Dreggjar eðlilegra samskipta við Rússa

Rússnesk hafför á norskum miðum. Senn líður að endurnýjun löndunarsamninga …
Rússnesk hafför á norskum miðum. Senn líður að endurnýjun löndunarsamninga sem norsk stjórnvöld þiggja þrátt fyrir viðskiptabann gagnvart Rússlandi. Samningarnir snúa að 500.000 tonnum af þorski sem rússneskir ólígarkar og norskir auðmenn maka krókinn á eins og lesa má um í fréttum NRK í tenglum hér neðst. Ljósmynd/Norski herinn

Þrátt fyrir gang mála í Úkraínu hafa Norðmenn og Rússar átt í tæplega hálfrar aldar samstarfi sem snýr að löndun fisks úr rússneskum togurum í norskum höfnum. Matvöru fyrir milljarða norskra króna.

Senn líður að því að ganga þurfi til löndunarsamninga fyrir næsta ár og hefur norska sjávarútvegsráðuneytið staðfest það við ríkisútvarpið NRK að þær viðræður standi nú fyrir dyrum og hefjist um miðjan mánuðinn. Hafa Rússar þegið boð Norðmanna um að hefja samningaviðræðurnar, að sögn Halvard Wensel, upplýsingafulltrúa sjávarútvegsráðuneytisins.

Þorskmiðin við Noreg eru ein þau gjöfulustu í heiminum á meðan töluvert minna veiðist norður í Barentshafi, við strendur Rússlands, og náðust því samningar milli landanna á áttunda áratugnum um að rússneskir togarar fengju að leita á norsk mið og landa afla sínum í norskum höfnum. Eins eiga nágrannalöndin í samstarfi um hafrannsóknir og fiskveiðieftirlit með sjálfbærar fiskveiðar að markmiði. Aflinn sem um er að tefla í samningum landanna nemur 500.000 tonnum af þorski.

Öryggismál vekja spurningar

„Erfitt er að neita því að hér er um óvenjulegan atburð að ræða miðað við stöðu mála nú,“ segir Geir Hønneland, prófessor við Fridtjof Nansen-stofnunina, um samningaviðræðurnar sem nú eru á döfinni og bætir því við að þar séu á ferð dreggjar eðlilegra samskipta umheimsins við Rússland.

Norsk stjórnvöld hafa tekið þá ákvörðun að halda löndunarsamkomulaginu utan við viðskiptabönn í garð Rússlands, enda græða þau á fiskinum sem því fylgir. Þær spurningar sem vakna snúa hins vegar að öryggismálum í námunda við rússneska togara og hafa þingmenn á norska Stórþinginu spurt sig og aðra þess, svo sem eftir gassprenginguna í Eystrasalti, hvort óhætt sé að hleypa rússneskum togurum í norskar hafnir.

Bjørnar Skjæran sjávarútvegsráðherra kveðst fylgjast náið með þróun mála en enn hafi hann þó ekki séð ástæðu til að hverfa frá þeirri undantekningu sem umferð rússneskra togara um hafnir Noregs er. Máli sínu til stuðnings vísar ráðherra til þess að vernda beri sjálfbærni fiskimiðanna og minnir á hrun síldarstofnsins á sjöunda áratugnum og þorskkrísuna svokölluðu á þeim níunda.

Milljarðatekjur ólígarka

Alfred Bjørlo, sjávarútvegstalsmaður Venstre-flokksins, er ósammála. „Fiskveiðistjórnsýslan snýr að gagnkvæmum veiðum yfir landamæri, hún snýst ekki um að fá leyfi til að selja fisk í norskum höfnum,“ segir hann og vill hafnbann á öll rússnesk fiskiskip. „Þetta er eitthvað sem ríkisstjórnin hefur soðið saman og við eigum ekki að taka þátt í þessu þegar við vitum að rússneskir ólígarkar hafa milljarðatekjur af fiskverslun,“ segir hann enn fremur.

Jonas Gahr Støre forsætisráðherra varði samkomulagið við Rússa hins vegar í gærkvöldi þegar hann sagði að nægilegt væri að auka öryggiseftirlit á öðrum vettvangi. Nógu vel væri fylgst með fiskiskipum.

NRK

NRKII (öryggismál Rússatogara)

NRKIII (á þessu þéna milljarðamæringarnir í Noregi og Rússlandi)

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 303,00 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 408,59 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 245,35 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 328,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 749 kg
Grásleppa 14 kg
Hlýri 10 kg
Ýsa 10 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 790 kg
22.1.25 Ósk ÞH 54 Þorskfisknet
Þorskur 123 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 133 kg
22.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.618 kg
Þorskur 895 kg
Karfi 84 kg
Samtals 2.597 kg
22.1.25 Gjafar ÍS 72 Línutrekt
Ýsa 2.885 kg
Þorskur 1.021 kg
Steinbítur 291 kg
Skarkoli 19 kg
Langa 10 kg
Karfi 6 kg
Hlýri 2 kg
Samtals 4.234 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 303,00 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 408,59 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 245,35 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 328,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 749 kg
Grásleppa 14 kg
Hlýri 10 kg
Ýsa 10 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 790 kg
22.1.25 Ósk ÞH 54 Þorskfisknet
Þorskur 123 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 133 kg
22.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.618 kg
Þorskur 895 kg
Karfi 84 kg
Samtals 2.597 kg
22.1.25 Gjafar ÍS 72 Línutrekt
Ýsa 2.885 kg
Þorskur 1.021 kg
Steinbítur 291 kg
Skarkoli 19 kg
Langa 10 kg
Karfi 6 kg
Hlýri 2 kg
Samtals 4.234 kg

Skoða allar landanir »