Komi ekki til greina að loka á rússnesk skip

Bjørnar Selnes Skjæran, sjávarútvegsráðherra Noregs, segir útilokað a meina rússneskum …
Bjørnar Selnes Skjæran, sjávarútvegsráðherra Noregs, segir útilokað a meina rússneskum skipum að landa í norskum höfnum. Ljósmynd/NTB Kommunikasjon/Statsministerens kontor

Norsk yfirvöld ætla ekki að banna rússneskum skipum að sækja þjónustu eða landa í norskum höfnum. Norsk yfirvöld telja að slíkt löndunarbann geti skaðað hagsmuni Norðmanna í Barentshafi vegna sameiginlegra nytjastofna auk þess sem yfirvöld segja skorta lagaheimild fyrir slíkri ákvörðun.

Íslensk og bresk yfirvöld hafa hins vegar gripið til slíkra aðgerða vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Tilkynnti Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra á þriðjudag í síðustu viku að hún hefði ákveðið að afturkalla undanþágu rússneskra skipa á karfaveiðum við Íslandsstrendur sem heimilar þeim að landa og fá þjónustu í íslenskum höfnum.

„Það kemur ekki til greina að loka norskri lögsögu fyrir rússneskum fiskiskipum,“ segir Bjørnar Selnes Skjæran, sjávarútvegsráðherra Noregs, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu norska ríkisútvarpsins NRK. Hann segir hins vegar ekki útilokað að gripið verði til aðgerða gegn öðrum tegundum sjófara. „ESB íhugar refsiaðgerðir sem hafa áhrif á viðkomu rússneskra skipa í höfnum ESB. Verið er að meta svipaðar aðgerðir í Noregi.“

Gagnkvæmar afleiðingar

Í Barentshafi er að finna umfangsmikinn þorskstofn sem norsk og rússnesk yfirvöld hafa skipt milli sín í áraraðir og hafa fiskiskip landanna aðgang að lögsögu hvors annars.

Í byrjun mánaðarins varaði talsmaður rússnesku útgerðarinnar Norebo, Sergej Sennikov, að ákvarðanir um að úthýsa rússneskum skipum gæti haft gagnkvæmar afleiðingar sem myndi til lengri tíma eyðileggja samstarf ríkjanna á sviði fiskveiða, að því er fram kom í umfjöllun Fiskeribladet.

Þá segir Skjæran í svari sínu ómögulegt að breyta samkomulagi um fiskveiðar sem sé í gildi milli ríkjanna. „Það er engin heimild í fiskveiðireglugerðinni til að banna löndun rússneskra fiskiskipa á grundvelli utanríkispólitískra sjónarmiða.“

Rússneskir togarar hafa sótt þjónustu og landað víða í Evrópu …
Rússneskir togarar hafa sótt þjónustu og landað víða í Evrópu um árabil. mbl.is/Jim Smart

Elta Evrópusambandið

Skjæran segir við fréttastofu NRK að það sé mikilvægt fyrir norska hagsmuni að viðhalda samstarfinu við rússnesk yfirvöld þegar kemur að fiskveiðum. Í þessu felst samstarf á sviði nýtingu sameiginlegra stofna og sviði hafrannsókna.

„Þrátt fyrir að við séum í erfiðri stöðu núna þá deilum við ennþá Barentshafi með Rússlandi. Við munum ekki tryggja ábyrga veiðistjórnun án samstarfs. Lína Noregs hefur verið að vinna með ESB og NATO og styðja aðhaldsaðgerðir ESB gegn Rússlandi. Við erum nú í því ferli að kynna sögulega stóran pakka af aðgerðum,“ skrifar Skjæran.

Norski ráðherrann fundaði með þarlendum hagsmunaaðilum í síðustu viku og kveðst finna mikinn stuðning meðal þeirra aðila í veiðum og vinnslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.1.25 574,57 kr/kg
Þorskur, slægður 13.1.25 507,06 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.1.25 337,58 kr/kg
Ýsa, slægð 13.1.25 240,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.1.25 193,48 kr/kg
Ufsi, slægður 13.1.25 256,96 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 13.1.25 247,42 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.960 kg
Ýsa 1.074 kg
Hlýri 65 kg
Karfi 30 kg
Grálúða 9 kg
Samtals 3.138 kg
13.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.367 kg
Þorskur 816 kg
Keila 54 kg
Steinbítur 20 kg
Samtals 2.257 kg
13.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 3.778 kg
Þorskur 1.405 kg
Keila 192 kg
Steinbítur 4 kg
Karfi 4 kg
Samtals 5.383 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.1.25 574,57 kr/kg
Þorskur, slægður 13.1.25 507,06 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.1.25 337,58 kr/kg
Ýsa, slægð 13.1.25 240,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.1.25 193,48 kr/kg
Ufsi, slægður 13.1.25 256,96 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 13.1.25 247,42 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.960 kg
Ýsa 1.074 kg
Hlýri 65 kg
Karfi 30 kg
Grálúða 9 kg
Samtals 3.138 kg
13.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.367 kg
Þorskur 816 kg
Keila 54 kg
Steinbítur 20 kg
Samtals 2.257 kg
13.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 3.778 kg
Þorskur 1.405 kg
Keila 192 kg
Steinbítur 4 kg
Karfi 4 kg
Samtals 5.383 kg

Skoða allar landanir »