Plastmengun og súrnun sjávar áhyggjuefni

Vöktun hérlendis bendir fram á að verulegt magn plasts sé …
Vöktun hérlendis bendir fram á að verulegt magn plasts sé að finna við strendur Íslands. AFP

Mælingar vísa til þess að súrnun sjávar sé einna hröðust á heimsvísu í hafinu fyrir norðan Ísland. Hafa rannsóknir á afleiðingum súrnunar á lífríkið í sjónum við strendur landsins verið efldar.

Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um ástand hafsins við Ísland með tilliti til mengunar og fleiri umhverfisþátta.

Tilefni skýrslunnar er ráðherrafundur OSPAR-samningsins um vernd norðaustur Atlantshafsins sem fer fram 1. október næstkomandi.

„Baráttan gegn mengun hafsins hefur verið skýr þáttur í umhverfisstefnu Íslands um langa hríð. Hreint og heilbrigt umhverfi sjávar er nauðsynlegur þáttur í vernd vistkerfa jarðar og þar liggja líka miklir hagsmunir fyrir íslenskt samfélag, fyrir efnahag og ímynd,“ segir í skýrslunni.

Súrnun sjávar eitt alvarlegasta vandamálið

Niðurstöður samantektarinnar benda til þess að sums staðar sé mengun á niðurleið, hvað varðar geislavirk efni og mörg þrávirk lífræn efni, hins vegar sé súrnun sjávar óvíða hraðari á heimsvísu en fyrir norðan Ísland.

„Auk súrnunar hefur hlýnun og breytingar á hafstraumum og sjávarborði áhrif á vistkerfi hafs og stranda. Fylgjast þarf grannt með þeim breytingum og líklegum áhrifum þeirra á lífríki hafsins við Ísland, efnahag og samfélag,“ segir í skýrslunni.

Er þá jafnframt tekið fram að möguleikar til aðlögunar á þessari þróun séu afar takmarkaðir. Er eina raunhæfa lausnin líklega að draga verulega úr losun koldíoxíðs í andrúmsloftið.

Plastmengun stórt vandamál

Kemur þar jafnframt fram að vöktun hérlendis sýni fram á verulegt magn plasts við strendur landsins og finnst örplast víða í lífverum, meðal annars sjófuglum. Er þetta í samræmi við vaxandi vandamál plastmengunar í hafi á heimsvísu.

Hafa íslensk stjórnvöld tekið þetta mál upp, til að mynda á vettvangi Norðurskautsráðsins og vilja þau vinna að alþjóðlegu samkomulagi sem miðar að því að draga úr plastmengun.

Dregið úr styrk mengunarefna

Vísbending er um að dregið hafi úr styrk ýmissa mengunarefna við Íslandsstrendur á borð við þrávirk lífræn efni og geislavirk efni. Má meðal annars skýra þessa þróun af minni losun þessara efna á heimsvísu. Þá virðist ofauðgun af völdum næringarefna vegna fráveitu ekki vandamál í hafinu við strendur Íslands. Hefur þá hætta á alvarlegu olíuslysi við eða undan ströndum landsins farið minnkandi.

 „Vöktun á ástandi hafsins m.t.t. mengunar og annarra umhverfisbreytinga, s.s. súrnunar má efla og sömuleiðis upplýsingagjöf sem tengist henni. Þar þarf m.a. að skoða ný manngerð efni sem geta orðið hættuleg í umhverfinu, bæði þrávirk efni og önnur, s.s. lyfjaleifar,“ segir í skýrslunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg
21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 4.050 kg
Þorskur 3.889 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 7.943 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg
21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 4.050 kg
Þorskur 3.889 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 7.943 kg

Skoða allar landanir »