Ráðgjöf Hafró sögð „algjört rugl“

Ágúst Ómarsson, skipstjóri á Drangey SK-2, og Björn Jónasson, skipstjóri …
Ágúst Ómarsson, skipstjóri á Drangey SK-2, og Björn Jónasson, skipstjóri á Málmey SK-1, eru ekki sáttir við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Samsett mynd

„Allan hringinn í kringum landið erum við sjómenn að upplifa mokfiskerí bæði grunnt og djúpt og nánast á hvaða veiðarfæri sem er. Sjórinn er sem sagt kjaftfullur af fiski. Á sama tíma ákveður Hafrannsóknastofnun að skera veiðiheimildir í þorski niður um 6% til viðbótar við 13,5% niðurskurð í fyrra. Í karfa er niðurskurðurinn á milli ára hvorki meira né minna en 20% enda þótt hann mokveiðist hvar sem menn bleyta í veiðarfærum.“

Þetta skrifa þeir  Björn Jónasson, skipstjóri á Málmey SK-1, og Ágúst Ómarsson, skipstjóri á Drangey SK-2, í pistli á vef FISK Seafood um veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir næsta fiskveiðiár.

Björn og Ágúst eru ekki fyrstu skipstjórarnir sem gagnrýna ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar opinberlega, en á dögunum sagði Eiríkur Jónsson, skipstjóri á Akurey AK, sem sagði forsendur lækkun í ráðgjöf fyrir gullkarfa vera „hreint bull“.

Telja skipstjórarnir Björn og Ágúst galna afstöðu Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að fara eftir ráðgjöf vísindamanna við ákvörðum um hámarksafla næsta fiskveiðiárs þar sem starfsmenn Hafrannsóknastofnunar eru sagðir „gefa sér rangar forsendur“.

Skora þeir á Svandísi að kalla á „nokkra af reynsluboltum sjómannastéttarinnar“ til fundar til að kynna sér „raunveruleikann í lífríki sjávar eins og hann blasir við þeim sem vinna á sjónum.“ Telja skipstjórarnir æskilegt komið yrði á samráðsvettvangi skipstjórnarmanna og sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar

Á villigötum

„Villigötur Hafró eru því miður alltof vel þekktar á síðustu árum og áratugum. Það er hins vegar verra þegar ráðherra matvæla og um leið sjávarútvegs lýsir því yfir fyrir nokkrum dögum að það sé stefna stjórnvalda að fara í einu og öllu að ráðgjöf þeirra sem gefa sér rangar forsendur í reikniforritum og fá fyrir vikið kolvitlausa útkomu. Hvaða pólitíska linkind er það? Á eina ferðina enn að hneigja sig og beygja fyrir E-listanum, „Embættismannalistanum“ sem öllu ræður en hefur aldrei verið kosinn? Það er að okkar mati galin afstaða hjá ráðherra og ráðuneyti sem verður að hafa þekkingu og reynslu til þess að mynda sér sjálfstæða skoðun á því hvað sé rétt og rangt þegar um er að ræða verðmæti sem skipta tugum eða jafnvel hundruðum milljarða króna fyrir þjóðarbúið,“ skrifa þeir.

Fagna þeir Björn og Ágúst því að á undanförnum áatugum hafa verið ráðherrar sjávarútvegsmála sem kosið hafa að fara þvert á ráðleggingar Hafrannsóknastofnunar, og fullyrða að ekki hafi verið sýnt fram á að ákvarðanir stakra ráðherra um að hafna ráðgjöf og auka kvóta hafi haft alvarlegar afleiðingar.

„Við höfum fylgt vísindalegri ráðgjöf um fiskveiðarnar að verulegu leyti í 30 ár og síðustu 5-6 árin án nokkurra undantekninga. En alltaf minnkar tiltrú sjómanna á að rétt sé að málum staðið. Sjórinn er alls staðar spriklandi af lífi en samt er skorið niður eins og enginn sé morgundagurinn. Ráðgjöfin er ekki bara að okkar mati, heldur langflestra reyndustu skipstjóra og sjómanna landsins, algjört rugl,“ skrifa skipstjórarnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 591,17 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 338,94 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 263,82 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 274,10 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,78 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 14.153 kg
Ýsa 1.947 kg
Ufsi 229 kg
Langa 171 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 8 kg
Samtals 16.537 kg
9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.684 kg
Ýsa 2.107 kg
Langa 53 kg
Samtals 9.844 kg
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 8.433 kg
Ýsa 689 kg
Steinbítur 209 kg
Karfi 58 kg
Langa 14 kg
Keila 9 kg
Sandkoli 2 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 9.415 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 591,17 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 338,94 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 263,82 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 274,10 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,78 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 14.153 kg
Ýsa 1.947 kg
Ufsi 229 kg
Langa 171 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 8 kg
Samtals 16.537 kg
9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.684 kg
Ýsa 2.107 kg
Langa 53 kg
Samtals 9.844 kg
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 8.433 kg
Ýsa 689 kg
Steinbítur 209 kg
Karfi 58 kg
Langa 14 kg
Keila 9 kg
Sandkoli 2 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 9.415 kg

Skoða allar landanir »