Ekkert varð úr samdrætti í sjávarútvegi

Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte, kynnti afkkomu greinarinnar …
Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte, kynnti afkkomu greinarinnar á sjávarútvegsdeginum í Hörpu í gær. mbl.is/Unnur Karen

Ekkert varð úr þeim mikla samdrætti í sjávarútvegi sem óttast var á síðasta ári þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Þetta kom fram í tölum um afkomu sjávarútvegsins og fiskeldis sem Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte, kynnti á sjávarútvegsdeginum í Hörpu í gær.

Lítilsháttar samdráttur varð hins vegar í erlendri mynt og hækkuðu skuldir vegna lægra gengi krónunnar. Samantekt Deloitte byggist á ársuppgjörum fyrirtækja sem hafa yfir að ráða um 90% af úthlutuðu aflamarki, sem síðan er skalað upp í 100%.

Aðstæður voru krefjandi í fyrra en vel hefur tekist að beina afurðum í nýja farvegi til að hámarka afkomu. Námu heildartekjur sjávarútvegsins 284 milljörðum króna í fyrra, sem er um 4 milljörðum meira en 2019.

Framlegð nam 72 milljörðum króna og dregst saman um einn milljarð en hagnaður dregst verulega saman, úr 43 milljörðum árið 2019 í 29 milljarða. Vegna lakara gengis krónunnar hækkuðu skuldir sjávarútvegsfyrirtækja í krónum talið í um 461 milljarð króna. Bókfært eigið fé nemur 325 milljörðum króna.

Arðgreiðslur í sjávarútvegi í fyrra námu 21,5 milljörðum króna og hækka frá fyrra ári um tæpa 11 milljarða króna. Helmingurinn tilheyrir dótturfélögum Samherja sem greiddu arð til móðurfélagsins, sem um sinn greiddi ekki út arð til hluthafa.

Bein opinber gjöld sjávarútvegsfyrirtækja námu í fyrra um 17,5 milljörðum króna. Fjárfestingar námu 24 milljörðum króna, sem er um þriðjungur af EBITDA.

Tekjur af fiskeldi voru 33,7 milljarðar króna og hafa aldrei verið eins miklar. Eins hefur aldrei verið framleitt meira, eða 41 þúsund tonn. Greinin skilaði hins vegar 62 milljóna króna rekstrartapi, en árið 2019 var hagnaður tæpir 2 milljarðar króna. Markaðsverð á laxi lækkaði á árinu og er það rakið til áhrifa kórónuveirufaraldursins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.6.24 529,56 kr/kg
Þorskur, slægður 3.6.24 414,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.6.24 471,26 kr/kg
Ýsa, slægð 3.6.24 330,14 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.6.24 199,17 kr/kg
Ufsi, slægður 3.6.24 241,99 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 3.6.24 336,19 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.5.24 362,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.6.24 Lundi ÍS 406 Sjóstöng
Þorskur 9 kg
Samtals 9 kg
3.6.24 Teista ÍS 407 Sjóstöng
Þorskur 66 kg
Samtals 66 kg
3.6.24 Jódís BA 28 Handfæri
Þorskur 782 kg
Samtals 782 kg
3.6.24 Langvía ÍS 416 Sjóstöng
Þorskur 107 kg
Samtals 107 kg
3.6.24 Fýll ÍS 412 Sjóstöng
Þorskur 106 kg
Samtals 106 kg
3.6.24 Æsir BA 808 Grásleppunet
Grásleppa 2.789 kg
Þorskur 46 kg
Samtals 2.835 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.6.24 529,56 kr/kg
Þorskur, slægður 3.6.24 414,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.6.24 471,26 kr/kg
Ýsa, slægð 3.6.24 330,14 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.6.24 199,17 kr/kg
Ufsi, slægður 3.6.24 241,99 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 3.6.24 336,19 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.5.24 362,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.6.24 Lundi ÍS 406 Sjóstöng
Þorskur 9 kg
Samtals 9 kg
3.6.24 Teista ÍS 407 Sjóstöng
Þorskur 66 kg
Samtals 66 kg
3.6.24 Jódís BA 28 Handfæri
Þorskur 782 kg
Samtals 782 kg
3.6.24 Langvía ÍS 416 Sjóstöng
Þorskur 107 kg
Samtals 107 kg
3.6.24 Fýll ÍS 412 Sjóstöng
Þorskur 106 kg
Samtals 106 kg
3.6.24 Æsir BA 808 Grásleppunet
Grásleppa 2.789 kg
Þorskur 46 kg
Samtals 2.835 kg

Skoða allar landanir »