Nýr búnaður bæti öryggi

Karl Guðmundsson skipstjóri á Brúarfossi tók við búnaðinum fyrir hönd …
Karl Guðmundsson skipstjóri á Brúarfossi tók við búnaðinum fyrir hönd Eimskips frá Einari Gylfa Haraldssyni framkvæmdastjóra Viking-Life á Íslandi. Ljósmynd/Eimskip

Eim­skip fékk ný­verið af­hent­an nýj­an slökkvi­búnað sem ætlað er að slökkva elda í gám­um og seg­ir Karl Guðmunds­son, skip­stjóri á Brú­ar­fossi, mik­il­vægt að búa yfir búnaði sem ger­ir áhöfn kleift að bregðast snöggt og ör­ugg­lega við ef eld­ur kvikn­ar um borð.

Búnaður­inn sem um ræðir nefn­ist Hydro-Pen og seg­ir á vef Eim­skips að þegar grun­ur vakn­ar um eld í gámi sé hann tengd­ur brunaslöngu skips­ins og hengd­ur utan á gám­inn. Þegar þrýst­ingi er hleypt á tækið bor­ar það sig í gegn­um síðu gáms­ins og hefst inn­dæl­ing slökkvimiðils um leið og bor­inn nær í gegn.

Tækið borar sig inn í gáminn og slekkur síðan eldinn …
Tækið bor­ar sig inn í gám­inn og slekk­ur síðan eld­inn í gámn­um án þess að hafa áhrif á aðra gáma. Ljós­mynd/​Vik­ing

Búnaður­inn er til þess fall­inn að breyta nálg­un þegar gáma­bruni er um borð í flutn­inga­skipi. Hefðbundið er að berj­ast við slíka elda með því að dæla vatni á viðeig­andi gám auk allra gáma í grennd við hann. Þetta get­ur valdið skaða í öðrum nær­liggj­andi gám­um. Hydro-Pen-búnaðinn er hægt að festa á hvaða gám sem er þar sem hann er með hækk­an­leg­an fest­inga­búnað.

Aðeins 10 mín­út­ur

Karl tók við búnaðinum fyr­ir hönd Eim­skips frá Ein­ari Gylfa Har­alds­syni, fram­kvæmda­stjóra Vik­ing-Life á Íslandi. „Það er fjöl­breytt­ur varn­ing­ur um borð í skip­un­um okk­ar hverju sinni og oft hættu­leg efni. Hydro-Pen gef­ur okk­ur mögu­leika á að bregðast hratt og ör­ugg­lega við ef eitt­hvað kem­ur upp á úti á hafi sem skipt­ir mjög miklu máli fyr­ir ör­yggi áhafn­ar, skips og nátt­úr­unn­ar en með þessu marg­föld­um við lík­urn­ar á að ná tök­um á eldi í gámi. Í stað þess að vera með áhöfn­ina í lang­an tíma að gera gat á gám og sprauta vatni inn tek­ur það nú ein­ung­is um tíu mín­út­ur með Hydro-Pen sem minnk­ar áhætt­una til muna og er mik­il fram­för,“ seg­ir hann.

Kaup á búnaðinum eru sögð, í til­kynn­ingu frá Eim­skip, vera liður í að tryggja að fyr­ir­tækið sé í fremsta flokki hvað ör­ygg­is­mál varðar og er Hydro-Pen talið auka ör­yggi áhafna og skipa fé­lags­ins. „Áhafn­ir skip­anna munu nú í fram­haldi hljóta þjálf­un í notk­un búnaðar­ins þar sem skjót viðbrögð geta skipt sköp­um í bar­áttu við eld í gám­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.



Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.4.25 544,64 kr/kg
Þorskur, slægður 16.4.25 405,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.4.25 315,00 kr/kg
Ýsa, slægð 16.4.25 298,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.4.25 177,17 kr/kg
Ufsi, slægður 16.4.25 269,08 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 16.4.25 193,95 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.4.25 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 2.750 kg
Þorskur 436 kg
Samtals 3.186 kg
16.4.25 Ingi Rúnar AK 35 Grásleppunet
Grásleppa 1.306 kg
Þorskur 64 kg
Samtals 1.370 kg
16.4.25 Elías Magnússon ÍS 9 Grásleppunet
Grásleppa 958 kg
Skarkoli 293 kg
Þorskur 285 kg
Samtals 1.536 kg
16.4.25 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 6.024 kg
Skarkoli 1.229 kg
Þorskur 581 kg
Sandkoli 168 kg
Ýsa 28 kg
Samtals 8.030 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.4.25 544,64 kr/kg
Þorskur, slægður 16.4.25 405,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.4.25 315,00 kr/kg
Ýsa, slægð 16.4.25 298,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.4.25 177,17 kr/kg
Ufsi, slægður 16.4.25 269,08 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 16.4.25 193,95 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.4.25 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 2.750 kg
Þorskur 436 kg
Samtals 3.186 kg
16.4.25 Ingi Rúnar AK 35 Grásleppunet
Grásleppa 1.306 kg
Þorskur 64 kg
Samtals 1.370 kg
16.4.25 Elías Magnússon ÍS 9 Grásleppunet
Grásleppa 958 kg
Skarkoli 293 kg
Þorskur 285 kg
Samtals 1.536 kg
16.4.25 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 6.024 kg
Skarkoli 1.229 kg
Þorskur 581 kg
Sandkoli 168 kg
Ýsa 28 kg
Samtals 8.030 kg

Skoða allar landanir »