Hluthafar selja við skráningu Síldarvinnslunnar

Núverandi hluthafar munu selja í Síldarvinnslunni við skráningu félagsins í …
Núverandi hluthafar munu selja í Síldarvinnslunni við skráningu félagsins í Kauphöllinna. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Ekki er gert ráð fyrir að gefið verði út nýtt hlutafé í Síldarvinnslunni við skráningu félagsins á aðalmarkað Nasdaq Iceland, segir Gunnþór Ingvason, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við 200 mílur. Þess í stað munu núverandi hluthafar selja af sínum hlut við skráninguna.

Tilkynnt var í morgun að stjórn Síldarvinnslunnar hafi ákveðið að hefja undirbúning að skráningu félagsins í Kauphöllina og gert ráð fyrir að það sé komið á markað á fyrri árshelming þessa árs. Þá sé markmiðið að opna félagið fyrir fleiri fjárfestum.

Spurður hvað hafi orðið til þess að ákveðið sé að skrá félagið á markað nú svarar Gunnþór: „Þetta hefur komið til tals og menn hafa fundið fyrir áhuga aðila á að koma að sjávarútvegi. Þessi ákvörðun er liður í því að svara því kalli.“ Hann segir þessa aðgerð til fallna að efla félagið til framtíðar.

Fjöldi hluthafa

Meðal núverandi hluthafa Síldarvinnslunnar er Samherji stærstur, en það fyrirtæki fer með 44,64% hlut. Þá fer Kjálkanes ehf. með 34,23% hlut en það félag er í eigu tíu einstaklinga og eru Anna og Ingi Jóhann Guðmundsbörn með hvort um sig 22,54%, en aðrir með minna. Þar á meðal Björgólfur Jóhannsson, einn tveggja forstjóra Samherja, sem fer með 8,67% hlut í Kjálkanesi.

Þá fer Samvinnufélag útgerðarmanna Neskaupstaðar með 10,97% hlut í Síldarvinnslunni. Eignarhaldsfélagið Snæfugl ehf. fer með 5,29% hlut í Síldarvinnslunni, en eigendur þess eru fjórir. Halldór Jónasson er stærsti hluthafi í Snæfugli með 54,25% en Björgólfur Jóhannsson minnsti hluthafi með 5%.

Hraunlón ehf., í jafnri eigu Einars Benediktssonar og Gísla Baldurs Garðarssonar, fer með 1,62% hlut í Síldarvinnslunni en aðrir hluthafar eru með minna en eitt prósent. Alls eru ríflega 280 hluthafar í félaginu og ekki ljóst hverjir eru nú að hugsa um að selja hluti sína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 16.627 kg
Ufsi 2.513 kg
Þorskur 2.203 kg
Ýsa 641 kg
Samtals 21.984 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 16.627 kg
Ufsi 2.513 kg
Þorskur 2.203 kg
Ýsa 641 kg
Samtals 21.984 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg

Skoða allar landanir »