Ekkert bendi til að Hafró hafi ofmetið stofninn

Hafrannsóknastofnun segir ekki ástæðu til að óttast um að áta …
Hafrannsóknastofnun segir ekki ástæðu til að óttast um að áta hafi verið mæld sem loðna í stofnmælingum. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Hafrannsóknastofnun telur ekki ástæðu til að ætla að ofmat á loðnustofninum hafi átt sér stað eins og Guðmundur Þ. Jónsson, skipstjóri á Vilhelmi Þorsteinssyni EA, hefur gefið í skyn.

Lokasprettur loðnuvertíðarinnar er löngu hafinn og bendir flest til þess að á annað hundrað þúsund tonn verði eftir af útgefnum veiðiheimildum þegar vertíðinni lýkur. Hafa því vaknað spurningar um ofmat á loðnustofninum.

Guðmundur sagði í færslu á vef Samherja á dögunum að mikil áta hafi verið í sjónum er mælingar á loðnustofninum hafi farið fram og að það „hugsanlega leiddi til þess að stofninn var álitinn stærri, menn hafi einfaldlega álitið átuna vera loðnu.“

Áta ekki blásið upp mælinguna

Í svari sem birt hefur verið á vef Hafrannsóknastofnunar þakkar stofnunin Guðmundi fyrir að vekja athygli á málinu „en telur ekki ástæðu til að óttast að um ofmat af völdum ljósátu hafi verið að ræða, og enn síður hafi rauðáta blásið upp loðnumælinguna“. Birtir stofnunin máli sínu til stuðnings bergmálsrit loðnu og ljósátu úr yfirferð rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar í haustleiðangri 2021.

„Hlutfall endurvarps valinna skráninga, sem sýndar eru með rauðu, er þar sýnt sem fall af tíðni. […] Endurvarp loðnunnar er sterkast á 18 kHz tíðni, talsvert veikara á 38 kHz og ívið veikara á 120 kHz,“ segir í svarinu. Þá sést einnig að ljósátutorfa hafi gefið þveröfugt tíðnisvarp: „endurvarpið á 18 kHz og viðmiðunartíðninni 38 kHz er mun lægra en á 120 kHz.“

Loðnutorfur (til vinstri) og ljósátutorfa (til hægri) með tíðnisvari úr …
Loðnutorfur (til vinstri) og ljósátutorfa (til hægri) með tíðnisvari úr yfirferð rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar í haustleiðangri 2021. Mynd/Hafrannsóknastofnun

Þá birtir stofnunin mynd af skematísku tíðnisvari mismunandi hópa og hvernig fiskar skilja sig frá átutegundum. „Þessi tíðnisvör loðnu og ljósátu eru óyggjandi og því lítil hætta á ofmati af þessum sökum. Ennfremur er endurvarpsstyrkur ljósátu á 38 kHz alla jafna lágur, en loðnumælingin byggir á tegrun skráninga á þeirri tíðni. Auk þess er beitt þröskuldi við -70 dB (desíbel) sem útilokar veikt endurvarp frá t.d. átu.“

Samkvæmt reynslu stofnunarinnar af samstarfi við útgerðir við loðnumælingar undanfarna vetur er talið að hægt væri að bæta greiningarhæfni bergmálstækja uppsjávarskipa ef þau væru búin fleiri tíðnum.

Tíðnisvar (frequency response, sem hlutfall af endurvarpi á 38 kHz) …
Tíðnisvar (frequency response, sem hlutfall af endurvarpi á 38 kHz) mismunandi hópa að hausti. Fisktegundir bláar (loðna, síld, ískóð), ljósátutegundir grænar (augnsíli) og rauðar (náttlampi). Byggt á flokkun bergmáls í haustleiðöngrum. Mynd/Hafrannsóknastofnun

Skýringar á mun milli mælinga

Töluverður munur var á mati á stærð hrygningarstofns loðnu milli haustleiðangursins og vetrarmælinga en milli mælinganna lækkaði veiðiráðgjöf um 34.600 tonn.

„Mögulegar ástæður fyrir þessum mun hafa einnig verið ræddar, en sú veigamesta er óvenju mikil óvissa á kynþroskamati í haustmælingunni sem skapaði meiri óvissu í mati á stærð hrygningarstofnsins en alla jafna. M.ö.o., árgangurinn frá 2019 sem bar uppi veiðina á yfirstandandi vertíð er án efa stór, en mikil óvissa er um hve stór hluti hans hrygnir/hrygndi í vor,“ segir í svari Hafrannsóknastofnunar.

„Aðrir þættir kunna að skýra mun haust- og vetrarmælinga svo sem breytilegur endurvarpsstyrkur loðnu. Í því sambandi má nefna að Hafrannsóknastofnun hefur nýlega hafið kortlagningu á endurvarpsstyrk loðnu, m.a. með tilliti til dýpis og árstíma.“

Aflaregla skoðuð og endurmetin

Gildandi aflaregla hefur gert ráð fyrir að niðurstöður fyrirliggjandi mælinga á stærð hrygningarstofnsins eiga að vera grundvöllur lokaráðgjöf um heildarveiðar og var því stuðst við báðar mælingar.

Í svarinu er að lokum vakin athygli á að á „rýnifundi um stofnmat á loðnu hjá Alþjóðahafrannsóknaráðinu sem mun fara fram á Íslandi í júní næstkomandi verður núverandi aflaregla skoðuð og endurmetin.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.1.25 558,13 kr/kg
Þorskur, slægður 27.1.25 659,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.1.25 352,55 kr/kg
Ýsa, slægð 27.1.25 323,70 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.1.25 177,61 kr/kg
Ufsi, slægður 27.1.25 258,31 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 27.1.25 172,37 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.1.25 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 1.116 kg
Ufsi 83 kg
Ýsa 26 kg
Karfi 4 kg
Samtals 1.229 kg
27.1.25 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 11.675 kg
Steinbítur 4.293 kg
Skarkoli 1.398 kg
Samtals 17.366 kg
27.1.25 Akurey AK 10 Botnvarpa
Þorskur 43.598 kg
Karfi 37.399 kg
Ufsi 6.091 kg
Ýsa 4.245 kg
Samtals 91.333 kg
27.1.25 Vörður ÞH 44 Botnvarpa
Þorskur 25.607 kg
Samtals 25.607 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.1.25 558,13 kr/kg
Þorskur, slægður 27.1.25 659,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.1.25 352,55 kr/kg
Ýsa, slægð 27.1.25 323,70 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.1.25 177,61 kr/kg
Ufsi, slægður 27.1.25 258,31 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 27.1.25 172,37 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.1.25 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 1.116 kg
Ufsi 83 kg
Ýsa 26 kg
Karfi 4 kg
Samtals 1.229 kg
27.1.25 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 11.675 kg
Steinbítur 4.293 kg
Skarkoli 1.398 kg
Samtals 17.366 kg
27.1.25 Akurey AK 10 Botnvarpa
Þorskur 43.598 kg
Karfi 37.399 kg
Ufsi 6.091 kg
Ýsa 4.245 kg
Samtals 91.333 kg
27.1.25 Vörður ÞH 44 Botnvarpa
Þorskur 25.607 kg
Samtals 25.607 kg

Skoða allar landanir »