Einn hlaut meiðsl er Dala-Rafn rakst á Elliðaey

Dala-Rafn skall á Elliðaey á sunnudagskvöld. Einn slasaðist en þó …
Dala-Rafn skall á Elliðaey á sunnudagskvöld. Einn slasaðist en þó ekki alvarlega. Skipið varð fyrir minni háttar skemmdum á stefni og hélt aftur til sjós. Ljósmynd/Ísfélagið

Dala-Rafn, skuttogari sem gerður er út af Ísfélagi Vestmannaeyja, varð fyrir því óláni á sunnudagskvöld að skella á Elliðaey með þeim afleiðingum að skemmdir urðu á stefni skipsins og einn handleggsbrotnaði. Þetta staðfestir lögreglan í Vestmannaeyjum.

„Skipið lendir þarna á Elliðaey. […] Það slasaðist einn um borð, ekki alvarlega,“ segir Tryggvi Ólafsson lögreglufulltrúi í samtali við 200 mílur. Hann segir skipið ekki mikið laskað, enda komið á sjó aftur. „Þetta hefði getað farið illa, það er þarna grynning rétt hjá. Það er alltaf slæmt ef menn slasast en sem betur fer slapp þetta með þessum hætti.“

Hann kveðst ekki geta tjáð sig nánar um málsatvik að svo stöddu þar sem enn á eftir að taka skýrslu af nokkrum skipverjum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa staðfestir að atvikið hafi verið tilkynnt til nefndarinnar, en nefndin mun ekki gefa út neinar upplýsingar fyrr en skýrsla hennar verður birt.

Elliðaey er rétt norðaustur af Heimaey og er þriðja stærsta eyja Vestmannaeyja. Eyjan er með mikla kletta og er hæsti punktur hennar 114 metrar yfir sjávarmáli. Mikið fuglavarp er í eynni og því mikil fuglatekja stunduð þar.

Eyjar.net sagði fyrst frá atvikinu.

Horft til Elliðaeyjar.
Horft til Elliðaeyjar. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 16.627 kg
Ufsi 2.513 kg
Þorskur 2.203 kg
Ýsa 641 kg
Samtals 21.984 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 16.627 kg
Ufsi 2.513 kg
Þorskur 2.203 kg
Ýsa 641 kg
Samtals 21.984 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg

Skoða allar landanir »