Síldarvinnslan hagnast um 11 milljarða króna

Gunnþór B. Ingason, forstjóri Síldarvinnslunnar.
Gunnþór B. Ingason, forstjóri Síldarvinnslunnar. mbl.is/Sigurður Bogi

Hagnaður Síld­ar­vinnsl­unn­ar nam um 87,4 millj­ón­um Banda­ríkja­dala á síðasta ári, sam­an­borið við 39,3 millj­on­ir dala árið áður. Hagnaður fé­lags­ins jókst því um 120% á milli ára. Ef miðað er við meðal­gengi á liðnu ári nem­ur hagnaður­inn um 11,1 millj­arði króna.

Þetta kem­ur fram í árs­upp­gjöri Síld­ar­vinnsl­unn­ar sem birt var nú síðdeg­is.

Tekj­ur fé­lags­ins juk­ustu um 32% á milli ára í fyrra og námu 237 millj­ón­um dala. Rekstr­ar­gjöld fé­lags­ins juk­ustu um 27% og námu 152,5 millj­ón­um dala. Eig­in­fjár­hlut­fall fé­lags­ins var 67% í árs­lok, sam­bæri­legt því sem það var á fyrra ári. Þá kem­ur fram í upp­gjör­inu að fé­lagið greiddi um tvo millj­arða króna í tekju­skatt á síðasta ári.

Stjórn hef­ur lagt til við aðal­fund að greidd­ur verði um 3,4 millj­arða króna arður til hlut­hafa vegna reikn­ings­árs­ins 2021 og er það sam­kvæmt arðgreiðslu­stefnu fé­lags­ins.

Í fjár­festa­kynn­ingu fé­lags­ins kem­ur fram að sala á afurðum fé­lags­ins til Asíu var á síðasta ári um 13%, sam­an­borið við aðeins 3% árið áður. Á móti hef­ur sala til Vest­ur-Evr­ópu dreg­ist sam­an um tíu pró­sentu­stig, og var 61% í fyrra, en sala til Aust­ur-Evr­ópu (23%) og Am­er­íku (3%) er óbreytt á milli ára.

Gunnþór B. Ingva­son, for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, seg­ir í til­kynn­ing­unni að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eins og Síld­ar­vinnsl­an eigi að hafa sterk­an efna­hag svo unnt sé að tak­ast á við þær sveifl­ur sem ein­kennt geta ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg og gera þeim kleift að mæta áskor­un­um eins og birt­ast núna með hörm­ung­un­um í Úkraínu. Fram kem­ur í fjár­festa­kynn­ing­unni að um 10%-12% af veltu Síld­ar­vinnsl­unn­ar komi frá Úkraínu en markaður­inn hafi vaxið eft­ir að Rúss­land lokuðu á inn­flutn­ing til Rúss­lands árið 2015.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.3.25 502,10 kr/kg
Þorskur, slægður 31.3.25 695,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.3.25 417,21 kr/kg
Ýsa, slægð 31.3.25 312,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.3.25 170,64 kr/kg
Ufsi, slægður 31.3.25 228,61 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 31.3.25 262,06 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 1.709 kg
Þorskur 588 kg
Steinbítur 453 kg
Ýsa 172 kg
Sandkoli 41 kg
Þykkvalúra 26 kg
Samtals 2.989 kg
31.3.25 Tjálfi SU 63 Þorskfisknet
Þorskur 3.545 kg
Samtals 3.545 kg
31.3.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 1.208 kg
Steinbítur 605 kg
Keila 195 kg
Hlýri 90 kg
Ýsa 19 kg
Ufsi 13 kg
Skarkoli 5 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.137 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.3.25 502,10 kr/kg
Þorskur, slægður 31.3.25 695,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.3.25 417,21 kr/kg
Ýsa, slægð 31.3.25 312,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.3.25 170,64 kr/kg
Ufsi, slægður 31.3.25 228,61 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 31.3.25 262,06 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 1.709 kg
Þorskur 588 kg
Steinbítur 453 kg
Ýsa 172 kg
Sandkoli 41 kg
Þykkvalúra 26 kg
Samtals 2.989 kg
31.3.25 Tjálfi SU 63 Þorskfisknet
Þorskur 3.545 kg
Samtals 3.545 kg
31.3.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 1.208 kg
Steinbítur 605 kg
Keila 195 kg
Hlýri 90 kg
Ýsa 19 kg
Ufsi 13 kg
Skarkoli 5 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.137 kg

Skoða allar landanir »

Loka