Freyja er varðskip flestra kosta

Viðbragðsgeta meiri og betur hægt að tryggja öryggi sjófarenda og …
Viðbragðsgeta meiri og betur hægt að tryggja öryggi sjófarenda og annarra sem og sinna eftirliti með auðlindum, segir Einar H. Valsson um varðskipið nýja. Hann á að baki 40 ára feril hjá Landhelgisgæslunni. mbl.is/Sigurður Bogi

Sívaxandi umferð stórra skipa um norðurslóðir og vilji til þess að styrkja viðbragðsgetu í almannavörnum á norðanverðu landinu voru ráðandi þættir þegar ákveðið var að heimahöfn og útgerð Freyju, nýs varðskips Landhelgisgæslunnar, yrði á Siglufirði.

Skipið kom þangað inn síðastliðinn laugardag og þar var formleg móttökuathöfn. Á sunnudag var svo haldið suður um land og nú er skipið komið í Reykjavíkurhöfn, þar sem verið er að koma fyrir í því búnaði, yfirfara tæki, stilla fjarskiptatæki og fleira slíkt.

Góður búnaður og mikil dráttargeta

„Freyja hefur flesta þá kosti sem varðskip þurfa að hafa,“ segir Einar H. Valsson skipherra í samtali við Morgunblaðið. „Við sóttum skipið til Rotterdam í Hollandi. Heimsiglingin gekk að óskum og ekkert óvænt hefur komið upp á. Stóra verkefnið á næstunni, fyrstu túrarnir, fara sjálfsagt að miklu leyti í lærdóm og þjálfun. Í skipinu eru ýmis tæki og búnaður sem áhöfnin þarf að læra á og venjast. Einnig þarf að taka æfingar með áhöfnum þyrlna Gæslunnar og öðrum þeim sem við störfum með. En þetta verður ekkert mál. Áhöfnin sem kemur af gamla varðskipinu Tý er vel þjálfuð og mannskapurinn nær mjög vel saman.“

Einar H. Valsson skipherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Guðni Th. …
Einar H. Valsson skipherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Guðni Th. Jóhannesson forseti og Georg Kr. Lárusson, forstjóri Gæslunnar, í brúnni á Freyju, þegar skipið kom til Siglufjarðar. mbl.is/Árni Sæberg

Varðskipið Freyja var smíðað árið 2010 og var lengst notað til ýmiss konar þjónustuverkefna fyrir olíuiðnaðinn, síðast þegar sett var niður gaslögn frá Svíþjóð yfir til Póllands. Alls er skipið er 4.556 brúttótonn, 86 metra langt og 20 metra breitt, ganghraði er 12 hnútar og dráttargetan 210 tonn. Þá er öflugur slökkvibúnaður um borð í skipinu, sem jafnframt fylgja tveir tíu manna léttabátar sem nýtast vel til ýmiss konar gæslu- og þjónustuverkefna. Þannig er eftirlit með afla og veiðarfærum skipa, í samvinnu við Fiskistofu, alltaf stór þáttur í starfi áhafna varðskipanna, enda þótt björgun og aðstoð hvers konar við strjálbýlar strandbyggðir séu þau verkefni sem mest ber á.

Stórborgir á siglingu

„Í rauninni er Freyja mjög sambærilegt og Þór, hitt varðskip Landhelgisgæslunnar. Í útboði horfðum við mjög til þess að kaupa skip með toggetu yfir 200 tonn, með tilliti til þess ferðum stórra flutningaskipa um norðurhöf er alltaf að fjölga. Sama má segja um farþegaskipin, sem koma kannski fyrst til Íslands, fara svo að Grænlandi og jafnvel norður til Svalbarða. Sum skipin þar eru líkust stórborgum, um borð eru á stundum um 5.000 manns. Þá mun Norðuríshafið í náinni framtíð hugsanlega opnast sem siglingaleið milli heimsálfa. Allt þetta kallar á öfluga björgunargetu í norðurhöfum sem í raun og veru hefur verið takmörkuð hingað til.“

Freyja liggur nú við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn og nú nýta …
Freyja liggur nú við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn og nú nýta skipverjar og aðrir dagana til að læra á og koma ýmsum búnaði fyrir, stilla tæki og fleira. Alls er skipið 4.556 brúttótonn, 86 metra langt og 20 metra breitt. mbl.is/Sigurður Bogi

Verkefnin á sviði almannavarna þar sem varðskip koma sér vel eru margvísleg. Þar nefnir Einar skipherra sem dæmi að í nokkurra sólahring rafmagnsleysi á Dalvík í kjölfar ofsaveðurs í desember 2019 hafi varðskipið Þór verið við bryggju þar í bæ og framleitt rafmagn inn á veitukerfi bæjarins. Um slíkt hafi mjög munað. Í snjóflóðum á Flateyri í byrjun síðasta árs hafi varðskip verið mikilvægur þáttur í öllum björgunaraðgerðum og eins þegar skriður féllu á Seyðisfjörð á aðventu í fyrra.

Þá megi minnast þess að snemma á þessu ári hafi varðskipið Týr, sem þá var við norðanvert landið, verið notað til að flytja sjúkling frá Siglufirði til Akureyrar, enda landleiðin lokuð í ofsaveðri.

Fyrsta ferðin 22. nóvember

Miðað er við að Freyja fari í fyrstu eftirlitsferðina þann 22. nóvember næstkomandi. Þá verður búið að færa ýmsan lausan búnað, sem nú er í Tý, yfir í nýja skipið, svo sem ýmis björgunartæki. Um líkt leyti fer varðskipið Þór í slipp og Freyja fær því sviðið, fyrst í stað. „Með því að varðskip hafi heimahöfn á Siglufirði – og fleiri ráðstöfunum – er verið að dreifa björgun betur um landið. Viðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar verður meiri og betur hægt að tryggja öryggi sjófarenda og annarra sem og sinna eftirliti með auðlindum,“ segir Einar H. Valsson sem hefur verið á skipum Landhelgisgæslunnar í 40 ár. Byrjaði ferilinn árið 1981 sem viðvaningur á Tý, þar sem Guðmundur Kjærnested var þá skipherra.

„Fyrstu árin var ég til sjós með mörgum af köppum þorskastríðanna, járnkörlunum, og slíkt var mjög lærdómsríkt,“ segir Einar og brosir. Sjálfur segist hann vera með frábæran mannskap í áhöfn – og tiltekur þar meðal annars Guðmund St. Valdimarsson bátsmann og Hauk Grímsson smyrjara sem báðir hafa verið í áratugi á varðskipum. Yfirstýrimaður á Freyju er Friðrik Höskuldsson, sem tekur túr á Freyju sem skipherra yfir jól og áramót.

Skipshundur sem lífgaði upp á tilveruna

Nafn varðskipsins Freyju minnir á að nafnið er ekki óþekkt í sögu Landhelgisgæslunnar. Freyja, sem var skipshundur á varðskipinu Óðni 1961-1968, var fræg á sinni tíð eins og segir í grein Bjarnheiðar Erlendsdóttur í Sjómannadagsblaðinu Víkingi (3-2018).

Freyja var dóttir Trýnu, sem var skipshundur á varðskipinu Gauti, gamla Óðni. Hún átti stutt stefnumót við rakka frá Sauðanesi á bryggju á Siglufirði og þannig varð Freyja til.

Freyja var skipshundur á Óðni 1961-1968. Hér er hún með …
Freyja var skipshundur á Óðni 1961-1968. Hér er hún með einum af hvolpum sínum. Ljósmynd/Helgi Hallvarðsson

Guðmundur Hallvarðsson, formaður Hollvinasamtaka Óðins og fyrrverandi skipverji á Óðni, man vel eftir Freyju. „Það var virkilega skemmtilegt að hafa Freyju. Hún lífgaði upp á tilveruna og bætti andrúmsloftið um borð. En við höfðum alltaf samúð með tíkinni þegar stýrimennirnir voru að æfa skotfimi með fallbyssunni. Þá varð Freyja lafhrædd og skreið eins neðarlega í skipið og hún mögulega komst. Hún fór þó aldrei í vélarrúmið en lét ekki sjá sig meðan á skotæfingunni stóð,“ segir Guðmundur.

Hann segir að skipverjar hafi oft tekið Freyju með þegar þeir fóru í land. Þeim var uppálagt að passa tíkina, sérstaklega þegar hún var á lóðaríi. Það tókst ekki betur en svo að Freyja gaut hátt í tuttugu hvolpum um ævina. Einn þeirra náði þeim frama að verða forsetahundur á Bessastöðum í tíð Ásgeirs Ásgeirssonar forseta Íslands.

Freyja skipti um skiprúm árið 1968 þegar hún fylgdi fóstra sínum, Agli Pálssyni bátsmanni, yfir á varðskipið Ægi. Ævi hennar lauk skömmu eftir það.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.1.25 591,78 kr/kg
Þorskur, slægður 17.1.25 609,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.1.25 380,76 kr/kg
Ýsa, slægð 17.1.25 302,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.1.25 189,00 kr/kg
Ufsi, slægður 17.1.25 253,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 17.1.25 184,16 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.1.25 591,78 kr/kg
Þorskur, slægður 17.1.25 609,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.1.25 380,76 kr/kg
Ýsa, slægð 17.1.25 302,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.1.25 189,00 kr/kg
Ufsi, slægður 17.1.25 253,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 17.1.25 184,16 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »

Loka