Útkallssvæði þyrlna takmarkað vegna flugöryggis

Þegar aðeins ein þyrla er til taks eru slasaðir og …
Þegar aðeins ein þyrla er til taks eru slasaðir og veikir sjómenn ekki sóttir með þyrlu séu þeir meira en 20 sjómílur frá landi. mbl.is/Árni Sæberg

Ástæða þess að þyrl­ur Land­helg­is­gæslu Íslands sækja ekki veika eða slasaða sjó­menn lengra frá landi en 20 sjó­míl­ur, þegar ein þyrla er til taks, er meðal ann­ars til að draga úr hættu sem kann að fylgja al­var­legri vél­ar­bil­un. 

Þetta kem­ur fram í svari dóms­málaráðuneyt­is­ins við fyr­ir­spurn blaðamanns.

Full­trú­ar sam­taka ís­lenskra sjó­manna hafa harmað skerta þjón­ustu þyrlu­sveita Land­helg­is­gæslu Íslands. Þeir hafa vakið at­hygli á því að nokk­ur til­vik hafa komið upp þar sem ekki hafi verið hægt að sækja veika og slasaða sjó­menn á haf út, nema þeir hafi verið inn­an við 20 sjó­míl­ur frá landi.

Lagðar voru fleiri spurn­ing­ar fyr­ir dóms­málaráðuneytið um þær regl­ur sem gilda um tak­mark­an­ir á viðbragðssvæði þyrlu­sveita. Var spurt hvort ráðuneytið teldi nauðsyn­legt að tak­marka viðbragðssvæði, s.s. hversu langt sé heim­ilt að fljúga frá landi, og hver rök­in væru fyr­ir 20 sjó­míl­um?

„Út frá flu­gör­ygg­is­sjón­ar­miðum hef­ur flug­deild Land­helg­is­gæsl­unn­ar lagt á það ríka áherslu að önn­ur þyrla sé til taks þegar farið er í leit­ar-, björg­un­ar- og sjúkra­flutn­ings­leiðangra á haf út. Mik­il­vægt er að björg­un­arþyrla ásamt áhöfn sé í viðbragðsstöðu, ef eitt­hvað hend­ir þyrluna sem ann­ast út­kall á sjó. Land­helg­is­gæsl­an hef­ur dregið mörk­in við 20 sjó­míl­ur eða tíu mín­út­ur frá strönd. Það er sá tími sem tal­inn er þurfa til að unnt sé lenda þyrlunni á landi í neyðar­til­fell­um ef al­var­leg bil­un í vél­búnaði þyrlunn­ar verður. Neyðarbúnaður áhafn­ar er til þess gerður að hún lifi af í sjó í nokkr­ar klukku­stund­ir og þess­ar fjar­lægðir eru sömu­leiðis miðaðar við lífs­lík­ur áhafn­ar­inn­ar,“ seg­ir í svari ráðuneyt­is­ins.

Aldrei bet­ur búin en nú

Spurn­ingu um hvort dóms­málaráðuneytið telji rétt­læt­an­legt að neita að veita ís­lensk­um sjó­manni neyðarþjón­ustu, vegna þess að hann sé fjær landi en 20 sjó­míl­ur, svar­ar ráðuneytið: „Íslensk­um sjó­mönn­um er komið til aðstoðar og bjargað eft­ir bestu mögu­leik­um sem í boði eru hverju sinni, með til­liti til allra aðstæðna. Slík aðstoð get­ur verið með þyrlu, varðskipi eða björg­un­ar­skipi Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar eða öðru skipi í ná­lægð. Jafn­framt er leitað til annarra þjóða um aðstoð ef til­fell­in eru utan dræg­is björg­un­ar­ein­inga eða ná­lægt leit­ar- og björg­un­ar­svæði ná­grannaþjóðar.“

Vek­ur dóms­málaráðuneytið at­hygli á því að á und­an­förn­um árum hafi verið gripið til ým­issa aðgerða í þeim til­gangi að efla viðbragðsgetu Land­helg­is­gæsl­unn­ar. „Í fyrra var þyrlu­áhöfn­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar fjölgað úr fimm í sex, á ár­un­um 2018 til 2021 var þyrlu­floti stofn­un­ar­inn­ar end­ur­nýjaður og í fyrra bætt­ist varðskipið Freyja í flot­ann í stað varðskips­ins Týs. Þá mun aðbúnaður flug­deild­ar Land­helg­is­gæsl­unn­ar taka stakka­skipt­um þegar nýtt flug­skýli á Reykja­vík­ur­flug­velli verður tekið í notk­un síðar á ár­inu. Flug­deild Land­helg­is­gæsl­unn­ar hef­ur aldrei verið bet­ur tækj­um og mannafla búin en nú.“

Bestu mögu­legu upp­lýs­ing­ar

Einnig hef­ur verið unnið að því að efla stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar og Vakt­stöð sigl­inga með fer­il­vökt­un­ar­búnaði, viðvör­un­ar­búnaði, auk­inni þjálf­un varðstjóra og betri sam­hæf­ingu við aðra neyðar- og björg­un­arþjón­ustu á land­inu. Í svar­inu seg­ir að mik­il áhersla hafi verið lögð á sjó­mæl­ing­ar og sjó­korta­gerð fyr­ir hafsvæðið um­hverf­is Ísland „til að auka ör­yggi sjófar­enda svo þeir hafi bestu mögu­legu upp­lýs­ing­ar hverju sinni til sigl­inga á haf­inu um­hverf­is landið og við strend­ur lands­ins. Allt hef­ur þetta verið gert til að auka ör­yggi sjó­manna.“

Sjóbjörgunaræfing Slysavarnaskóla sjómanna í samstarfi við Landhelgisgæsluna. Sjómenn eru háðir …
Sjó­björg­un­aræf­ing Slysa­varna­skóla sjó­manna í sam­starfi við Land­helg­is­gæsl­una. Sjó­menn eru háðir því að þeim sé komið til bjarg­ar er þeir lenda í háska. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Sjó­menn harma stöðuna

Sjó­menn telja stöðuna eins og hún er nú ógna ör­yggi sínu, sér­stak­lega þar sem ekki er hægt að tryggja að fleiri en ein þyrla séu til taks öll­um stund­um. „Ef skip eru utan 20 sjó­mílna mark­anna þurfa þau að sigla til móts við þyrlu með hinn slasaða eða veika. Mín­út­ur skipta máli í þessu sam­bandi, hvað þá klukku­stund­ir eins og dæmi eru um,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu 12. maí frá sam­tök­um ís­lenskra sjó­manna vegna skertr­ar þjón­ustu þyrlu­sveita Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Þar sagði jafn­framt að um „grafal­var­legt mál“ væri að ræða sem „get­ur skipt sköp­um fyr­ir líf og heilsu ís­lenskra sem og er­lendra sjó­manna“. Vegna þessa sé það „ský­laus krafa sam­taka sjó­manna að stjórn­völd sjái til þess að LHG hafi nægt rekstr­ar­fé til að manna alltaf tvær þyrl­ur og að þær séu til taks öll­um stund­um. [...] Það er ólíðandi og til skamm­ar að rík­is­valdið sjái ekki sóma sinn í að semja við flug­menn LHG.“

Und­ir yf­ir­lýs­ing­una skrifuðu for­menn Fé­lags skip­stjórn­ar­manna, VM – fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna, Sjó­manna­sam­bands Íslands, Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lags Grinda­vík­ur og Sjó­manna­fé­lags Íslands.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.3.25 518,32 kr/kg
Þorskur, slægður 14.3.25 481,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.3.25 284,18 kr/kg
Ýsa, slægð 14.3.25 293,89 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.3.25 207,69 kr/kg
Ufsi, slægður 14.3.25 250,80 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 9.3.25 219,00 kr/kg
Gullkarfi 14.3.25 219,52 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 9.587 kg
Ýsa 161 kg
Þorskur 147 kg
Hlýri 35 kg
Skarkoli 14 kg
Keila 6 kg
Langa 5 kg
Samtals 9.955 kg
14.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.618 kg
Ýsa 1.287 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 38 kg
Samtals 2.986 kg
14.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 5.221 kg
Ýsa 1.976 kg
Steinbítur 84 kg
Keila 81 kg
Samtals 7.362 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.3.25 518,32 kr/kg
Þorskur, slægður 14.3.25 481,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.3.25 284,18 kr/kg
Ýsa, slægð 14.3.25 293,89 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.3.25 207,69 kr/kg
Ufsi, slægður 14.3.25 250,80 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 9.3.25 219,00 kr/kg
Gullkarfi 14.3.25 219,52 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 9.587 kg
Ýsa 161 kg
Þorskur 147 kg
Hlýri 35 kg
Skarkoli 14 kg
Keila 6 kg
Langa 5 kg
Samtals 9.955 kg
14.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.618 kg
Ýsa 1.287 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 38 kg
Samtals 2.986 kg
14.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 5.221 kg
Ýsa 1.976 kg
Steinbítur 84 kg
Keila 81 kg
Samtals 7.362 kg

Skoða allar landanir »