Forstjóri Hafrannsóknastofnunar vill efna til samtals við sjómenn um ráðgjöf stofnunarinnar um hámarksafla einstakra nytjategunda fiska. Þorsteinn Sigurðsson forstjóri segir að slíkt samráð hafi verið viðhaft áður og það þurfi að endurvekja. Hann segir þó spurningu hvort það eigi að vera í því formi sem var eða með öðru fyrirkomulagi.
Borið hefur á gagnrýni á þá ráðgjöf sem Hafró kynnti á dögunum. Hún fól meðal annars í sér að draga þurfi úr veiðum á þorski og karfa. Björn Jónasson, skipstjóri á Málmey SK1, og Ágúst Ómarsson, skipstjóri á Drangey SK2, skrifuðu til að mynda grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær, með harðorðri gagnrýni á Hafrannsóknastofnun. Þar kemur fram að tiltrú sjómanna á að rétt sé að málum staðið, fari síminnkandi. Ráðgjöfin sé, að mati flestra reyndustu skipstjóra og sjómanna landsins, algjört rugl.
Björn og Ágúst skora á ráðherra sjávarútvegsmála að kalla nokkra af reynsluboltum sjómannastéttarinnar á sinn fund, kíkja jafnvel í veiðidagbækur skipanna, og kynna sér raunveruleikann í lífríki sjávar eins og hann blasi við þeim sem vinna á sjónum. Þeir nefna að best væri að það leiddi til skapandi samráðsvettvangs á milli skipstjórnarmanna og sérfræðinga Hafró.
Lengri umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag, föstudag.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 1.4.25 | 566,94 kr/kg |
Þorskur, slægður | 1.4.25 | 722,78 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 1.4.25 | 431,86 kr/kg |
Ýsa, slægð | 1.4.25 | 386,56 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 1.4.25 | 161,04 kr/kg |
Ufsi, slægður | 1.4.25 | 267,65 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 19.3.25 | 11,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 1.4.25 | 337,41 kr/kg |
1.4.25 Dagur ÞH 110 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 5.586 kg |
Steinbítur | 374 kg |
Ýsa | 82 kg |
Ufsi | 7 kg |
Samtals | 6.049 kg |
1.4.25 Finni NS 21 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 53 kg |
Grásleppa | 43 kg |
Samtals | 96 kg |
1.4.25 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Ígulker Bf B | 1.216 kg |
Samtals | 1.216 kg |
1.4.25 Finnur EA 245 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 698 kg |
Samtals | 698 kg |
1.4.25 Skinney SF 20 Botnvarpa | |
---|---|
Ýsa | 51.710 kg |
Þorskur | 48.905 kg |
Skarkoli | 12.547 kg |
Ufsi | 8.355 kg |
Langa | 2.707 kg |
Steinbítur | 2.242 kg |
Skötuselur | 866 kg |
Sandkoli | 628 kg |
Þykkvalúra | 626 kg |
Karfi | 307 kg |
Keila | 62 kg |
Hlýri | 7 kg |
Djúpkarfi | 5 kg |
Samtals | 128.967 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 1.4.25 | 566,94 kr/kg |
Þorskur, slægður | 1.4.25 | 722,78 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 1.4.25 | 431,86 kr/kg |
Ýsa, slægð | 1.4.25 | 386,56 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 1.4.25 | 161,04 kr/kg |
Ufsi, slægður | 1.4.25 | 267,65 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 19.3.25 | 11,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 1.4.25 | 337,41 kr/kg |
1.4.25 Dagur ÞH 110 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 5.586 kg |
Steinbítur | 374 kg |
Ýsa | 82 kg |
Ufsi | 7 kg |
Samtals | 6.049 kg |
1.4.25 Finni NS 21 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 53 kg |
Grásleppa | 43 kg |
Samtals | 96 kg |
1.4.25 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Ígulker Bf B | 1.216 kg |
Samtals | 1.216 kg |
1.4.25 Finnur EA 245 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 698 kg |
Samtals | 698 kg |
1.4.25 Skinney SF 20 Botnvarpa | |
---|---|
Ýsa | 51.710 kg |
Þorskur | 48.905 kg |
Skarkoli | 12.547 kg |
Ufsi | 8.355 kg |
Langa | 2.707 kg |
Steinbítur | 2.242 kg |
Skötuselur | 866 kg |
Sandkoli | 628 kg |
Þykkvalúra | 626 kg |
Karfi | 307 kg |
Keila | 62 kg |
Hlýri | 7 kg |
Djúpkarfi | 5 kg |
Samtals | 128.967 kg |