Fer fram á algjöra fríverslun við ESB

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það sem við erum að fara fram á er að fá algjöra fríverslun fyrir fisk inn á EES-svæðið. Það sem ég hef lagt áherslu á er að við fáum ekki lakari markaðsaðgang fyrir fisk og sjávarafurðir en önnur samstarfsríki sem Evrópusambandið á ekki í næstum eins nánu samstarfi við,“ segir Guðlagur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í samtali við 200 mílur um ferð sína til Brussel í síðustu viku þar sem fundað var með æðstu stjórnendum.

Fundað í Brussel

Greint hefur verið frá því á 200 mílum á mbl.is að Guðlaugur Þór hefði fundað með framkvæmdastjórum Evrópusambandsins um aukin tollfrjáls viðskipti þar sem verslun með sjávarafurðir var í brennidepli.

Fundaði Guðlaugur Þór með Josep Borrell, utanríkismálastjóra ESB, Valdis Dombrovskis, viðskiptamálastjóra ESB, Virginijus Sinkevièius, framkvæmdastjóra sjávarútvegsmála ESB, og Janusz Wojciechowski, framkvæmdastjóra landbúnaðarmála ESB.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Valdis Dombrovskis, viðskiptamálastjóri …
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Valdis Dombrovskis, viðskiptamálastjóri ESB. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Tilbúnir í viðræður

Guðlaugur Þór segir fulltrúa Evrópusambandsins tilbúna í viðræður.

„Það sem kom fram á fundinum er að Evrópusambandið er reiðubúið að hefja samræður við okkur um fríverslun með fisk og aðrar sjávarafurðir. Sömuleiðis er skýrt af okkar hálfu að jafnvægi þarf að nást í verslun með landbúnaðarafurðir,“ segir Guðlaugur Þór og útskýrir að bæði þrufi að líta til þess að helsta útflutningsland íslensks lambakjöts sé Bretland sem ekki er lengur í Evrópusambandinu sem og að samingar um útflutning á skyri hafi ekki gengið eftir.

„Ísland vinnur náið með ESB og aðildarríkjum þess á grundvelli EES-samningsins og okkar sameiginlegu gilda og það hlýtur að vera okkur öllum í hag að sanngirni ríki í viðskiptum okkar í milli,“ er haft eftir ráðherranum á vef Stjórnarráðsins.

Guðlaugur Þór og Virginijus Sinkevičius framkvæmdastjóri sjávarútvegsmála ESB.
Guðlaugur Þór og Virginijus Sinkevičius framkvæmdastjóri sjávarútvegsmála ESB. Ljósmynd/Stjórnarráðið

75-80% tollfrelsi

Aðspurður hversu mikla breytingu frá núverandi markaðsaðgangi fríverslun myndi hafa í för með sér segir Guðlaugur Þór að um sjötíu og fimm eða áttatíu prósent af útfluttum sjávarafurðum á Evrópumarkað séu nú þegar tollfrjáls, sem sé góður aðgangur. Fríverslun myndi færa okkur algjörlega tollfrjálsa verslun.

Í skrifum sínum á samfélagsmiðla um fundina segir Guðlaugur Þór:

„Það er mikilvægt að fylgja vel eftir og gæta stöðugt hagsmuna okkar í EES-samstarfinu. Það gerir það enda enginn fyrir okkur!“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.11.24 539,50 kr/kg
Þorskur, slægður 5.11.24 586,19 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.11.24 307,26 kr/kg
Ýsa, slægð 4.11.24 311,13 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.11.24 257,93 kr/kg
Ufsi, slægður 4.11.24 266,36 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 4.11.24 313,48 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.11.24 Toni NS 20 Lína
Þorskur 1.744 kg
Ýsa 1.005 kg
Keila 26 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 2.778 kg
5.11.24 Emil NS 5 Lína
Þorskur 965 kg
Ýsa 739 kg
Keila 30 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 1.740 kg
5.11.24 Hilmir ST 1 Línutrekt
Þorskur 3.435 kg
Ýsa 2.456 kg
Steinbítur 40 kg
Samtals 5.931 kg
5.11.24 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 661 kg
Ýsa 32 kg
Samtals 693 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.11.24 539,50 kr/kg
Þorskur, slægður 5.11.24 586,19 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.11.24 307,26 kr/kg
Ýsa, slægð 4.11.24 311,13 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.11.24 257,93 kr/kg
Ufsi, slægður 4.11.24 266,36 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 4.11.24 313,48 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.11.24 Toni NS 20 Lína
Þorskur 1.744 kg
Ýsa 1.005 kg
Keila 26 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 2.778 kg
5.11.24 Emil NS 5 Lína
Þorskur 965 kg
Ýsa 739 kg
Keila 30 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 1.740 kg
5.11.24 Hilmir ST 1 Línutrekt
Þorskur 3.435 kg
Ýsa 2.456 kg
Steinbítur 40 kg
Samtals 5.931 kg
5.11.24 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 661 kg
Ýsa 32 kg
Samtals 693 kg

Skoða allar landanir »