Ráðgjöf Hafró sögð „algjört rugl“

Ágúst Ómarsson, skipstjóri á Drangey SK-2, og Björn Jónasson, skipstjóri …
Ágúst Ómarsson, skipstjóri á Drangey SK-2, og Björn Jónasson, skipstjóri á Málmey SK-1, eru ekki sáttir við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Samsett mynd

„All­an hring­inn í kring­um landið erum við sjó­menn að upp­lifa mok­fiskerí bæði grunnt og djúpt og nán­ast á hvaða veiðarfæri sem er. Sjór­inn er sem sagt kjaft­full­ur af fiski. Á sama tíma ákveður Haf­rann­sókna­stofn­un að skera veiðiheim­ild­ir í þorski niður um 6% til viðbót­ar við 13,5% niður­skurð í fyrra. Í karfa er niður­skurður­inn á milli ára hvorki meira né minna en 20% enda þótt hann mokveiðist hvar sem menn bleyta í veiðarfær­um.“

Þetta skrifa þeir  Björn Jónas­son, skip­stjóri á Málmey SK-1, og Ágúst Ómars­son, skip­stjóri á Drang­ey SK-2, í pistli á vef FISK Sea­food um veiðiráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar fyr­ir næsta fisk­veiðiár.

Björn og Ágúst eru ekki fyrstu skip­stjór­arn­ir sem gagn­rýna ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar op­in­ber­lega, en á dög­un­um sagði Ei­rík­ur Jóns­son, skip­stjóri á Ak­ur­ey AK, sem sagði for­send­ur lækk­un í ráðgjöf fyr­ir gull­karfa vera „hreint bull“.

Telja skip­stjór­arn­ir Björn og Ágúst galna af­stöðu Svandís­ar Svavars­dótt­ur, mat­vælaráðherra, að fara eft­ir ráðgjöf vís­inda­manna við ákvörðum um há­marks­afla næsta fisk­veiðiárs þar sem starfs­menn Haf­rann­sókna­stofn­un­ar eru sagðir „gefa sér rang­ar for­send­ur“.

Skora þeir á Svandísi að kalla á „nokkra af reynslu­bolt­um sjó­manna­stétt­ar­inn­ar“ til fund­ar til að kynna sér „raun­veru­leik­ann í líf­ríki sjáv­ar eins og hann blas­ir við þeim sem vinna á sjón­um.“ Telja skip­stjór­arn­ir æski­legt komið yrði á sam­ráðsvett­vangi skip­stjórn­ar­manna og sér­fræðinga Haf­rann­sókna­stofn­un­ar

Á villi­göt­um

„Villi­göt­ur Hafró eru því miður alltof vel þekkt­ar á síðustu árum og ára­tug­um. Það er hins veg­ar verra þegar ráðherra mat­væla og um leið sjáv­ar­út­vegs lýs­ir því yfir fyr­ir nokkr­um dög­um að það sé stefna stjórn­valda að fara í einu og öllu að ráðgjöf þeirra sem gefa sér rang­ar for­send­ur í reikni­for­rit­um og fá fyr­ir vikið kol­vit­lausa út­komu. Hvaða póli­tíska linkind er það? Á eina ferðina enn að hneigja sig og beygja fyr­ir E-list­an­um, „Emb­ætt­is­manna­list­an­um“ sem öllu ræður en hef­ur aldrei verið kos­inn? Það er að okk­ar mati gal­in afstaða hjá ráðherra og ráðuneyti sem verður að hafa þekk­ingu og reynslu til þess að mynda sér sjálf­stæða skoðun á því hvað sé rétt og rangt þegar um er að ræða verðmæti sem skipta tug­um eða jafn­vel hundruðum millj­arða króna fyr­ir þjóðarbúið,“ skrifa þeir.

Fagna þeir Björn og Ágúst því að á und­an­förn­um áatug­um hafa verið ráðherr­ar sjáv­ar­út­vegs­mála sem kosið hafa að fara þvert á ráðlegg­ing­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, og full­yrða að ekki hafi verið sýnt fram á að ákv­arðanir stakra ráðherra um að hafna ráðgjöf og auka kvóta hafi haft al­var­leg­ar af­leiðing­ar.

„Við höf­um fylgt vís­inda­legri ráðgjöf um fisk­veiðarn­ar að veru­legu leyti í 30 ár og síðustu 5-6 árin án nokk­urra und­an­tekn­inga. En alltaf minnk­ar til­trú sjó­manna á að rétt sé að mál­um staðið. Sjór­inn er alls staðar spriklandi af lífi en samt er skorið niður eins og eng­inn sé morg­undag­ur­inn. Ráðgjöf­in er ekki bara að okk­ar mati, held­ur lang­flestra reynd­ustu skip­stjóra og sjó­manna lands­ins, al­gjört rugl,“ skrifa skip­stjór­arn­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.4.25 555,51 kr/kg
Þorskur, slægður 1.4.25 722,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.4.25 426,01 kr/kg
Ýsa, slægð 1.4.25 421,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.4.25 161,04 kr/kg
Ufsi, slægður 1.4.25 267,67 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 1.4.25 332,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.4.25 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Grásleppunet
Grásleppa 679 kg
Þorskur 48 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 740 kg
1.4.25 Norðurljós NS 40 Grásleppunet
Grásleppa 1.170 kg
Skarkoli 155 kg
Þorskur 71 kg
Samtals 1.396 kg
1.4.25 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.504 kg
Þorskur 148 kg
Rauðmagi 24 kg
Samtals 2.676 kg
1.4.25 Þórður Ólafsson BA 96 Grásleppunet
Grásleppa 520 kg
Samtals 520 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.4.25 555,51 kr/kg
Þorskur, slægður 1.4.25 722,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.4.25 426,01 kr/kg
Ýsa, slægð 1.4.25 421,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.4.25 161,04 kr/kg
Ufsi, slægður 1.4.25 267,67 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 1.4.25 332,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.4.25 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Grásleppunet
Grásleppa 679 kg
Þorskur 48 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 740 kg
1.4.25 Norðurljós NS 40 Grásleppunet
Grásleppa 1.170 kg
Skarkoli 155 kg
Þorskur 71 kg
Samtals 1.396 kg
1.4.25 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.504 kg
Þorskur 148 kg
Rauðmagi 24 kg
Samtals 2.676 kg
1.4.25 Þórður Ólafsson BA 96 Grásleppunet
Grásleppa 520 kg
Samtals 520 kg

Skoða allar landanir »

Loka