Íslendingar enn bara „dropi í hafið“

Sjókvíar Arnarlax í Tálknafirði.
Sjókvíar Arnarlax í Tálknafirði. Ljósmynd/mbl.is

Útflutningstekjur Norðmanna af laxeldisafurðum samsvöruðu árið 2020 þúsund milljörðum íslenskra króna. 

Norðmenn framleiða og flytja mest út allra þjóða af laxeldisafurðum og var árið 2020 einnig metár í framleiðslu og útflutningi þar sem 1,1 milljón tonna eldisafurða var flutt út. 

Til samanburðar námu heildarútgjöld íslenska ríkisins á kórónaveiruárinu 2020 alls um 990 milljörðum króna. Útflutningsverðmæti Norðmanna af eldisafurðum voru sömuleiðis meiri árið 2020 heldur en samanlagðar tekjur Íslendinga af vöru- og þjónustuútflutningi. 

Þetta kemur fram í nýlegu fréttabréfi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í samantekt undir fyrirsögninni „Dropi í stóru hafi“ þar sem umfang fiskeldis á Íslandi er borið saman við umfang þess í Færeyjum og í Noregi. 

Þar segir að miðað við fréttir af stórauknum útflutningstekjum Íslendinga af fiskeldi gæti fólk haldið að Ísland sé orðið umsvifamikið á heimsvísu í eldi laxfiska, en svo sé ekki. 

Árið 2020 var líka metár í útflutningi á eldisafurðum frá Íslandi. Alls voru flutt út um 24 þúsund tonn frá Íslandi, samanborið við 59 þúsund tonn frá Færeyjum og 1,1 milljón tonna frá Noregi, sem áður var minnst á. Fiskeldi í Noregi er því um fjörutíu og fimmfalt að umfangi miðað við Ísland. 



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,04 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 309,96 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 346,05 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Þorskur 497 kg
Ýsa 69 kg
Hlýri 10 kg
Langa 7 kg
Samtals 583 kg
11.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.235 kg
Þorskur 394 kg
Keila 158 kg
Karfi 41 kg
Hlýri 20 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 1.855 kg
11.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 3.062 kg
Þorskur 1.155 kg
Keila 382 kg
Karfi 8 kg
Hlýri 6 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 4.617 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,04 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 309,96 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 346,05 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Þorskur 497 kg
Ýsa 69 kg
Hlýri 10 kg
Langa 7 kg
Samtals 583 kg
11.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.235 kg
Þorskur 394 kg
Keila 158 kg
Karfi 41 kg
Hlýri 20 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 1.855 kg
11.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 3.062 kg
Þorskur 1.155 kg
Keila 382 kg
Karfi 8 kg
Hlýri 6 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 4.617 kg

Skoða allar landanir »