Veiddu 51 kílós þorsk

Áhöfnin á Sólrúnu með þorskinn stóra.
Áhöfnin á Sólrúnu með þorskinn stóra. Ljósmynd/Sindri Swan

Áhöfn­in á Sól­rúnu EA-151 veiddi risaþorsk við Kol­beins­ey í nótt. Þorsk­ur­inn vó 51 kíló. 

Ekki ligg­ur fyr­ir hve þung­ir stærstu þorsk­ar sem veidd­ir hafa verið við Íslands­strend­ur hafa verið en ljóst er að þessi er með þeim stærri. 

Sól­rún rær frá Árskógs­andi og veiðir þessa dag­ana við Kol­beins­ey. Það er um átta klukku­tíma stím aðra leið að sögn Har­alds Ólafs­son­ar, há­seta og vél­stjóra um borð. 

Þegar dregið var, voruð þið ekk­ert smeyk­ir við að missa hann, svona þung­an fisk?

„Jú, þegar ég sá hann koma stoppaði ég spilið, lagði frá mér gogg­inn og tók upp hak­ann og setti í haus­inn á hon­um. Ég dró hann áleiðis upp, kallaði svo á Kristján og hann dró hann með mér. Hann var bara blóðgaður þarna á lunn­ing­unni og við rúlluðum hon­um í sam­ein­ingu ofan í lest,“ sagði Har­ald­ur. 

„Þetta var svona sól­strand­ar­gæi, eins og maður kall­ar þá. Svona gul-rauður.“

Stefán Þór Ólafsson og sólstrandargæinn.
Stefán Þór Ólafs­son og sól­strand­ar­gæ­inn. Ljós­mynd/​Sindri Swan

Lang­ir róðrar

Kílóverðið sem Sól­rún hef­ur verið að fá er um 250 krón­ur, svo að fisk­ur­inn hef­ur verið um 12.750 króna virði.

Landað var úr Sól­rúnu í dag og var fisk­ur­inn vigtaður í landi, hann hafði þegar verið blóðgaður „svo þetta var kannski kíló í blóð“, sagði Har­ald­ur. 

Í áhöfn­inni eru ásamt Har­aldi Kristján Freyr Pét­urs­son skip­stjóri og Stefán Þór Ólafs­son há­seti. 

„Þetta var bara hörkuróður,“ seg­ir Har­ald­ur. Hann gerði 18,2 tonn á um 15.000 króka, beitt með síld. Sól­rún fór út í gær­morg­un um klukk­an fimm og kom heim um hálfell­efu í dag. Það ger­ir 29 klukku­stunda róður með 16 tíma stími báðar leiðir. 

Har­ald­ur seg­ir þorskinn á þess­um slóðum mis­jafn­an, hann sé ekki ein­ung­is boltaþorsk­ur. 

„Ann­ars er bara blíða hérna fyr­ir norðan. Hann asnaðist til að gera haf­golu hérna, ann­ars er heiðskírt og brak­andi sól­skin,“ seg­ir Har­ald­ur sem seg­ir þá fé­laga fara aft­ur út klukk­an fimm í fyrra­málið, í næsta róður, líka norður fyr­ir Gríms­ey.

Sólrún EA-151
Sól­rún EA-151 Ljós­mynd/​Sindri Swan
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »