„Þurfum einhvern til að taka af skarið“

Rupert Hoews, forstjóri MArine Stewardship Council, segir mikilvægt að starndríki …
Rupert Hoews, forstjóri MArine Stewardship Council, segir mikilvægt að starndríki komi sé saman um nýtingu uppsjávarstofna á Norður-Atlantshafi. Ljósmynd/Samsett

Rupert Howes, forstjóri MSC-vottunarstofunnar, kveðst sannfærður um að hægt sé að leysa deilur ríkja um uppsjávarveiðar í norðausturhluta Atlantshafs. Fulltrúar ríkjanna funda nú í London, en stórfyrirtæki hafa heitið því að hætta eða draga úr kaupum sínum á þessum uppsjávarafurðum ef deilan verður ekki leyst. 

„Ég er bjartsýnismaður og lít ekki á stöðuna sem skelfilega. Við erum með nokkur af auðugustu og þróuðustu ríkjum heims sem koma að málinu. Ég held að áskorunin felist í að þessir kvótar sem settir hafa verið einhliða hafa farið umfram vísindalega ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins [ICES] í allt of langan tíma,“ segir Howes.

Hann kom hingað til lands í tilefni arctic Circle ráðstefnunnar í Hörpu en MSC efndi til málstofu um sjálfbæra nýtingu makríls, kolmunna og norsk-íslenskrar síldar.

„Stofnarnir eru að minnka, en það er enn tími til þess að snúa þessari þróun við og það er það sem MSC og mörg fyrirtæki sem við störfum með eru að hvetja ríkisstjórnir strandríkjanna og fulltrúa þeirra – sem eru nú að hittast og semja um uppsjávarstofnana – til að taka að sér leiðtogahlutverkið og viðurkenna vandann og gera sitt ýtrasta til að leysa úr þessum hnút í viðræðunum. Það þarf að finna lausn í málinu, sanngjarna lausn á því hvernig aflahlutdeild er úthlutað og tryggja að veiðar verði í takti við vísindalega ráðgjöf,“ segir Howes.

mbl.is

Hann telur ljóst að þrýstingurinn á stjórnvöld í Noregi, Rússlandi, Bretlandi, Evrópusambandinu, Færeyjum og á Íslandi muni fara vaxandi á næstu misserum.

„Það eru miklar væntingar til ríkisstjórna um að gera það sem er rétt. Við erum í heimi sem er undir áhrifum kórónuveirufaraldurins og fólk er orðið meðvitað um umhverfismál og hvernig tengingar eru orðnar alþjóðlegar og hversu háð við erum orðin hvert öðru.“

Þrýstingur eykst

„MSC er aðeins hluti af öryggisventli og sem sýnir fram á hvað þarf til að nýting hafsins sé með góðum hætti. Vottanir okkar ná til hluta af 20% af fiskistofnum heimsins. Sjálfbærni er mál sem mun ekki hverfa í bráð. Neytendur og fyrirtæki vilja í auknum mæli vottaðar afurðir og þrýstingurinn á strandríkin eykst stöðugt,“ fullyrðir Howes.

„Þó svo að ríkin séu sammála um hvert veitt heildarmagn á að vera þá er ljóst að útgefnar veiðiheimildir eru um 41% umfram ráðgjöf fyrir makríl, um 25% umfram ráðgjöf fyrir kolmunna og 35% fyrir norsk-íslenska síld. Þetta er ekki sjálfbært og ég held að neytendur og fyrirtæki eru í auknum mæli að horfast í augu við það og því lengur sem þetta heldur áfram verður staðan óviðunandi. Fyrirtæki hafa boðað að þau munu breyta innkaupastefnu sína og yfirlýsingar fyrirtækja benda til þess að kaupendur eru reiðubúnir til að grípa til aðgerða,“ segir Howes.

Makríll dreginn úr sjó.
Makríll dreginn úr sjó. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson

Fram kom á málfundi MSC sem haldinn var á Arctic Circle að stórir kaupendur uppsjávarafurða hafa ákveðið að gefa strandríkjum í norðausturhluta Atlantshafs þrjú ár til að tryggja að veiðar á makríl, síld og kolmunna verði innan vísindalegrar ráðgjafar áður en fyrirtækin fari að leita annarra afurða.

Þar sagði Tom Pickerell, verkefnastjóri North Atlantic Pelagic Advocacy Group (NAPA), að skilaboðin frá yfir 40 verslunarkeðjum og matvælaframleiðendum væru skýr: Þau vilja sjálfbærar afurðir í virðiskeðju sinni.

Öll sammála um vísindin

„Án efa hefur Ísland frábæra fiskveiðistjórnun og öll þessi strandríki sem um ræðir vita hvernig á að stjórna veiðum. Jafnframt eru þau öll sammála um gildi vísindalegrar ráðgjafar ICES sem er ótrúlega jákvætt. Þannig að lausnirnar eru fyrir hendi en auðvitað er erfiðleikinn að koma á samkomulagi um skiptingu aflahlut- deilda milli ríkjanna. Þarna þurfum við einhvern til að taka af skarið og horfast í augu við að öll ríkin þurfa að taka skerðingu, því það er ljóst að stofnarnir eru að minnka og eru að nálgast hættumarkið. Síldarstofninn hefur minnkað um meira en þriðjung. Þannig að það eru takmörk fyrir því hversu lengi er hægt að sækja úr stofnunum í miklum mæli,“ segir Howes.

Telur þú að þessi þriggja ára frestur sem kaupendur afurða gefa verði afgerandi þáttur í að leysa vandamálið?

„Það á eftir að koma í ljós, en þetta er þróunin út um allan heim. Í Evrópu, Bandaríkjunum og sífellt meira í Asíu og Afríku. Markmið Sameinuðu þjóðanna um að ná að stýra nýtingu allra auðlinda hafsins í takti við vísindin innan 2030 hefur þegar verið samþykkt af flestum ríkjum heims. Ég vona að með þessum aukna þrýstingi frá markaðnum og frá útgerðunum sjálfum ná ríkin að finna hagstæða lausn á deilunni um stofnana.“

Makríll í hafinu á Svalbarðasvæðinu í sumar.
Makríll í hafinu á Svalbarðasvæðinu í sumar. Ljósmynd/Havforskningsinstituttet

Howes kveðst hafa hitt fjölda fólks hér á landi úr stjórnmálum, stjórnsýslu og sjávarútvegi og hefur heyrt mörg ólík sjónarmið um hvað gæti þurft að gera fram að því að lausn finnist. Bendir hann meðal annars á að sumir hafi viðrað þær hugmyndir að koma á veiðibanni á þessum tegundum þar til samningur milli strandríkja liggur fyrir. Jafnframt hafi verið rætt um alþjóðlega sáttamiðlun.

„Þetta eru allt nýjar hugmyndir í mínum huga, en okkar afstaða hjá MSC er einfaldlega að halda áfram að hvetja til þess að fundinn verði farsæll farvegur í málinu því það er í hag þjóðanna til lengri tíma, útgerðanna og manneskjanna.“

Hrósar Íslendingum

Forstjórinn segir Ísland hafa verið fljótt til að sýna vilja til að votta afurðir. „Ísland hefur með stórkostlegum hætti ákveðið að vera í fremstu röð þegar kemur að samstarfi við MSC. Á einum tímapunkti höfðu 97% af sjávarafurðum Íslands fengið MSC-vottun, þar af níu tegundir sem Íslendingar voru fyrstir að láta votta og eru fimm þeirra enn aðeins vottaðar á Íslandi.“

Mikill skaði fyrir lífríki sjávar

Makríll, norsk-íslensk síld og kolmunni í Norðuraustur-Atlantshafi eru stærstu fiskstofnar í Evrópu. Engir samningar hafa verið gerðir milli allra ríkja sem nýta þessa stofna um langt skeið eða frá 1996 og hafa stofnarnir því verið ofveiddir. Er talið að hætta sé á hruni þeirra ef ekki verður komið á stjórn veiða sem tryggir sjálfbæra nýtingu.

Undanfarin ár hefur stofnunum hnignað og hafa vísindamenn sérstaklega áhyggjur af norsk-íslenskri síld en sá stofn er sagður hafa minnkað um 36% á síðasta áratug. Stofninn hrundi seint á sjöunda áratugnum vegna ofveiði og náði sér aðeins eftir að veiðar voru takmarkaðar í 20 ár.

Að missa þessa stofna myndi valda miklum skaða á lífríki sjávar á svæðinu, þar sem þeir eru mikilvæg fæða fyrir aðrar tegundir. Neytendur myndu sjá vinsælar vörur hverfa úr hillum stórmarkaða og af matseðlum um alla Evrópu og Japan. Fiskeldisstöðvar geta staðið frammi fyrir truflunum á fóðurframboði, þar sem kolmunni er almennt notaður til framleiðslu fiskimjöls.

Huginn VE að veiðum.
Huginn VE að veiðum. Ljósmynd/Vinnslustöðin

Ráðlögðu minni afla

Í ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) sem veitt var 30. september um aflamark uppsjávarstofna fyrir 2022 er gert ráð fyrir 7-19% samdrætti í afla á norsk-íslenskri síld, makríl og kolmunna frá ráðgjöf fyrir árið 2021.

Í samræmi við samþykkta aflareglu strandríkja leggur ICES til að afli norsk-íslenskrar síldar nái ekki umfram 599 þúsund tonn á næsta ári. Er því gert ráð fyrir 52 þúsund tonnum minna en fyrir árið 2021, sem gerir um 9% lækkun. Leggur ICES til að afli makríls nái ekki umfram 795 þúsund tonn á næsta ári. Er það 57 þúsundum tonnum minna en fyrir þetta ár, eða um 7% lækkun.

Jafnframt er lagt til að afli kolmunna nái ekki umfram 753 þúsund tonn, sem er 176 þúsund tonnum minna en fyrir þetta ár og því um 19% lækkun að ræða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 468,39 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 280,78 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,20 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 12.752 kg
Ýsa 840 kg
Keila 84 kg
Steinbítur 15 kg
Langa 14 kg
Samtals 13.705 kg
22.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.537 kg
Ýsa 3.288 kg
Langa 366 kg
Steinbítur 327 kg
Keila 113 kg
Karfi 26 kg
Hlýri 22 kg
Samtals 12.679 kg
22.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.015 kg
Þorskur 729 kg
Ýsa 278 kg
Steinbítur 154 kg
Sandkoli 44 kg
Þykkvalúra 4 kg
Samtals 2.224 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 468,39 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 280,78 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,20 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 12.752 kg
Ýsa 840 kg
Keila 84 kg
Steinbítur 15 kg
Langa 14 kg
Samtals 13.705 kg
22.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.537 kg
Ýsa 3.288 kg
Langa 366 kg
Steinbítur 327 kg
Keila 113 kg
Karfi 26 kg
Hlýri 22 kg
Samtals 12.679 kg
22.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.015 kg
Þorskur 729 kg
Ýsa 278 kg
Steinbítur 154 kg
Sandkoli 44 kg
Þykkvalúra 4 kg
Samtals 2.224 kg

Skoða allar landanir »