Útkallssvæði þyrlna takmarkað vegna flugöryggis

Þegar aðeins ein þyrla er til taks eru slasaðir og …
Þegar aðeins ein þyrla er til taks eru slasaðir og veikir sjómenn ekki sóttir með þyrlu séu þeir meira en 20 sjómílur frá landi. mbl.is/Árni Sæberg

Ástæða þess að þyrlur Landhelgisgæslu Íslands sækja ekki veika eða slasaða sjómenn lengra frá landi en 20 sjómílur, þegar ein þyrla er til taks, er meðal annars til að draga úr hættu sem kann að fylgja alvarlegri vélarbilun. 

Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn blaðamanns.

Fulltrúar samtaka íslenskra sjómanna hafa harmað skerta þjónustu þyrlusveita Landhelgisgæslu Íslands. Þeir hafa vakið athygli á því að nokkur tilvik hafa komið upp þar sem ekki hafi verið hægt að sækja veika og slasaða sjómenn á haf út, nema þeir hafi verið innan við 20 sjómílur frá landi.

Lagðar voru fleiri spurningar fyrir dómsmálaráðuneytið um þær reglur sem gilda um takmarkanir á viðbragðssvæði þyrlusveita. Var spurt hvort ráðuneytið teldi nauðsynlegt að takmarka viðbragðssvæði, s.s. hversu langt sé heimilt að fljúga frá landi, og hver rökin væru fyrir 20 sjómílum?

„Út frá flugöryggissjónarmiðum hefur flugdeild Landhelgisgæslunnar lagt á það ríka áherslu að önnur þyrla sé til taks þegar farið er í leitar-, björgunar- og sjúkraflutningsleiðangra á haf út. Mikilvægt er að björgunarþyrla ásamt áhöfn sé í viðbragðsstöðu, ef eitthvað hendir þyrluna sem annast útkall á sjó. Landhelgisgæslan hefur dregið mörkin við 20 sjómílur eða tíu mínútur frá strönd. Það er sá tími sem talinn er þurfa til að unnt sé lenda þyrlunni á landi í neyðartilfellum ef alvarleg bilun í vélbúnaði þyrlunnar verður. Neyðarbúnaður áhafnar er til þess gerður að hún lifi af í sjó í nokkrar klukkustundir og þessar fjarlægðir eru sömuleiðis miðaðar við lífslíkur áhafnarinnar,“ segir í svari ráðuneytisins.

Aldrei betur búin en nú

Spurningu um hvort dómsmálaráðuneytið telji réttlætanlegt að neita að veita íslenskum sjómanni neyðarþjónustu, vegna þess að hann sé fjær landi en 20 sjómílur, svarar ráðuneytið: „Íslenskum sjómönnum er komið til aðstoðar og bjargað eftir bestu möguleikum sem í boði eru hverju sinni, með tilliti til allra aðstæðna. Slík aðstoð getur verið með þyrlu, varðskipi eða björgunarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar eða öðru skipi í nálægð. Jafnframt er leitað til annarra þjóða um aðstoð ef tilfellin eru utan drægis björgunareininga eða nálægt leitar- og björgunarsvæði nágrannaþjóðar.“

Vekur dómsmálaráðuneytið athygli á því að á undanförnum árum hafi verið gripið til ýmissa aðgerða í þeim tilgangi að efla viðbragðsgetu Landhelgisgæslunnar. „Í fyrra var þyrluáhöfnum Landhelgisgæslunnar fjölgað úr fimm í sex, á árunum 2018 til 2021 var þyrlufloti stofnunarinnar endurnýjaður og í fyrra bættist varðskipið Freyja í flotann í stað varðskipsins Týs. Þá mun aðbúnaður flugdeildar Landhelgisgæslunnar taka stakkaskiptum þegar nýtt flugskýli á Reykjavíkurflugvelli verður tekið í notkun síðar á árinu. Flugdeild Landhelgisgæslunnar hefur aldrei verið betur tækjum og mannafla búin en nú.“

Bestu mögulegu upplýsingar

Einnig hefur verið unnið að því að efla stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og Vaktstöð siglinga með ferilvöktunarbúnaði, viðvörunarbúnaði, aukinni þjálfun varðstjóra og betri samhæfingu við aðra neyðar- og björgunarþjónustu á landinu. Í svarinu segir að mikil áhersla hafi verið lögð á sjómælingar og sjókortagerð fyrir hafsvæðið umhverfis Ísland „til að auka öryggi sjófarenda svo þeir hafi bestu mögulegu upplýsingar hverju sinni til siglinga á hafinu umhverfis landið og við strendur landsins. Allt hefur þetta verið gert til að auka öryggi sjómanna.“

Sjóbjörgunaræfing Slysavarnaskóla sjómanna í samstarfi við Landhelgisgæsluna. Sjómenn eru háðir …
Sjóbjörgunaræfing Slysavarnaskóla sjómanna í samstarfi við Landhelgisgæsluna. Sjómenn eru háðir því að þeim sé komið til bjargar er þeir lenda í háska. mbl.is/Árni Sæberg

Sjómenn harma stöðuna

Sjómenn telja stöðuna eins og hún er nú ógna öryggi sínu, sérstaklega þar sem ekki er hægt að tryggja að fleiri en ein þyrla séu til taks öllum stundum. „Ef skip eru utan 20 sjómílna markanna þurfa þau að sigla til móts við þyrlu með hinn slasaða eða veika. Mínútur skipta máli í þessu sambandi, hvað þá klukkustundir eins og dæmi eru um,“ sagði í yfirlýsingu 12. maí frá samtökum íslenskra sjómanna vegna skertrar þjónustu þyrlusveita Landhelgisgæslunnar.

Þar sagði jafnframt að um „grafalvarlegt mál“ væri að ræða sem „getur skipt sköpum fyrir líf og heilsu íslenskra sem og erlendra sjómanna“. Vegna þessa sé það „skýlaus krafa samtaka sjómanna að stjórnvöld sjái til þess að LHG hafi nægt rekstrarfé til að manna alltaf tvær þyrlur og að þær séu til taks öllum stundum. [...] Það er ólíðandi og til skammar að ríkisvaldið sjái ekki sóma sinn í að semja við flugmenn LHG.“

Undir yfirlýsinguna skrifuðu formenn Félags skipstjórnarmanna, VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna, Sjómannasambands Íslands, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur og Sjómannafélags Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 561,53 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 376,64 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 317,61 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,70 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 374 kg
Ýsa 24 kg
Karfi 20 kg
Steinbítur 12 kg
Ufsi 4 kg
Hlýri 4 kg
Keila 2 kg
Samtals 440 kg
21.11.24 Kvika SH 23 Lína
Ýsa 3.107 kg
Þorskur 105 kg
Steinbítur 48 kg
Langa 31 kg
Keila 8 kg
Sandkoli 4 kg
Karfi 3 kg
Samtals 3.306 kg
21.11.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 6.267 kg
Ýsa 4.110 kg
Keila 24 kg
Samtals 10.401 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 561,53 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 376,64 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 317,61 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,70 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 374 kg
Ýsa 24 kg
Karfi 20 kg
Steinbítur 12 kg
Ufsi 4 kg
Hlýri 4 kg
Keila 2 kg
Samtals 440 kg
21.11.24 Kvika SH 23 Lína
Ýsa 3.107 kg
Þorskur 105 kg
Steinbítur 48 kg
Langa 31 kg
Keila 8 kg
Sandkoli 4 kg
Karfi 3 kg
Samtals 3.306 kg
21.11.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 6.267 kg
Ýsa 4.110 kg
Keila 24 kg
Samtals 10.401 kg

Skoða allar landanir »