Kári vill félagslegt eignarhald í sjávarútvegi

Kári Gautason, framkvæmdastjóri þingflokks VG, vill betri og skýrari reglur …
Kári Gautason, framkvæmdastjóri þingflokks VG, vill betri og skýrari reglur um tengda aðila í sjávarútvegi og þannig kortlagningu eignarhalds aflaheimilda. Leggur hann til svipaða aðferð og Páll Magnússon þingmaður lagði til í nóvember. Ljósmynd/Aðsend

„Regl­urn­ar um tengda aðila eru und­ar­leg­ar svo ekki sé meira sagt og hægt væri að gera þær til muna gegn­særri,“skrif­ar Kári Gauta­son, fram­kvæmda­stjóri þing­flokks VG, í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu í dag. Kári, sem gef­ur kost á sér í for­vali VG í Norðaust­ur­kjör­dæmi, sting­ur í grein sinni upp á að notuð verði önn­ur aðferð til að skil­greina tengda aðila í sjáv­ar­út­vegi og eign­ar­hald afla­heim­ilda en nú gild­ir.

Legg­ur hann til að tek­in verði upp reiknilík­an Sewall Wright sem myndi þýða að fé­lag með 10% afla­heim­ilda og 49% eigna­hlut í fé­lagi með 6% afla­heim­ilda yrði skráð fyr­ir 49% af 6% afla­heim­ild­anna auk eig­in heim­ilda. Þannig væri fyr­ir­tækið skráð fyr­ir 12,94% hlut­deild.

Hug­mynd Kára virðist mjög lík þeirri sem Páll Magnús­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, kynnti í frum­varpi sem hann lagði fram í nóv­em­ber. Það er því spurn­ing hvort þetta sé merki um þver­póli­tísk­an stuðning við frum­varp Páls sem ekk­ert hef­ur frést af frá því það var kynnt.

Kári tel­ur einnig að þörf er á auknu fé­lags­legu eign­ar­haldi í fyruir­tækj­um er fara með afla­heim­ild­ir. „Setja mætti þá reglu að fyr­ir hvert pró­sent yfir fimm pró­sent viðmið þyrfti til­tek­inn hluti af fé­lag­inu að vera í eigu heima­manna og starfs­fólks,“ skrif­ar hann.

Tel­ur Kári fyrr­nefnt fyr­ir­komu­lag til þess fallið að auka jafn­vægi milli íbúa og eig­enda sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is í ákvörðunum er snerta framtíð sjáv­ar­plássa.

Grein Kára í heild:

Sjálf­stæður sjáv­ar­út­veg­ur

Þökk sé kvóta­kerf­inu, tækni­fram­förum og aðlög­un­ar­hæfni er sjáv­ar­út­veg­ur­inn í dag, eft­ir fjöru­tíu ár af kvóta- og markaðsstýrðum veiðum, orðinn allt annað fyr­ir­bæri en áður var. Fyr­ir það fyrsta er af hon­um mik­ill hagnaður. Þó að níu af hverj­um tíu krón­um gjald­eyr­is, sem þjóðarbúið aflaði, væri vegna sjó­sókn­ar fyr­ir 1980 var sjáv­ar­út­veg­ur­inn ekki sér­lega arðbær. Gengið var fellt reglu­lega til að rétta hann af og alls kyns lána­fyr­ir­greiðslur tíðkuðust. Í dag fást fjór­föld verðmæti fyr­ir hvern þorsk miðað við tím­ann fyr­ir kvóta­setn­ingu. Þessi aðferðafræði hef­ur óneit­an­lega virkað. Í meg­in­at­riðum of­nýt­um við ekki auðlind­ir sjáv­ar og í kerf­inu er hvati til þess að skapa sí­fellt meiri verðmæti úr hverj­um fiski. Vel­gengn­in hjá at­vinnu­veg­in­um í heild, sem ber að fagna, hef­ur á hinn bóg­inn skapað ójafn­vægi sem ekki er hægt að líta fram hjá.

Ára­tuga ill­deil­ur

Síðustu ára­tugi hef­ur kvót­inn hlaðist á sí­fellt færri hend­ur. Tíu stærstu fyr­ir­tæk­in eiga 50% af heild­arkvóta. Hins veg­ar greiða um þúsund aðilar á Íslandi veiðigjöld. Þar er um að ræða út­höld sem eru allt frá því að vera strand­veiðibát­ar upp í út­gerðir sem hafa keypt upp sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki í öðrum lönd­um, sann­kallaðir dröttung­ar. Flór­an er því afar fjöl­breytt.

Um fátt er jafn mikið ritað og rif­ist eins og sjáv­ar­út­veg, hvort hækka eða lækka eigi veiðigjöld, hvort bjóða eigi út afla­heim­ild­ir og allt þar í milli.

Erfitt er því að koma með til­lög­ur til sátta á þessu sviði sem ekki hef­ur verið rif­ist um ára­tug­um sam­an. Hér skal þó gerð til­raun. Eitt megn­asta órétt­lætið sem fylg­ir nú­ver­andi kerfi er það að til­tölu­lega fá­menn­ur hóp­ur á í raun nýt­ing­ar­rétt­inn á fisk­in­um í kring­um landið. Hann fer með þann rétt sem var­an­lega eign sína en greiðir vissu­lega fyr­ir það af­komu­tengd veiðigjöld. Gjaldið hækk­ar þegar vel geng­ur og lækk­ar þegar ver árar. Hversu stórt hlut­fall af hagnaði þetta gjald á að vera er og verður álita­mál.

Upp­boðsleið breyt­ir engu

Sum­ir stjórn­mála­flokk­ar hafa það mark­mið að hafa eins mikið fé út úr fisk­veiðiauðlind­inni fyr­ir þjóðar­heild­ina og hægt er, til dæm­is með því að bjóða upp afla­heim­ild­irn­ar. Að mínu viti breyt­ir það ekki grund­valla­rórétt­læt­inu. Það verða þá þeir sem fyr­ir eru á fleti sem bjóða í þess­ar heim­ild­ir, þeir sem eiga skip og svo fram­veg­is. Ný­leg dæmi frá Fær­eyj­um sýna að upp­boðsleiðir eru fjarri því að vera galdra­lausn til þess að auka nýliðun. Þeim var raun­ar hætt vegna þess að þær náðu ekki mark­miði sínu. Þetta tel ég að Sam­fylk­ing og Viðreisn viti vel en telji betra að veifa röngu tré en öngvu.

Venslaleið er væn­leg

Marg­ir furða sig á því að það virðist vera sem að ein­staka út­gerðir séu komn­ar yfir 12% þakið sem á að vera á hlut­falli af heild­arkvóta. Regl­urn­ar um tengda aðila eru und­ar­leg­ar svo ekki sé meira sagt og hægt væri að gera þær til muna gegn­særri. Til dæm­is með því að sleppa nú­ver­andi flækju al­farið og nota aðra aðferð. Það mætti brúka þá leið sem notuð er til þess að reikna út vensl í ætt­ar­trjám og kennd er við töl­fræðing­inn Sewall Wright. Það þýðir að ef að A á 10% afla­heim­ilda en á 49% hlut í fyr­ir­tæki sem á 6% afla­heim­ilda telst það sem svo að A eigi 12,94% afla­heim­ilda. Þessi aðferð myndi ná utan um hvers kon­ar eign­ar­halds­flækj­ur svo lengi sem þær væru gefn­ar upp.

Fé­lags­leg teng­ing yfir 5%

Tólf pró­sent af heild­arafla er mjög hátt hlut­fall af heild­arafla og ekki ljóst af hverju „þakið“ er sett við það mark. Ég held því fram hvað sem því líður að rétt­ur­inn til þess að veiða yfir 5% pró­sent af öll­um fiski á Íslands­miðum telj­ist ótví­rætt til for­rétt­inda. Um slík rétt­indi þurfa að gilda aðrar regl­ur en fyr­ir trillu­karl­inn. Gleym­um því ekki að það var sam­vinnu­verk­efni út­gerðarmanna, sjó­manna, land­verka­fólks og sam­fé­lags­ins að skapa þau skil­yrði sem gerðu það að verk­um að rekst­ur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja hef­ur gengið vel síðustu ára­tugi. Fyr­ir­tæk­in bera í mörg­um til­fell­um mikla ábyrgð á af­komu heilu sveit­ar­fé­lag­anna. Því fylg­ir ójafn­vægi og set­ur íbúa þess­ara sam­fé­laga í flókna stöðu gagn­vart þess­um sömu fyr­ir­tækj­um. Þetta þekkja all­ir sem eiga ræt­ur í sjáv­ar­út­vegsplássi.

Eigi sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki að viðhalda rétti sín­um til þess að nýta hátt hlut­fall af heild­arafla­heim­ild­um verða þau að mín­um dómi að vera að ein­hverju marki í eigu heima­manna og starfs­fólks. Setja mætti þá reglu að fyr­ir hvert pró­sent yfir fimm pró­sent viðmið þyrfti til­tek­inn hluti af fé­lag­inu að vera í eigu heima­manna og starfs­fólks. Ég gef lítið fyr­ir kenni­setn­ing­ar um að slíkt gangi ekki þar sem kapí­tal­ist­ar séu best til þess falln­ir að há­marka arð af auðlind­inni. Nú þegar eru dæmi um út­gerðarfé­lög með fé­lags­legt eign­ar­hald, þar sem arður af rekstri er fjár­fest­ur inn­an sam­fé­lags­ins en ekki braskað með hann á fjar­lægj­um eyj­um eða í ótengd­um rekstri. Slíkt fyr­ir­komu­leg myndi jafna stöðuna tals­vert og auka jafn­ræði milli íbúa í sjáv­ar­plássi eða lands­hluta og út­gerðarfjöl­skyldu sem stýr­ir því hvort plássið lif­ir eða deyr með ákvörðunum sín­um um ráðstöf­un afla­heim­ilda. Það má því segja að þetta væri ákveðinn vís­ir að sjálf­stæði sjáv­ar­út­vegsplássa.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.3.25 561,51 kr/kg
Þorskur, slægður 16.3.25 617,61 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.3.25 308,81 kr/kg
Ýsa, slægð 16.3.25 266,53 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.3.25 232,02 kr/kg
Ufsi, slægður 16.3.25 259,24 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 9.3.25 219,00 kr/kg
Gullkarfi 16.3.25 190,38 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.421 kg
Þorskur 2.977 kg
Ýsa 941 kg
Skarkoli 42 kg
Hlýri 36 kg
Langa 5 kg
Keila 3 kg
Samtals 9.425 kg
16.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 4.872 kg
Þorskur 922 kg
Keila 31 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 5.842 kg
16.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.918 kg
Ýsa 253 kg
Karfi 34 kg
Samtals 5.205 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.3.25 561,51 kr/kg
Þorskur, slægður 16.3.25 617,61 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.3.25 308,81 kr/kg
Ýsa, slægð 16.3.25 266,53 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.3.25 232,02 kr/kg
Ufsi, slægður 16.3.25 259,24 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 9.3.25 219,00 kr/kg
Gullkarfi 16.3.25 190,38 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.421 kg
Þorskur 2.977 kg
Ýsa 941 kg
Skarkoli 42 kg
Hlýri 36 kg
Langa 5 kg
Keila 3 kg
Samtals 9.425 kg
16.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 4.872 kg
Þorskur 922 kg
Keila 31 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 5.842 kg
16.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.918 kg
Ýsa 253 kg
Karfi 34 kg
Samtals 5.205 kg

Skoða allar landanir »