Síldarvinnslan hagnast um 11 milljarða króna

Gunnþór B. Ingason, forstjóri Síldarvinnslunnar.
Gunnþór B. Ingason, forstjóri Síldarvinnslunnar. mbl.is/Sigurður Bogi

Hagnaður Síldarvinnslunnar nam um 87,4 milljónum Bandaríkjadala á síðasta ári, samanborið við 39,3 milljonir dala árið áður. Hagnaður félagsins jókst því um 120% á milli ára. Ef miðað er við meðalgengi á liðnu ári nemur hagnaðurinn um 11,1 milljarði króna.

Þetta kemur fram í ársuppgjöri Síldarvinnslunnar sem birt var nú síðdegis.

Tekjur félagsins jukustu um 32% á milli ára í fyrra og námu 237 milljónum dala. Rekstrargjöld félagsins jukustu um 27% og námu 152,5 milljónum dala. Eiginfjárhlutfall félagsins var 67% í árslok, sambærilegt því sem það var á fyrra ári. Þá kemur fram í uppgjörinu að félagið greiddi um tvo milljarða króna í tekjuskatt á síðasta ári.

Stjórn hefur lagt til við aðalfund að greiddur verði um 3,4 milljarða króna arður til hluthafa vegna reikningsársins 2021 og er það samkvæmt arðgreiðslustefnu félagsins.

Í fjárfestakynningu félagsins kemur fram að sala á afurðum félagsins til Asíu var á síðasta ári um 13%, samanborið við aðeins 3% árið áður. Á móti hefur sala til Vestur-Evrópu dregist saman um tíu prósentustig, og var 61% í fyrra, en sala til Austur-Evrópu (23%) og Ameríku (3%) er óbreytt á milli ára.

Gunnþór B. Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir í tilkynningunni að sjávarútvegsfyrirtæki eins og Síldarvinnslan eigi að hafa sterkan efnahag svo unnt sé að takast á við þær sveiflur sem einkennt geta íslenskan sjávarútveg og gera þeim kleift að mæta áskorunum eins og birtast núna með hörmungunum í Úkraínu. Fram kemur í fjárfestakynningunni að um 10%-12% af veltu Síldarvinnslunnar komi frá Úkraínu en markaðurinn hafi vaxið eftir að Rússland lokuðu á innflutning til Rússlands árið 2015.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.12.24 571,12 kr/kg
Þorskur, slægður 3.12.24 651,43 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.12.24 385,62 kr/kg
Ýsa, slægð 3.12.24 372,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.12.24 290,44 kr/kg
Ufsi, slægður 3.12.24 324,49 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 3.12.24 243,76 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 2.12.24 20,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.12.24 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 3.752 kg
Samtals 3.752 kg
3.12.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 1.784 kg
Ufsi 148 kg
Ýsa 101 kg
Karfi 45 kg
Samtals 2.078 kg
3.12.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.248 kg
Ýsa 588 kg
Hlýri 3 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 1.842 kg
3.12.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 3.201 kg
Þorskur 395 kg
Keila 28 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 3.629 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.12.24 571,12 kr/kg
Þorskur, slægður 3.12.24 651,43 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.12.24 385,62 kr/kg
Ýsa, slægð 3.12.24 372,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.12.24 290,44 kr/kg
Ufsi, slægður 3.12.24 324,49 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 3.12.24 243,76 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 2.12.24 20,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.12.24 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 3.752 kg
Samtals 3.752 kg
3.12.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 1.784 kg
Ufsi 148 kg
Ýsa 101 kg
Karfi 45 kg
Samtals 2.078 kg
3.12.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.248 kg
Ýsa 588 kg
Hlýri 3 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 1.842 kg
3.12.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 3.201 kg
Þorskur 395 kg
Keila 28 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 3.629 kg

Skoða allar landanir »

Loka