Fjögur skip taka þátt í marsrallinu

Árleg stofnmæling botnfiska hófst í gær og eru fjögur skip …
Árleg stofnmæling botnfiska hófst í gær og eru fjögur skip að mælingum á Íslandsmiðum. Ljósmynd/Svanhildur Egilsdóttir

Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum, svokallað marsrall, hófst í gær og mun standa yfir næstu þrjár vikur. Alls taka fjögur skip þátt í verkefninu og eru það að venju rannsóknarskipin tvö Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson auk togaranna Breka VE og Gullvers NS.

Fram kemur á vef Hafrannsóknastofnunar að togað verður á tæplega 600 stöðvum á 20 til 500 metra dýpi umhverfis landið. „Helsta markmið er að fylgjast með breytingum á stofnstærðum, aldri, fæðu, ástandi og útbreiðslu botnfisktegunda við landið. Einnig verður sýnum safnað vegna ýmissa rannsókna, t.d. á mengunarefnum í sjávarfangi og mat lagt á magn ýmiss konar rusls á sjávarbotni.“

Marsrallið hefur farið fram með svipuðum hætti á hverju ári frá 1985. Þá var helmingur togstöðva í upphafi staðsettur af skipstjórum, en öðrum stöðvum var dreift um miðin með tilviljunarkenndum hætti.

Hafrannsóknastofnun hóf aftur merkingar á þorski í marsrallinu 2019 eftir nokkuð hlé og er ætlunin í marsralli ársins að merkja þorska á Vestfjarðamiðum og við Norðurland.

Hægt er fylgjast með rallinu í beinni.



mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.1.25 585,21 kr/kg
Þorskur, slægður 24.1.25 676,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.1.25 404,34 kr/kg
Ýsa, slægð 24.1.25 347,34 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.1.25 205,25 kr/kg
Ufsi, slægður 24.1.25 280,65 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 24.1.25 222,85 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.151 kg
Ýsa 3.831 kg
Steinbítur 313 kg
Langa 234 kg
Keila 78 kg
Karfi 12 kg
Hlýri 8 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.631 kg
25.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 293 kg
Þorskur 178 kg
Ýsa 113 kg
Hlýri 19 kg
Karfi 7 kg
Langa 3 kg
Samtals 613 kg
25.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.069 kg
Ýsa 472 kg
Keila 133 kg
Steinbítur 8 kg
Karfi 4 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 1.689 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.1.25 585,21 kr/kg
Þorskur, slægður 24.1.25 676,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.1.25 404,34 kr/kg
Ýsa, slægð 24.1.25 347,34 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.1.25 205,25 kr/kg
Ufsi, slægður 24.1.25 280,65 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 24.1.25 222,85 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.151 kg
Ýsa 3.831 kg
Steinbítur 313 kg
Langa 234 kg
Keila 78 kg
Karfi 12 kg
Hlýri 8 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.631 kg
25.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 293 kg
Þorskur 178 kg
Ýsa 113 kg
Hlýri 19 kg
Karfi 7 kg
Langa 3 kg
Samtals 613 kg
25.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.069 kg
Ýsa 472 kg
Keila 133 kg
Steinbítur 8 kg
Karfi 4 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 1.689 kg

Skoða allar landanir »