Uppgrip á Akranesi á loðnuvertíð

Zibigniew Harasimczuk, til vinstri, og Helgi Þór Þorsteinsson voru um …
Zibigniew Harasimczuk, til vinstri, og Helgi Þór Þorsteinsson voru um helgina að landa afla úr loðnuskipunum sem komu á Akranes. Uppgrip eru víða í sjávarbyggðum vegna loðnuveiði. mbl.is/Sigurður Bogi

Mikið var umleikis við Akraneshöfn um helgina þar sem afla var landað úr tveimur loðnuskipum sem þangað komu inn. Snemma á laugardagsmorgun kom Barði NK, skip Síldarvinnslunnar, á Skagann og var með um 2.200 tonn af loðnu. Víkingur AK, sem Brim hf. gerir út, kom svo á Akranes eftir hádegi í gær og var þá þegar hafist handa við að losa skipið, en ætlað var að um borð væru um 2.700 tonn af loðnu.

Á Akranesi fer aflinn í bræðslu og allar geymsluþrær þar eru nú orðnar smekkfullar. Ekki verður því hægt að taka meiri afla þar fyrr en líða tekur á vikuna, segir Sigurður Haraldsson löndunarstjóri.

Barði NK við bryggju á Akranesi og í baksýn er …
Barði NK við bryggju á Akranesi og í baksýn er fiskimjölsverksmiðjan. mbl.is/Sigurður Bogi

Loðnan er nú norðaustur af Langanesi. Á þeim slóðum voru að veiðum í gær, eins og sjá mátti á marinetraffic.com, alls fimmtán skip; íslensk, norsk og grænlensk. Mestu er landað í Austfjarðahöfnum, en einnig hefur verið siglt með afla til Noregs. Nú er líka svo komið að loðna er orðin hæf til manneldis og slík vinnsla á afurðum er hafin í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.

Á laugardag kom Hoffell SU, skip Loðnuvinnslunnar, til Fáskrúðsfjarðar með 1.640 tonn af loðnu sem fór í bræðslu. Í þrettán tíma landlegu, meðan landað var, fengu skipverjarnir níu hvorki að fara í land né neinn um borð. Þetta var gert í sóttvarnaskyni. „Núna er kominn ágætur kippur í veiðarnar og útlitið fyrir næstu daga virðist vera gott,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar, í samtali við Morgunblaðið.

Heimaey með 2.000 tonn

Skip Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, Heimaey VE, var í gærkvöldi fyrir austan land á stími til Eyja með um 2.000 tonn af loðnu. Um tvo sólarhringa tók að fylla skipið.

„Á miðunum hafa skipin verið þétt á litlum bletti. Já, þetta er fín loðna sem við náðum núna. Ætli að jafnaði séu ekki um 40 fiskar í hverju kílói sem veiðist,“ sagði Ólafur Einarsson skipstjóri. Hann reiknaði aðspurður með að verða kominn til Eyja síðdegis í dag, en siglingunni að austan miðaði ágætlega þar sem öslað var í dæmigerðu janúarveðri; norðaustankalda og vindi sem sló í 12-15 metra á sekúndu.

Heimaey VE 1 og Sigurður VE 15 að veiðum.
Heimaey VE 1 og Sigurður VE 15 að veiðum. mbl.is/Börkur Kjartansson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.11.24 588,33 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.24 618,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.24 445,22 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.24 368,62 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.24 206,19 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.24 343,79 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.11.24 379,77 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 9.182 kg
Skarkoli 582 kg
Sandkoli 40 kg
Samtals 9.804 kg
20.11.24 Sæli BA 333 Lína
Langa 923 kg
Þorskur 267 kg
Keila 56 kg
Ýsa 47 kg
Steinbítur 29 kg
Karfi 17 kg
Samtals 1.339 kg
20.11.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 458 kg
Ýsa 285 kg
Steinbítur 229 kg
Langa 108 kg
Skarkoli 21 kg
Samtals 1.101 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.11.24 588,33 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.24 618,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.24 445,22 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.24 368,62 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.24 206,19 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.24 343,79 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.11.24 379,77 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 9.182 kg
Skarkoli 582 kg
Sandkoli 40 kg
Samtals 9.804 kg
20.11.24 Sæli BA 333 Lína
Langa 923 kg
Þorskur 267 kg
Keila 56 kg
Ýsa 47 kg
Steinbítur 29 kg
Karfi 17 kg
Samtals 1.339 kg
20.11.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 458 kg
Ýsa 285 kg
Steinbítur 229 kg
Langa 108 kg
Skarkoli 21 kg
Samtals 1.101 kg

Skoða allar landanir »