Skipstjórinn kvíðir nýju fiskveiðiári

Vigri RE-071 kom til hafnar í Reykjavík um helgina með …
Vigri RE-071 kom til hafnar í Reykjavík um helgina með fullfermi. mbl.is/Árni Sæberg

Árni Gunnólfsson, skipstjóri á frystitogaranum Vigra RE, kveðst kvíða nýju fiskveiðiári og telur skerðingu í kvóta torvelda veiðar þegar líða fer á vorið 2023. Vigri RE kom með fullfermi til hafnar í Reykjavík aðfaranótt laugardags eftir tæplega mánaðarlangan veiðitúr.

„Ég verð að segja alveg eins og er. Ég kvíði nýju fiskveiðiári. Það er alls staðar mikið af gullkarfa, ýsu og þorski. Í stað þess að auka við er kvótinn skertur og það stefnir í stórkostleg vandræði þegar kemur fram á næsta vor,” segir skipstjórinn Árni í færslu á vef Brims hf., sem gerir Vigra út.

Krökkt af ýsu

Árni segir aflabrögðin á túrnum sem var að ljúka hafa verið ágæt, en viðurkennir að leita hefur þurft að ufsanum. „Þótt hann sé vandfundinn þá er um fjórðungur aflans ufsi.”

Leitin að ufsanum byrjaði á suðasuturmiðum að sögn skipstjórans.

„Þarna er ekkert um togara og það tók okkur ekki langan tíma að komast að því; hvers vegna? Það er allt krökkt af ýsu fyrir austan og reyndar við alla suðurströndina. Við fórum því á Vestfjarðamið til að leita af ufsa á Halanum. Þar var aðallega karfi og einnig ýsa en við fengum þó dálítið af ufsa.“

Vigri hélt því næst á Fjöllin út af Reykjanesi þar sem reynt var við ufsa á nýjan leik. ,,Alls staðar var nóg af fiski, jafnt fyrir norðan sem sunnan, en gallinn var bara sá að það var of lítið af því sem við leituðum að. Við fengum samt tvo þokkalega daga með ufsaveiði á Fjöllunum en annars var bara karfi og ýsa í boði. Við enduðum svo í Skerjadjúpi og á Matthildi og þar var aflinn djúpkarfi og gulllax.”

Árni vekur athygli á hve ýsustofninn hefur stækkað. „Það eru ekki mörg ár síðan menn biðu spenntir á línunni eftir að ýsuhólfið fyrir norðan væri opnað fyrir veiðum. Þar sést ekki skip í dag og menn sneiða hjá ýsuhólfum fyrri tíma sem og ýsunni sem er alls staðar.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 591,17 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 338,94 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 263,82 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 274,10 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,78 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 14.153 kg
Ýsa 1.947 kg
Ufsi 229 kg
Langa 171 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 8 kg
Samtals 16.537 kg
9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.684 kg
Ýsa 2.107 kg
Langa 53 kg
Samtals 9.844 kg
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 8.433 kg
Ýsa 689 kg
Steinbítur 209 kg
Karfi 58 kg
Langa 14 kg
Keila 9 kg
Sandkoli 2 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 9.415 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 591,17 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 338,94 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 263,82 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 274,10 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,78 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 14.153 kg
Ýsa 1.947 kg
Ufsi 229 kg
Langa 171 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 8 kg
Samtals 16.537 kg
9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.684 kg
Ýsa 2.107 kg
Langa 53 kg
Samtals 9.844 kg
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 8.433 kg
Ýsa 689 kg
Steinbítur 209 kg
Karfi 58 kg
Langa 14 kg
Keila 9 kg
Sandkoli 2 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 9.415 kg

Skoða allar landanir »