Magnús mótmælir gjaldtöku Fiskistofu

Magnús Jónsson, formaður Drangeyjar - smábátafélags Skagafjarðar, er ósáttur viða …
Magnús Jónsson, formaður Drangeyjar - smábátafélags Skagafjarðar, er ósáttur viða sð sjómenn þurfi að greiða fyrir að standa í skilum á aflaupplýsingum til Fiskistofu.

Magnús Jónsson, formaður Drangeyjar – smábátafélags Skagafjarðar – og fyrrverandi veðurstofustjóri, er ósáttur við að Fiskistofa fái að innheimta gjald fyrir móttöku aflaupplýsinga og hefur sent Fiskistofu, Hafrannsóknastofnun og matvælaráðuneytinu bréf þar sem skorað er á stjórnvöld að falla frá gjaldtökunni.

Fiskistofa hafði tilkynnt að fallið yrði alfarið frá móttöku aflaupplýsinga í gegnum eigið smáforrit og vefviðmót frá 1. apríl, en í kjölfar mikillar umræðu ákvað matvælaráðuneytið að breyta reglugerð um skráningu og rafræn skil aflaupplýsinga. Þannig var Fiskistofu gert að taka við upplýsingum á þar til gerðu eyðublaði með rafrænum hætti, eða með sérstöku leyfi Fiskistofu á pappír. Þjónustugjald vegna rafrænnar aflaskráningar var ákveðið 898 krónur fyrir hvern dag og vegna skila á pappír 2.050 krónur.

„Verð ég að lýsa óánægju með og þó ekki síður undrun á að opinber stofnun/stjórnvöld hafi mótað þá stefnu að láta þá aðila sem afla gagna fyrir stofnunina/stofnanirnar greiða fyrir slík gögn,“ skrifar Magnús í bréfinu, sem Morgunblaðið hefur undir höndum. „Í meira en 100 ára sögu Veðurstofunnar er mér ekki kunnugt um að athugunarmenn á hennar vegum, hvort sem þeir eru á landi, sjó eða lofti hafi nokkru sinni þurft að greiða fyrir að afla henni veðurgagna eða annarra gagna. [...] Kostnaður við allan búnað og áhöld, hvort sem það eru mælitæki á staðnum, bækur, leiðbeiningar, forrit, tölvubúnaður og tengingar hefur alltaf verið að fullu greiddur og/eða þróaður af stofnuninni eða á kostnað hennar.“

Hann segir „fráleitt að útgerðir/sjómenn eigi að fara að greiða stórfé fyrir að koma daglegum aflaupplýsingum til Fiskistofu og Hafrannsóknastofnunar“.

Skorar Magnús í lok bréfsins á Fiskistofu og stjórnvöld að „falla frá allri gjaldtöku í tengslum við þessa gagnaöflun. Sömuleiðis að þeir sömu aðilar þrói og skipuleggi á sinn kostnað þann búnað/forrit sem þarf til að koma slíkum gögnum frá sér.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína
Ýsa 7.226 kg
Þorskur 2.026 kg
Steinbítur 1.211 kg
Langa 18 kg
Karfi 4 kg
Samtals 10.485 kg
21.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.843 kg
Ýsa 4.011 kg
Langa 432 kg
Keila 50 kg
Hlýri 35 kg
Karfi 16 kg
Samtals 12.387 kg
21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína
Ýsa 7.226 kg
Þorskur 2.026 kg
Steinbítur 1.211 kg
Langa 18 kg
Karfi 4 kg
Samtals 10.485 kg
21.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.843 kg
Ýsa 4.011 kg
Langa 432 kg
Keila 50 kg
Hlýri 35 kg
Karfi 16 kg
Samtals 12.387 kg
21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg

Skoða allar landanir »