Gísli Freyr Valdórsson
Hagnaður Síldarvinnslunnar nam um 87,4 milljónum Bandaríkjadala á síðasta ári, samanborið við 39,3 milljonir dala árið áður. Hagnaður félagsins jókst því um 120% á milli ára. Ef miðað er við meðalgengi á liðnu ári nemur hagnaðurinn um 11,1 milljarði króna.
Þetta kemur fram í ársuppgjöri Síldarvinnslunnar sem birt var nú síðdegis.
Tekjur félagsins jukustu um 32% á milli ára í fyrra og námu 237 milljónum dala. Rekstrargjöld félagsins jukustu um 27% og námu 152,5 milljónum dala. Eiginfjárhlutfall félagsins var 67% í árslok, sambærilegt því sem það var á fyrra ári. Þá kemur fram í uppgjörinu að félagið greiddi um tvo milljarða króna í tekjuskatt á síðasta ári.
Stjórn hefur lagt til við aðalfund að greiddur verði um 3,4 milljarða króna arður til hluthafa vegna reikningsársins 2021 og er það samkvæmt arðgreiðslustefnu félagsins.
Í fjárfestakynningu félagsins kemur fram að sala á afurðum félagsins til Asíu var á síðasta ári um 13%, samanborið við aðeins 3% árið áður. Á móti hefur sala til Vestur-Evrópu dregist saman um tíu prósentustig, og var 61% í fyrra, en sala til Austur-Evrópu (23%) og Ameríku (3%) er óbreytt á milli ára.
Gunnþór B. Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir í tilkynningunni að sjávarútvegsfyrirtæki eins og Síldarvinnslan eigi að hafa sterkan efnahag svo unnt sé að takast á við þær sveiflur sem einkennt geta íslenskan sjávarútveg og gera þeim kleift að mæta áskorunum eins og birtast núna með hörmungunum í Úkraínu. Fram kemur í fjárfestakynningunni að um 10%-12% af veltu Síldarvinnslunnar komi frá Úkraínu en markaðurinn hafi vaxið eftir að Rússland lokuðu á innflutning til Rússlands árið 2015.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 3.12.24 | 571,12 kr/kg |
Þorskur, slægður | 3.12.24 | 651,43 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 3.12.24 | 385,62 kr/kg |
Ýsa, slægð | 3.12.24 | 372,59 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 3.12.24 | 290,44 kr/kg |
Ufsi, slægður | 3.12.24 | 324,49 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 3.12.24 | 243,76 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 2.12.24 | 20,00 kr/kg |
3.12.24 Erling KE 140 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 3.752 kg |
Samtals | 3.752 kg |
3.12.24 Særún EA 251 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 1.784 kg |
Ufsi | 148 kg |
Ýsa | 101 kg |
Karfi | 45 kg |
Samtals | 2.078 kg |
3.12.24 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 1.248 kg |
Ýsa | 588 kg |
Hlýri | 3 kg |
Steinbítur | 3 kg |
Samtals | 1.842 kg |
3.12.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 3.201 kg |
Þorskur | 395 kg |
Keila | 28 kg |
Hlýri | 5 kg |
Samtals | 3.629 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 3.12.24 | 571,12 kr/kg |
Þorskur, slægður | 3.12.24 | 651,43 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 3.12.24 | 385,62 kr/kg |
Ýsa, slægð | 3.12.24 | 372,59 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 3.12.24 | 290,44 kr/kg |
Ufsi, slægður | 3.12.24 | 324,49 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 3.12.24 | 243,76 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 2.12.24 | 20,00 kr/kg |
3.12.24 Erling KE 140 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 3.752 kg |
Samtals | 3.752 kg |
3.12.24 Særún EA 251 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 1.784 kg |
Ufsi | 148 kg |
Ýsa | 101 kg |
Karfi | 45 kg |
Samtals | 2.078 kg |
3.12.24 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 1.248 kg |
Ýsa | 588 kg |
Hlýri | 3 kg |
Steinbítur | 3 kg |
Samtals | 1.842 kg |
3.12.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 3.201 kg |
Þorskur | 395 kg |
Keila | 28 kg |
Hlýri | 5 kg |
Samtals | 3.629 kg |