Ekki verður annað sagt en að aflabrögðin hjá áhöfninni á Harðbaki EA, sem Útherðarfélag Akureyringa gerir út, hafi verið með ágætum. Á hundrað dögum eða frá 15. febrúar hefur samanlagður heildarafli ísfiskskipsins náð 3.018 tonnum og hefur meðalafli í hverri veiðiferð verið um 80 tonn.
Þessum merka áfanga var náð snemma í morgun er skipið, sem kom nýtt til Akureyrar í fyrra, kom til hafnar í Dalvík með 90 tonn, að því er fram kemur í færslu á vef Samherja.
„Við vorum fyrir norðan Hornstrandir og þetta er mjög góður fiskur, rúmlega fjögur kíló og við vorum að taka sjö til átta tonn í holi. Við erum ellefu um borð, allt saman stálkarlar. Harðbakur hefur aðallega landað Í Þorlákshöfn, Hafnarfirði, Grundarfirði og í Bolungarvík, frá þessum stöðum er hráefninu svo ekið norður til Dalvíkur og Akureyrar. Í raun og veru er oftast landað næst þeim stað sem við erum við veiðar, sem skýrir fjölda veiðiferðanna að nokkru,“ er haft eftir Guðmund Ingvar Guðmundsson, skipstjóra á Harðbaki, í færslunni.
„Það eru tvær áhafnir á skipinu, Covid hefur haft töluverð áhrif á frítúra en núna fer þetta allt saman að komast í rétt horf hjá okkur. Jú, jú, það var sannarlega indæl tilfinning að sigla inn Eyjafjörðinn í nótt með fullfermi af góðum fiski og ekki skemmir fyrir að hafa rofið 3.000 tonna múrinn í leiðinni,“ segir Guðmundur.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.1.25 | 583,09 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.1.25 | 586,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.1.25 | 339,18 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.1.25 | 319,88 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.1.25 | 261,13 kr/kg |
Ufsi, slægður | 9.1.25 | 275,16 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.1.25 | 230,47 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 7.684 kg |
Ýsa | 2.107 kg |
Langa | 53 kg |
Samtals | 9.844 kg |
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 8.433 kg |
Ýsa | 689 kg |
Steinbítur | 209 kg |
Karfi | 58 kg |
Langa | 14 kg |
Keila | 9 kg |
Sandkoli | 2 kg |
Skarkoli | 1 kg |
Samtals | 9.415 kg |
9.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Keila | 123 kg |
Þorskur | 118 kg |
Langa | 95 kg |
Ufsi | 28 kg |
Samtals | 364 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.1.25 | 583,09 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.1.25 | 586,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.1.25 | 339,18 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.1.25 | 319,88 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.1.25 | 261,13 kr/kg |
Ufsi, slægður | 9.1.25 | 275,16 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.1.25 | 230,47 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 7.684 kg |
Ýsa | 2.107 kg |
Langa | 53 kg |
Samtals | 9.844 kg |
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 8.433 kg |
Ýsa | 689 kg |
Steinbítur | 209 kg |
Karfi | 58 kg |
Langa | 14 kg |
Keila | 9 kg |
Sandkoli | 2 kg |
Skarkoli | 1 kg |
Samtals | 9.415 kg |
9.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Keila | 123 kg |
Þorskur | 118 kg |
Langa | 95 kg |
Ufsi | 28 kg |
Samtals | 364 kg |