Forsenda karfaráðgjafar „hreint bull“

Eiríkur Jónsson, skipstjóri á Akurey.
Eiríkur Jónsson, skipstjóri á Akurey. Ljósmynd/Brim

„Ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar um karfa­kvóta næsta fisk­veiðiárs er gjör­sam­lega gal­in. Fiski­fræðing­ar leggja til 20% niður­skurð í gull­karfa­veiðum næsta árs og segja að það sé vegna þess að veiðin sé bara bor­in uppi af tveim­ur ár­göng­um. Það er hreint bull. Sam­kvæmt okk­ar reglu­legu pruf­um eru það sex til sjö ár­gang­ar sem eru uppistaða afl­ans, al­veg eins og það á að vera,“ seg­ir Ei­rík­ur Jóns­son, skip­stjóri á Ak­ur­ey AK, í færslu á vef Brims.

Haf­rann­sókna­stofn­un hef­ur lagt til að ekki verði veitt meira en 25.545 tonn af gull­karfa á næsta fisk­veiðiári, en ráðgjöf­in fyr­ir nú­ver­andi fisk­veiðiár var 31.855. Stofn­un­in seg­ir or­sök lækk­un í ráðgjöf vera slök nýliðun. Hrygn­ing­ar­stofn­inn er sagður hafa minnkað um­tals­vert á und­an­förn­um árum og mæl­ist við aðgerðarmörk. Gert er ráð fyr­ir að sókn í stofn­inn fari ört minnk­andi á kom­andi árum.

„Ég hef verið á tog­ur­um síðan 1975 og get full­yrt að karf­inn er nú nán­ast alls staðar. Það hef­ur ekki alltaf verið svona og ég man eft­ir að hafa verið á fundi með fiski­fræðing­um eitt árið sem gull­karfa­stofn­inn var í lág­marki. Þá sagði helsti karfa­sér­fæðing­ur Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, sem nú er for­stjóri sömu stofn­un­ar, að við skyld­um búa okk­ur und­ir mög­ur ár á karfa­veiðunum næstu árin. Það þver­öfuga gerðist. Karfa­stofn­inn rétti hratt úr kútn­um og hef­ur verið sterk­ur all­ar göt­ur síðan. Við tök­um reglu­lega pruf­ur og sam­kvæmt þeim erum við aðallega að veiða sex til sjö ár­ganga. Við fáum alltaf eldri karfa en hann telj­um við ekki með,” seg­ir Ei­rík­ur í færsl­unni.

Akurey AK.
Ak­ur­ey AK. mbl.is

Flot­inn bund­inn við bryggju

Sam­hliða lækk­un í ráðgjöf gull­karfa var einnig ráðgjöf fyr­ir þorsk minnkuð um 13.527 tonn, 6.261 tonn fyr­ir ufsa, 1.590 tonn fyr­ir djúpkarfa og 826 tonn fyru­ir stein­bít. Þó varð aukn­ing í ráðgjöf fyr­ir ýsu um 11.790 tonn.

Skip­stjór­inn seg­ir ljóst að tog­ara­flot­inn verði bund­inn við bryggju í tvo mánuði á næsta fisk­veiðiári ef afla­mark verði gefið út í sam­ræmi við þessa ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

„Það er búið að loka 90% af okk­ar gömlu heima­miðum á und­an­förn­um árum. 20% skerðing nú á gull­karf­ann er reiðarslag fyr­ir marg­ar út­gerðir. Ég fæ ekki séð að við get­um veitt ufs­ann ef þess­ar til­lög­ur verða að veru­leika. Bara hjá því fé­lagi, sem ég vinn hjá, er boðuð skerðing um 1.500 tonn af gull­karfa á næsta ári. Það er ársafli eins tog­ara. Nógu slæmt er ástandið varðandi karfa­kvót­ann í ár. Marg­ir hafa brugðist við því með að stækka möskvann í pok­an­um í 155 milli­metra, t.d. á veiðum á Hal­an­um, en það þýðir að karf­inn kemst út úr troll­inu með möskvasmugi. Það get­ur seint tal­ist sér­stak­lega góð um­gengni um auðlind­ina,” seg­ir Ei­rík­ur Jóns­son.

115 tonn eft­ir tvo sól­ar­hringa

Ak­ur­ey kom til hafn­ar í morg­un eft­ir stutt­anm túr með 115 tonna afla og er það sagt duga vinnsl­unni í dag og jafn­vel fram á mánu­dag, en frí er á morg­un.

„Við fór­um á Fjöll­in og vor­um um tvo sól­ar­hringa á veiðum. Afl­inn var nokk­urn veg­inn til helm­inga ufsi og gull­karfi og svo feng­um við smá­veg­is af öðrum teg­und­um með. Við vor­um ein­ir á svæðinu til að byrja með en skip­un­um tók að fjölga um það leiti sem við héld­um til hafn­ar,” seg­ir Ei­rík­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.4.25 556,74 kr/kg
Þorskur, slægður 1.4.25 722,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.4.25 426,95 kr/kg
Ýsa, slægð 1.4.25 421,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.4.25 161,04 kr/kg
Ufsi, slægður 1.4.25 267,84 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 1.4.25 330,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.4.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 10.861 kg
Skarkoli 211 kg
Steinbítur 137 kg
Ýsa 50 kg
Grásleppa 13 kg
Sandkoli 11 kg
Skrápflúra 1 kg
Samtals 11.284 kg
1.4.25 Sigrún Björk ÞH 100 Handfæri
Þorskur 2.778 kg
Ufsi 80 kg
Samtals 2.858 kg
1.4.25 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Grásleppa 520 kg
Þorskur 417 kg
Skarkoli 169 kg
Samtals 1.106 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.4.25 556,74 kr/kg
Þorskur, slægður 1.4.25 722,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.4.25 426,95 kr/kg
Ýsa, slægð 1.4.25 421,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.4.25 161,04 kr/kg
Ufsi, slægður 1.4.25 267,84 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 1.4.25 330,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.4.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 10.861 kg
Skarkoli 211 kg
Steinbítur 137 kg
Ýsa 50 kg
Grásleppa 13 kg
Sandkoli 11 kg
Skrápflúra 1 kg
Samtals 11.284 kg
1.4.25 Sigrún Björk ÞH 100 Handfæri
Þorskur 2.778 kg
Ufsi 80 kg
Samtals 2.858 kg
1.4.25 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Grásleppa 520 kg
Þorskur 417 kg
Skarkoli 169 kg
Samtals 1.106 kg

Skoða allar landanir »

Loka