælendur.“

Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Blaðamaður veltir því fyrir sér hvort það sé erfitt að vera með reglulegan hlaðvarpsþátt og sinna sjómennsku í fullu starfi, en Steingrímur segir það ekkert vandamál. „Ég undirbý mig þegar ég er á sjó, fæ ábendingar og hringi í menn. Svo erum við að stoppa í landi í ágætistíma, komum vikulega og stundum tvisvar í viku, þannig að ég get tekið viðtölin þá og líka þegar maður er í fríum. Þetta tekur ekki langan tíma þegar maður undirbýr sig vel. Svo er þetta auðvitað gaman.“

Ætlaði bara í nokkra túra

Spurður um eigin sjómannsferil svarar Steingrímur: „Pabbi minn var á Snorra Sturlusyni í Vestmannaeyjum og allir í fjölskyldunni á sjó og ætli ég hafi ekki viljað prófa þetta líka. Þegar ég hringi í pabba þá spyr hann: Ætlar þú að fara á sjó?! Já, mig langar að prófa það sagði ég. Ég fer svo um borð og gekk bara mjög vel, varð aldrei sjóveikur eða neitt slíkt.

Ég var einhver tvö ár á Snorra þar til hann var seldur til Rússlands, svo liggur leiðin um borð í Þór hjá Stálskipum í Hafnarfirði til 2010. Síðan fer ég að vinna hjá Ingimundi hf. á Helgunni. Ákvað síðan að flytja til Noregs og fæ pláss á skipi sem heitir Langvin og er þar til hann er einnig seldur til Rússlands. Eftir það hjá Havfisk á skipi sem heitir Doggy og er þar til 2016. Þá kem ég heim og fer að vinna hjá Samherja á Oddeyrinni þar til hún er líka seld. Það hafa nánast öll skip sem ég hef verið á verið seld. En ég fer svo á Björgu, en er á Helgu Maríu í dag.

Ég ætlaði bara að fara einn eða tvo túra en þetta varð þannig að ég er enn þá á sjó.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 344 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 25 kg
Langa 15 kg
Samtals 432 kg
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.941 kg
Ýsa 673 kg
Hlýri 295 kg
Karfi 97 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 5.021 kg
23.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 846 kg
Þorskur 347 kg
Ýsa 243 kg
Steinbítur 125 kg
Sandkoli 29 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 344 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 25 kg
Langa 15 kg
Samtals 432 kg
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.941 kg
Ýsa 673 kg
Hlýri 295 kg
Karfi 97 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 5.021 kg
23.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 846 kg
Þorskur 347 kg
Ýsa 243 kg
Steinbítur 125 kg
Sandkoli 29 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »